Rússum nægir jafntefli

Íslendingar mæta Rússum í síðustu umferð riðlakeppninnar í handbolta á Olympíuleikunum klukkan hálf fimm í dag. Liðin eru jöfn að stigum og nægir Rússum jafntefli til þess að ná fjórða sætinu í riðlinum. Fjögur efstu lið úr hvorum riðli halda áfram keppni. Slóvenar unnu Kóreumenn í morgun með 26 mörkum gegn 23. Króatar unnu Spánverja með 30 mörkum gegn 22. Klukkan hálf tólf hófst leikur Frakka og Þjóðverja en hann er sýndur beint á Sýn. Staðan í hálfleik var 12-11, Þjóðverjum í vil.