Baugur græðir milljarð í London 13. september 2004 00:01 Baugur hefur selt hlut sinn í verslunarkeðjunni House of Fraser. Samhliða hefur Tom Hunter selt sinn hlut í fyrirtækinu. Hunter gerði á sínum tíma yfirtökutilboð í félagið og naut til þess stuðning Baugs. Hagnaður Baugs af fjárfestingunni er ekki gefinn upp, en miðað við dagsetningar kaupa má gera ráð fyrir að innleystur hagnaður Baugs sé öðru hvoru megin við einn milljarð króna. Samkvæmt upplýsingum frá Baugi hugði félagið ekki á yfirtöku House of Fraser, en taldi félagið á góðu verði til fjárfestingar, eins og kom á daginn. Bréf House of Fraser lækkuðu í kjölfar þess að Hunter og Baugur hurfu úr hópi hluthafa. Baugur hefur verið áberandi í umræðu breskra fjölmiðla í tengslum við mögulegar fjárfestingar í breskri smásöluverslun. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri félagsins hefur gefið út að Baugur leiti tækifæra og hafi áhuga á kaupum verslanakeðja í samvinnu við stjórnendur þeirra. Baugur hefur sýnt áhuga á kaupum á bresku verslunarkeðjunni Hobbs. Barclays Capital á 80 prósent í fyrirtækinu og hefur lýst áhuga á að selja hlut sinni. Áætlað söluverð Hobbs er um tólf milljarðar króna. Söluferli Hobbs er skammt á veg komið, en Baugur hefur áhuga á að kaupa félagið. Samkvæmt heimildum eru ekki uppi áætlanir um að Hobbs renni inn í Oasis verslanakeðjunna sem Baugur keypti ásamt stjórnendum félagsins á um 20 milljarða króna. Baugur á 22 prósent í Big Food Group. Þrálátur orðrómur er um að Baugur hyggi á yfirtöku Big Food. Ekkert fæst staðfest um slíkar ráðagerðir, en Baugur hefur lengi metið mikil tækifæri í heildsöluhluta fyrirtækisins. Big Food rekur einnig lágvöruverlsunarkeðjuna Iceland. Sú keðja hefur ekki skilað miklum árangri að undanförnu og tilraunir til að hækka þjónustustig ekki skilað sér í bættri afkomu. Big Food er metið á um 40 milljarða króna. Við yfirtöku þyrfti að endurfjármagna skuldir upp á um 30 milljarða. Big Food hefur verið að missa flugið að undanförnu og jafnan er erfiðara að fjármagna skuldir lækkandi fyrirtækja við yfirtöku. Þrátt fyrir verulega lækkun að undanförun situr Baugur enn á talsverðum gengishagnaði vegna upphaflegra kaupa hlutarins í Big Food. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Sjá meira
Baugur hefur selt hlut sinn í verslunarkeðjunni House of Fraser. Samhliða hefur Tom Hunter selt sinn hlut í fyrirtækinu. Hunter gerði á sínum tíma yfirtökutilboð í félagið og naut til þess stuðning Baugs. Hagnaður Baugs af fjárfestingunni er ekki gefinn upp, en miðað við dagsetningar kaupa má gera ráð fyrir að innleystur hagnaður Baugs sé öðru hvoru megin við einn milljarð króna. Samkvæmt upplýsingum frá Baugi hugði félagið ekki á yfirtöku House of Fraser, en taldi félagið á góðu verði til fjárfestingar, eins og kom á daginn. Bréf House of Fraser lækkuðu í kjölfar þess að Hunter og Baugur hurfu úr hópi hluthafa. Baugur hefur verið áberandi í umræðu breskra fjölmiðla í tengslum við mögulegar fjárfestingar í breskri smásöluverslun. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri félagsins hefur gefið út að Baugur leiti tækifæra og hafi áhuga á kaupum verslanakeðja í samvinnu við stjórnendur þeirra. Baugur hefur sýnt áhuga á kaupum á bresku verslunarkeðjunni Hobbs. Barclays Capital á 80 prósent í fyrirtækinu og hefur lýst áhuga á að selja hlut sinni. Áætlað söluverð Hobbs er um tólf milljarðar króna. Söluferli Hobbs er skammt á veg komið, en Baugur hefur áhuga á að kaupa félagið. Samkvæmt heimildum eru ekki uppi áætlanir um að Hobbs renni inn í Oasis verslanakeðjunna sem Baugur keypti ásamt stjórnendum félagsins á um 20 milljarða króna. Baugur á 22 prósent í Big Food Group. Þrálátur orðrómur er um að Baugur hyggi á yfirtöku Big Food. Ekkert fæst staðfest um slíkar ráðagerðir, en Baugur hefur lengi metið mikil tækifæri í heildsöluhluta fyrirtækisins. Big Food rekur einnig lágvöruverlsunarkeðjuna Iceland. Sú keðja hefur ekki skilað miklum árangri að undanförnu og tilraunir til að hækka þjónustustig ekki skilað sér í bættri afkomu. Big Food er metið á um 40 milljarða króna. Við yfirtöku þyrfti að endurfjármagna skuldir upp á um 30 milljarða. Big Food hefur verið að missa flugið að undanförnu og jafnan er erfiðara að fjármagna skuldir lækkandi fyrirtækja við yfirtöku. Þrátt fyrir verulega lækkun að undanförun situr Baugur enn á talsverðum gengishagnaði vegna upphaflegra kaupa hlutarins í Big Food.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Sjá meira