Baugur græðir milljarð í London 13. september 2004 00:01 Baugur hefur selt hlut sinn í verslunarkeðjunni House of Fraser. Samhliða hefur Tom Hunter selt sinn hlut í fyrirtækinu. Hunter gerði á sínum tíma yfirtökutilboð í félagið og naut til þess stuðning Baugs. Hagnaður Baugs af fjárfestingunni er ekki gefinn upp, en miðað við dagsetningar kaupa má gera ráð fyrir að innleystur hagnaður Baugs sé öðru hvoru megin við einn milljarð króna. Samkvæmt upplýsingum frá Baugi hugði félagið ekki á yfirtöku House of Fraser, en taldi félagið á góðu verði til fjárfestingar, eins og kom á daginn. Bréf House of Fraser lækkuðu í kjölfar þess að Hunter og Baugur hurfu úr hópi hluthafa. Baugur hefur verið áberandi í umræðu breskra fjölmiðla í tengslum við mögulegar fjárfestingar í breskri smásöluverslun. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri félagsins hefur gefið út að Baugur leiti tækifæra og hafi áhuga á kaupum verslanakeðja í samvinnu við stjórnendur þeirra. Baugur hefur sýnt áhuga á kaupum á bresku verslunarkeðjunni Hobbs. Barclays Capital á 80 prósent í fyrirtækinu og hefur lýst áhuga á að selja hlut sinni. Áætlað söluverð Hobbs er um tólf milljarðar króna. Söluferli Hobbs er skammt á veg komið, en Baugur hefur áhuga á að kaupa félagið. Samkvæmt heimildum eru ekki uppi áætlanir um að Hobbs renni inn í Oasis verslanakeðjunna sem Baugur keypti ásamt stjórnendum félagsins á um 20 milljarða króna. Baugur á 22 prósent í Big Food Group. Þrálátur orðrómur er um að Baugur hyggi á yfirtöku Big Food. Ekkert fæst staðfest um slíkar ráðagerðir, en Baugur hefur lengi metið mikil tækifæri í heildsöluhluta fyrirtækisins. Big Food rekur einnig lágvöruverlsunarkeðjuna Iceland. Sú keðja hefur ekki skilað miklum árangri að undanförnu og tilraunir til að hækka þjónustustig ekki skilað sér í bættri afkomu. Big Food er metið á um 40 milljarða króna. Við yfirtöku þyrfti að endurfjármagna skuldir upp á um 30 milljarða. Big Food hefur verið að missa flugið að undanförnu og jafnan er erfiðara að fjármagna skuldir lækkandi fyrirtækja við yfirtöku. Þrátt fyrir verulega lækkun að undanförun situr Baugur enn á talsverðum gengishagnaði vegna upphaflegra kaupa hlutarins í Big Food. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Baugur hefur selt hlut sinn í verslunarkeðjunni House of Fraser. Samhliða hefur Tom Hunter selt sinn hlut í fyrirtækinu. Hunter gerði á sínum tíma yfirtökutilboð í félagið og naut til þess stuðning Baugs. Hagnaður Baugs af fjárfestingunni er ekki gefinn upp, en miðað við dagsetningar kaupa má gera ráð fyrir að innleystur hagnaður Baugs sé öðru hvoru megin við einn milljarð króna. Samkvæmt upplýsingum frá Baugi hugði félagið ekki á yfirtöku House of Fraser, en taldi félagið á góðu verði til fjárfestingar, eins og kom á daginn. Bréf House of Fraser lækkuðu í kjölfar þess að Hunter og Baugur hurfu úr hópi hluthafa. Baugur hefur verið áberandi í umræðu breskra fjölmiðla í tengslum við mögulegar fjárfestingar í breskri smásöluverslun. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri félagsins hefur gefið út að Baugur leiti tækifæra og hafi áhuga á kaupum verslanakeðja í samvinnu við stjórnendur þeirra. Baugur hefur sýnt áhuga á kaupum á bresku verslunarkeðjunni Hobbs. Barclays Capital á 80 prósent í fyrirtækinu og hefur lýst áhuga á að selja hlut sinni. Áætlað söluverð Hobbs er um tólf milljarðar króna. Söluferli Hobbs er skammt á veg komið, en Baugur hefur áhuga á að kaupa félagið. Samkvæmt heimildum eru ekki uppi áætlanir um að Hobbs renni inn í Oasis verslanakeðjunna sem Baugur keypti ásamt stjórnendum félagsins á um 20 milljarða króna. Baugur á 22 prósent í Big Food Group. Þrálátur orðrómur er um að Baugur hyggi á yfirtöku Big Food. Ekkert fæst staðfest um slíkar ráðagerðir, en Baugur hefur lengi metið mikil tækifæri í heildsöluhluta fyrirtækisins. Big Food rekur einnig lágvöruverlsunarkeðjuna Iceland. Sú keðja hefur ekki skilað miklum árangri að undanförnu og tilraunir til að hækka þjónustustig ekki skilað sér í bættri afkomu. Big Food er metið á um 40 milljarða króna. Við yfirtöku þyrfti að endurfjármagna skuldir upp á um 30 milljarða. Big Food hefur verið að missa flugið að undanförnu og jafnan er erfiðara að fjármagna skuldir lækkandi fyrirtækja við yfirtöku. Þrátt fyrir verulega lækkun að undanförun situr Baugur enn á talsverðum gengishagnaði vegna upphaflegra kaupa hlutarins í Big Food.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira