Viðbúið að kennaraverkfall verði 15. september 2004 00:01 Sveitarfélögin hafa ekki breytt formlegum kröfum sínum í kjaraviðræðum við kennara frá því í maí, samkvæmt Karli Björnssyni sviðstjóra kjarasviðs sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir að gangi viðræðurnar með sama hætti næstu daga og undanfarna sé viðbúið að verkfall skelli á 20. september. Skólastjórnandi sem Fréttablaðið ræddi við segir kjaranefnd kennara í vanda. Síðasti kjarasamningur hafi minnkað sveigjanleika í vinnu kennara. Þeir vinni meira en áður en geti ekki farið fram á launahækkun vegna vinnu sem ekki sé meiri á pappírum. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir ummælin ekki eiga skylt við raunveruleikann. Þeir glími ekki við þennan vanda. Ásmundur segir enga niðurstöðu kjaraviðræðnanna í hendi að neinu tagi. Hann segir að þrátt fyrir að sveitarfélögin hafi ekki breytt kröfum sínum hafi ýmislegt gerst í samningsviðræðunum frá því í maí. "Aðilar hafa verið í samfelldum fundarhöldum og velt upp hugmyndum og leiðum til að leysa mál. Sú umræða hefur ekki skilað niðustöðu og hún er ekki í sjónmáli. Mikið ber í milli og við vitum ekki hvert áframhaldið verður," segir Ásmundur: "Það er vilji að hálfu beggjað að leysa málið. Hvort menn nái saman er óvíst." Náist ekki samningar fyrir mánudag fara um 4.400 kennarar í verkfall og 43 þúsund börn verða send heim í heilsdagsumsjá foreldra. Það skapar fyrirtækjunum vanda. Þau huga að dagvistun fyrir börn starfsmanna í nafni foreldrafélaga fyrirtækjanna. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sveitarfélögin hafa ekki breytt formlegum kröfum sínum í kjaraviðræðum við kennara frá því í maí, samkvæmt Karli Björnssyni sviðstjóra kjarasviðs sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir að gangi viðræðurnar með sama hætti næstu daga og undanfarna sé viðbúið að verkfall skelli á 20. september. Skólastjórnandi sem Fréttablaðið ræddi við segir kjaranefnd kennara í vanda. Síðasti kjarasamningur hafi minnkað sveigjanleika í vinnu kennara. Þeir vinni meira en áður en geti ekki farið fram á launahækkun vegna vinnu sem ekki sé meiri á pappírum. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir ummælin ekki eiga skylt við raunveruleikann. Þeir glími ekki við þennan vanda. Ásmundur segir enga niðurstöðu kjaraviðræðnanna í hendi að neinu tagi. Hann segir að þrátt fyrir að sveitarfélögin hafi ekki breytt kröfum sínum hafi ýmislegt gerst í samningsviðræðunum frá því í maí. "Aðilar hafa verið í samfelldum fundarhöldum og velt upp hugmyndum og leiðum til að leysa mál. Sú umræða hefur ekki skilað niðustöðu og hún er ekki í sjónmáli. Mikið ber í milli og við vitum ekki hvert áframhaldið verður," segir Ásmundur: "Það er vilji að hálfu beggjað að leysa málið. Hvort menn nái saman er óvíst." Náist ekki samningar fyrir mánudag fara um 4.400 kennarar í verkfall og 43 þúsund börn verða send heim í heilsdagsumsjá foreldra. Það skapar fyrirtækjunum vanda. Þau huga að dagvistun fyrir börn starfsmanna í nafni foreldrafélaga fyrirtækjanna.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira