Rúnar náði sjöunda sætinu 22. ágúst 2004 00:01 Rúnar Alexandersson sýndi frábæra takta á bogahestinum í Aþenu í gær er hann tók þátt í úrslitum á áhaldinu. Rúnar var ákaflega yfirvegaður og öruggur og skilaði æfingunni sinni nánast fullkomlega frá sér. Kom því á óvart hversu lága einkunn hann fékk – 9,725 – en þessa einkunn getur hann þakkað úkraínska dómaranum sem var ekki beint sanngjarn við Rúnar og gaf honum 9,65 í einkunn. Lokaeinkunnin fleytti Rúnari í sjöunda sætið – átta voru í úrslitum – sem er stórkostlegur árangur enda langur vegur frá því að það sé sjálfgefið að komast í úrslit. Rúnar var himinlifandi með sjálfan sig eftir að keppni lauk en ekki sáttur við sætið. „Mér líður mjög vel. Ég er ekki ánægður með sætið en ég var verulega ánægður með æfingarnar mínar enda gengu þær mjög vel og ekkert vandamál,“ sagði Rúnar skælbrosandi en æfingarnar hjá honum í úrslitunum gengu mun betur en í undankeppninni. Þrátt fyrir það fékk hann lægri einkunn í úrslitunum, sem er afar furðulegt. Rúnar telur að það að vera frá Íslandi hafi talsverð áhrif á dómarana. Besta sería á ævinni „Dómarinn vildi ekki gefa mér neitt. Þeir gefa bara stóru löndunum góðar einkunnir. Það er eins og það sé ekki neitt að vera frá Íslandi. Þeir spyrja bara hvort það séu stundaðir fimleikar á Íslandi og vita vart hvar þetta land er. Mig grunar að það hafi haft áhrif því ég átti pottþétt að fá hærri einkunn þar sem ég var miklu betri núna en síðast,“ sagði Rúnar svolítið sár en var þó feginn að enda ekki neðstur í úrslitunum. „Þetta var besta sería sem ég hef gert á bogahesti á ævinni. Mér leið rosalega vel og var sama sem ekkert stressaður. Bara örlítið stressaður eins og gengur og gerist. Ég fann fyrir pínu stressi áður en ég fór af stað en um leið og ég var kominn upp á hestinn hugsaði ég bara um að klára æfinguna með stæl. Ég er verulega ánægður með þessa ólympíuleika og hvernig mér gekk. Það gekk allt upp hjá mér og því get ég ekki kvartað,“ sagði Rúnar Alexandersson en það var Kínverjinn Haibin Teng sem hreppti gullið með 9,837 í einkunn. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Sjá meira
Rúnar Alexandersson sýndi frábæra takta á bogahestinum í Aþenu í gær er hann tók þátt í úrslitum á áhaldinu. Rúnar var ákaflega yfirvegaður og öruggur og skilaði æfingunni sinni nánast fullkomlega frá sér. Kom því á óvart hversu lága einkunn hann fékk – 9,725 – en þessa einkunn getur hann þakkað úkraínska dómaranum sem var ekki beint sanngjarn við Rúnar og gaf honum 9,65 í einkunn. Lokaeinkunnin fleytti Rúnari í sjöunda sætið – átta voru í úrslitum – sem er stórkostlegur árangur enda langur vegur frá því að það sé sjálfgefið að komast í úrslit. Rúnar var himinlifandi með sjálfan sig eftir að keppni lauk en ekki sáttur við sætið. „Mér líður mjög vel. Ég er ekki ánægður með sætið en ég var verulega ánægður með æfingarnar mínar enda gengu þær mjög vel og ekkert vandamál,“ sagði Rúnar skælbrosandi en æfingarnar hjá honum í úrslitunum gengu mun betur en í undankeppninni. Þrátt fyrir það fékk hann lægri einkunn í úrslitunum, sem er afar furðulegt. Rúnar telur að það að vera frá Íslandi hafi talsverð áhrif á dómarana. Besta sería á ævinni „Dómarinn vildi ekki gefa mér neitt. Þeir gefa bara stóru löndunum góðar einkunnir. Það er eins og það sé ekki neitt að vera frá Íslandi. Þeir spyrja bara hvort það séu stundaðir fimleikar á Íslandi og vita vart hvar þetta land er. Mig grunar að það hafi haft áhrif því ég átti pottþétt að fá hærri einkunn þar sem ég var miklu betri núna en síðast,“ sagði Rúnar svolítið sár en var þó feginn að enda ekki neðstur í úrslitunum. „Þetta var besta sería sem ég hef gert á bogahesti á ævinni. Mér leið rosalega vel og var sama sem ekkert stressaður. Bara örlítið stressaður eins og gengur og gerist. Ég fann fyrir pínu stressi áður en ég fór af stað en um leið og ég var kominn upp á hestinn hugsaði ég bara um að klára æfinguna með stæl. Ég er verulega ánægður með þessa ólympíuleika og hvernig mér gekk. Það gekk allt upp hjá mér og því get ég ekki kvartað,“ sagði Rúnar Alexandersson en það var Kínverjinn Haibin Teng sem hreppti gullið með 9,837 í einkunn.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Sjá meira