Þriðjungur tryggður
Íslandsbanki hefur keypt rúma eina milljón hluta í norska bankanum KredittBanken til viðbótar við það sem bankinn hafði áður keypt. Eignarhlutur Íslandsbanka í KredittBanken er því nú um rúm níu prósent.Til viðbótar hafði bankinn fengið fyrir fram samþykki á kaupum á nítján prósentum. Straumur fjárfestingarbanki keypti yfir fimm prósent í KredittBanken og hefur nú gefið vilyrði fyrir sölu til Íslandsbanka. Íslandsbanki hefur því þegar tryggt sér stuðning þriðjungs hluthafa bankans.