360 fallnir og þúsundir flúnar 12. ágúst 2004 00:01 Bandaríkjamenn segjast hafa fellt þrjú hundruð og sextíu uppreisnarmenn í stórsókn sinni í borginni Najaf. Þúsundir borgarbúa hafa flúið vegna bardaganna. Bandaríkjamenn réðust inn í Najaf ásamt írökskum öryggissveitum til þess að ganga á milli bols og höfuðs á sjítaklerkinum Muqtada al-Sadr og fylgismönnum hans. Í orrustunni hefur verið beitt bæði skriðdrekum og árásarþyrlum. Þótt uppreisnarmenn hafi skotið einhver býsn mun mannfall í liði innrásarsveitanna vera lítið sem ekki neitt. Uppreisnarmenn hafa hinsvegar fallið eins og hráviði. Ef þetta væri hefðbundið stríð væri borgin löngu hertekin. Najaf er hins vegar ein af helgustu borgum Íraka og þar er mikið af bænahúsum og öðrum helgum byggingum. Þar felur klerkurinn Muqtada sig ásamt fylgismönnum sínum og þangað geta Bandaríkjamenn ekki sótt þá vegna þeirrar mótmælaöldu sem myndi rísa í landinu. Bandarískir hermenn réðust inn á heimili Muqtadas í dag en, eins og við var búist, var hann sjálfur víðs fjarri. Bandarísku og íröksku hermennirnir eru nú að umkringja og einangra helgistaði þar sem uppreisnarmenn halda sig og það kemur svo líklega í hlut Írakanna að fara þar inn. Muqtada hefur sýnt að honum er ósárt um að helgistaðir skemmist og má því búast við að íröksku hermönnunum verði sýnd hörð mótspyrna. Einmitt sú óvirðing sem Muqtada sýnir helgum stöðum hefur vakið reiði og andúð margra hófsamari klerka í Írak sem hafa margsinnis beðið hann um að nota þá ekki sem skálkaskjól. Þrátt fyrir þetta nýtur Moqtada stuðnings langt út fyrir borgarmörk Najaf og í dag var farið í mótmælagöngur í mörgum borgum til þess að lýsa stuðningi við hann, og mótmæla innrás Bandaríkjamanna í borgina. Bandaríkjamenn ráða nú lögum og lofum í Najaf. Það þýðir hins vegar ekki að þeir hafi unnið. Þeir unnu Írak, fljótt og vel, í stríðinu en þeim hefur gengið herfilega að vinna friðinn. Ekki er ólíklegt að það sama verði upp á teningnum í Najaf. Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Bandaríkjamenn segjast hafa fellt þrjú hundruð og sextíu uppreisnarmenn í stórsókn sinni í borginni Najaf. Þúsundir borgarbúa hafa flúið vegna bardaganna. Bandaríkjamenn réðust inn í Najaf ásamt írökskum öryggissveitum til þess að ganga á milli bols og höfuðs á sjítaklerkinum Muqtada al-Sadr og fylgismönnum hans. Í orrustunni hefur verið beitt bæði skriðdrekum og árásarþyrlum. Þótt uppreisnarmenn hafi skotið einhver býsn mun mannfall í liði innrásarsveitanna vera lítið sem ekki neitt. Uppreisnarmenn hafa hinsvegar fallið eins og hráviði. Ef þetta væri hefðbundið stríð væri borgin löngu hertekin. Najaf er hins vegar ein af helgustu borgum Íraka og þar er mikið af bænahúsum og öðrum helgum byggingum. Þar felur klerkurinn Muqtada sig ásamt fylgismönnum sínum og þangað geta Bandaríkjamenn ekki sótt þá vegna þeirrar mótmælaöldu sem myndi rísa í landinu. Bandarískir hermenn réðust inn á heimili Muqtadas í dag en, eins og við var búist, var hann sjálfur víðs fjarri. Bandarísku og íröksku hermennirnir eru nú að umkringja og einangra helgistaði þar sem uppreisnarmenn halda sig og það kemur svo líklega í hlut Írakanna að fara þar inn. Muqtada hefur sýnt að honum er ósárt um að helgistaðir skemmist og má því búast við að íröksku hermönnunum verði sýnd hörð mótspyrna. Einmitt sú óvirðing sem Muqtada sýnir helgum stöðum hefur vakið reiði og andúð margra hófsamari klerka í Írak sem hafa margsinnis beðið hann um að nota þá ekki sem skálkaskjól. Þrátt fyrir þetta nýtur Moqtada stuðnings langt út fyrir borgarmörk Najaf og í dag var farið í mótmælagöngur í mörgum borgum til þess að lýsa stuðningi við hann, og mótmæla innrás Bandaríkjamanna í borgina. Bandaríkjamenn ráða nú lögum og lofum í Najaf. Það þýðir hins vegar ekki að þeir hafi unnið. Þeir unnu Írak, fljótt og vel, í stríðinu en þeim hefur gengið herfilega að vinna friðinn. Ekki er ólíklegt að það sama verði upp á teningnum í Najaf.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira