Var ekki að flýja réttvísina 6. september 2004 00:01 Ragnar Sigurjónsson, sem framseldur var frá Taílandi á dögunum, segist ekki hafa verið að flýja réttvísina þegar hann hvarf úr landi og fjársvikamál á hendur honum var fyrir dómstólum. Persónulegar ástæður hafi legið þar að baki. Vitni segir að nígerískur viðskiptafélagi Ragnars hafa marghótað honum lífláti. Aðalmeðferð í máli ríkislögreglustjóra á hendur Ragnari hófst fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. Reyndar hófst málið fyrir sex árum en Ragnar lét sig hverfa þegar hann var staddur í London og var um tíma óttast að hann hefði horfið af mannavöldum. Síðar kom í ljós að hann hafði farið til Taílands. Framsals var krafist fyrir nokkrum árum en það var ekki fyrr en í sumar að hann var fluttur í lögreglufylgd til landsins. Honum er gefið að sök að hafa blekkt nígerískan viðskiptafélaga sinn með því að hafa ætlað að selja honum skreið sem hann hvorki átti né réði yfir og fengið greiðslu fyrir og að hafa sagst vera að leggja lokahönd á sendinguna og fengið aðra greiðslu. Samanlagt námu greiðslurnar tæpum fjórum milljónum króna á þáverandi gengi. Fyrir dómi í dag, sex árum eftir að málið var tekið fyrir, sagðist Ragnar ekki hafa ætlað að svíkja Nígeríumanninn. Staða sín hafi verið erfið en hann hafi ætlað að gera upp við manninn, annað hvort með endurgreiðslu eða útvega umbeðna vöru. Aðspurður hvers vegna hann hafi látið sig hverfa þegar málið var síðast fyrir dómstólum sagði Ragnar persónulegar ástæður liggja þar að baki, en greindi ekki frekar frá þeim. Þá var hann spurður hvort ógn væri af Nígeríumanninu og svaraði Ragnar að hann væri ekki þægilegur í viðskiptum. Fyrrverandi deildarstjóri á Hótel Esju, þar sem Nígeríumaðurinn dvaldi og hann og Ragnar hittust oft, sagði fyrir dómi í dag að mikil læti hefðu oft fylgt fundum þeirra, hróp og hávaði sem truflað hefði aðra og starfsfólk þurft að hafa afskipti. Þá sagðist vitnið margoft hafa heyrt Nígeríumanninn hóta Ragnari, meðal annars lífláti. Vitnið greindi einnig frá því að Ragnar hefði sett fé í geymsluhólf hótelsins, fé sem Nígeríumaðurinn hefði viljað fá. Verði Ragnar sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Á myndinni sést Ragnar (í blárri skyrtu) við komuna til landsins fyrir nokkrum vikum. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Ragnar Sigurjónsson, sem framseldur var frá Taílandi á dögunum, segist ekki hafa verið að flýja réttvísina þegar hann hvarf úr landi og fjársvikamál á hendur honum var fyrir dómstólum. Persónulegar ástæður hafi legið þar að baki. Vitni segir að nígerískur viðskiptafélagi Ragnars hafa marghótað honum lífláti. Aðalmeðferð í máli ríkislögreglustjóra á hendur Ragnari hófst fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. Reyndar hófst málið fyrir sex árum en Ragnar lét sig hverfa þegar hann var staddur í London og var um tíma óttast að hann hefði horfið af mannavöldum. Síðar kom í ljós að hann hafði farið til Taílands. Framsals var krafist fyrir nokkrum árum en það var ekki fyrr en í sumar að hann var fluttur í lögreglufylgd til landsins. Honum er gefið að sök að hafa blekkt nígerískan viðskiptafélaga sinn með því að hafa ætlað að selja honum skreið sem hann hvorki átti né réði yfir og fengið greiðslu fyrir og að hafa sagst vera að leggja lokahönd á sendinguna og fengið aðra greiðslu. Samanlagt námu greiðslurnar tæpum fjórum milljónum króna á þáverandi gengi. Fyrir dómi í dag, sex árum eftir að málið var tekið fyrir, sagðist Ragnar ekki hafa ætlað að svíkja Nígeríumanninn. Staða sín hafi verið erfið en hann hafi ætlað að gera upp við manninn, annað hvort með endurgreiðslu eða útvega umbeðna vöru. Aðspurður hvers vegna hann hafi látið sig hverfa þegar málið var síðast fyrir dómstólum sagði Ragnar persónulegar ástæður liggja þar að baki, en greindi ekki frekar frá þeim. Þá var hann spurður hvort ógn væri af Nígeríumanninu og svaraði Ragnar að hann væri ekki þægilegur í viðskiptum. Fyrrverandi deildarstjóri á Hótel Esju, þar sem Nígeríumaðurinn dvaldi og hann og Ragnar hittust oft, sagði fyrir dómi í dag að mikil læti hefðu oft fylgt fundum þeirra, hróp og hávaði sem truflað hefði aðra og starfsfólk þurft að hafa afskipti. Þá sagðist vitnið margoft hafa heyrt Nígeríumanninn hóta Ragnari, meðal annars lífláti. Vitnið greindi einnig frá því að Ragnar hefði sett fé í geymsluhólf hótelsins, fé sem Nígeríumaðurinn hefði viljað fá. Verði Ragnar sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Á myndinni sést Ragnar (í blárri skyrtu) við komuna til landsins fyrir nokkrum vikum.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira