Flugbílar í háloftin fyrir 2030 6. september 2004 00:01 Tækni- og þróunardeild Boeing-verksmiðjanna í Seattle í Bandaríkjunum hefur búið til módel af flugbíl. Lynne Wenberg, framkvæmdastjóri verkefnisins, segir markmiðið vera að búa til flugbíl sem kosti ekki meira en dýrustu lúxusbílar geri í dag. Flugbíl sem sé auðvelt að stjórna og eyði litlu eldsneyti. Fjöldi fyrirtækja er að vinna að svipuðum verkefnum og Boeing. Sérfræðingar hjá Bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) reikna með því að eftir fimm ár verði þeir búnir að hanna litla flugvél, sem verði ekki hávaðasamari en mótorhjól og kosti innan við tíu milljónir króna. Vélin á að geta flogið stuttar vegalengdir milli flugvalla. Eftir tíu ár stefna þeir að því að vera búnir að hanna flugvél sem getur líka ekið stuttar vegalengdir um hliðargötur nálægt flugvöllum. Eftir fimmtán ár er stefnt að því að ljúka hönnun á vél sem mun geta tekið allt að fjóra farþega og tekið lóðrétt á loft. Sérfræðingar NASA telja að raunverulegir flugbílar geti í fyrsta lagi orðið að veruleika eftir 25 ár. Stjórnendur Boeing eru þegar farnir að líta það langt fram í tímann. Á meðal vandamála sem sérfræðingar Boeing eru að velta fyrir sér er hvernig löggæslu verði háttað þegar og ef þúsundir flugbíla fara í háloftin. Lausnin á því vandamáli liggur ekki fyrir en ljóst er að bílstjórar flugbíla vilja ekki láta svína fyrir sig eða lenda fyrir aftan ökunema mörg hundruð metrum fyrir ofan jörðina. Ken Goodrich, háttsettur verkfræðingur hjá NASA, segir ljóst að flugbílar þurfi að vera tæknilega fullkomnir og öruggari en venjulegir bílar eru í dag. Ein af hugmyndunum sem NASA er með er að hanna bíl sem getur forðast árekstur og jafnvel ratað sjálfur á ákveðna staði með einhvers konar sjálfstýringu. Goodrich segir að þótt hann telji að tæknilega sé mögulegt að flugbílar verði að veruleika eftir 25 ár þá telji hann alls óvíst hvort það verði raunin. Hann segist spyrja sig að því hvort slíkir bílar verði ekki of hávaðasamir, hafi of truflandi áhrif á daglegt líf og hvort þeir verði í raun nægilega praktískir. Erlent Fréttir Tækni Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Tækni- og þróunardeild Boeing-verksmiðjanna í Seattle í Bandaríkjunum hefur búið til módel af flugbíl. Lynne Wenberg, framkvæmdastjóri verkefnisins, segir markmiðið vera að búa til flugbíl sem kosti ekki meira en dýrustu lúxusbílar geri í dag. Flugbíl sem sé auðvelt að stjórna og eyði litlu eldsneyti. Fjöldi fyrirtækja er að vinna að svipuðum verkefnum og Boeing. Sérfræðingar hjá Bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) reikna með því að eftir fimm ár verði þeir búnir að hanna litla flugvél, sem verði ekki hávaðasamari en mótorhjól og kosti innan við tíu milljónir króna. Vélin á að geta flogið stuttar vegalengdir milli flugvalla. Eftir tíu ár stefna þeir að því að vera búnir að hanna flugvél sem getur líka ekið stuttar vegalengdir um hliðargötur nálægt flugvöllum. Eftir fimmtán ár er stefnt að því að ljúka hönnun á vél sem mun geta tekið allt að fjóra farþega og tekið lóðrétt á loft. Sérfræðingar NASA telja að raunverulegir flugbílar geti í fyrsta lagi orðið að veruleika eftir 25 ár. Stjórnendur Boeing eru þegar farnir að líta það langt fram í tímann. Á meðal vandamála sem sérfræðingar Boeing eru að velta fyrir sér er hvernig löggæslu verði háttað þegar og ef þúsundir flugbíla fara í háloftin. Lausnin á því vandamáli liggur ekki fyrir en ljóst er að bílstjórar flugbíla vilja ekki láta svína fyrir sig eða lenda fyrir aftan ökunema mörg hundruð metrum fyrir ofan jörðina. Ken Goodrich, háttsettur verkfræðingur hjá NASA, segir ljóst að flugbílar þurfi að vera tæknilega fullkomnir og öruggari en venjulegir bílar eru í dag. Ein af hugmyndunum sem NASA er með er að hanna bíl sem getur forðast árekstur og jafnvel ratað sjálfur á ákveðna staði með einhvers konar sjálfstýringu. Goodrich segir að þótt hann telji að tæknilega sé mögulegt að flugbílar verði að veruleika eftir 25 ár þá telji hann alls óvíst hvort það verði raunin. Hann segist spyrja sig að því hvort slíkir bílar verði ekki of hávaðasamir, hafi of truflandi áhrif á daglegt líf og hvort þeir verði í raun nægilega praktískir.
Erlent Fréttir Tækni Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira