360 fallnir og þúsundir flúnar 12. ágúst 2004 00:01 Bandaríkjamenn segjast hafa fellt þrjú hundruð og sextíu uppreisnarmenn í stórsókn sinni í borginni Najaf. Þúsundir borgarbúa hafa flúið vegna bardaganna. Bandaríkjamenn réðust inn í Najaf ásamt írökskum öryggissveitum til þess að ganga á milli bols og höfuðs á sjítaklerkinum Muqtada al-Sadr og fylgismönnum hans. Í orrustunni hefur verið beitt bæði skriðdrekum og árásarþyrlum. Þótt uppreisnarmenn hafi skotið einhver býsn mun mannfall í liði innrásarsveitanna vera lítið sem ekki neitt. Uppreisnarmenn hafa hinsvegar fallið eins og hráviði. Ef þetta væri hefðbundið stríð væri borgin löngu hertekin. Najaf er hins vegar ein af helgustu borgum Íraka og þar er mikið af bænahúsum og öðrum helgum byggingum. Þar felur klerkurinn Muqtada sig ásamt fylgismönnum sínum og þangað geta Bandaríkjamenn ekki sótt þá vegna þeirrar mótmælaöldu sem myndi rísa í landinu. Bandarískir hermenn réðust inn á heimili Muqtadas í dag en, eins og við var búist, var hann sjálfur víðs fjarri. Bandarísku og íröksku hermennirnir eru nú að umkringja og einangra helgistaði þar sem uppreisnarmenn halda sig og það kemur svo líklega í hlut Írakanna að fara þar inn. Muqtada hefur sýnt að honum er ósárt um að helgistaðir skemmist og má því búast við að íröksku hermönnunum verði sýnd hörð mótspyrna. Einmitt sú óvirðing sem Muqtada sýnir helgum stöðum hefur vakið reiði og andúð margra hófsamari klerka í Írak sem hafa margsinnis beðið hann um að nota þá ekki sem skálkaskjól. Þrátt fyrir þetta nýtur Moqtada stuðnings langt út fyrir borgarmörk Najaf og í dag var farið í mótmælagöngur í mörgum borgum til þess að lýsa stuðningi við hann, og mótmæla innrás Bandaríkjamanna í borgina. Bandaríkjamenn ráða nú lögum og lofum í Najaf. Það þýðir hins vegar ekki að þeir hafi unnið. Þeir unnu Írak, fljótt og vel, í stríðinu en þeim hefur gengið herfilega að vinna friðinn. Ekki er ólíklegt að það sama verði upp á teningnum í Najaf. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Bandaríkjamenn segjast hafa fellt þrjú hundruð og sextíu uppreisnarmenn í stórsókn sinni í borginni Najaf. Þúsundir borgarbúa hafa flúið vegna bardaganna. Bandaríkjamenn réðust inn í Najaf ásamt írökskum öryggissveitum til þess að ganga á milli bols og höfuðs á sjítaklerkinum Muqtada al-Sadr og fylgismönnum hans. Í orrustunni hefur verið beitt bæði skriðdrekum og árásarþyrlum. Þótt uppreisnarmenn hafi skotið einhver býsn mun mannfall í liði innrásarsveitanna vera lítið sem ekki neitt. Uppreisnarmenn hafa hinsvegar fallið eins og hráviði. Ef þetta væri hefðbundið stríð væri borgin löngu hertekin. Najaf er hins vegar ein af helgustu borgum Íraka og þar er mikið af bænahúsum og öðrum helgum byggingum. Þar felur klerkurinn Muqtada sig ásamt fylgismönnum sínum og þangað geta Bandaríkjamenn ekki sótt þá vegna þeirrar mótmælaöldu sem myndi rísa í landinu. Bandarískir hermenn réðust inn á heimili Muqtadas í dag en, eins og við var búist, var hann sjálfur víðs fjarri. Bandarísku og íröksku hermennirnir eru nú að umkringja og einangra helgistaði þar sem uppreisnarmenn halda sig og það kemur svo líklega í hlut Írakanna að fara þar inn. Muqtada hefur sýnt að honum er ósárt um að helgistaðir skemmist og má því búast við að íröksku hermönnunum verði sýnd hörð mótspyrna. Einmitt sú óvirðing sem Muqtada sýnir helgum stöðum hefur vakið reiði og andúð margra hófsamari klerka í Írak sem hafa margsinnis beðið hann um að nota þá ekki sem skálkaskjól. Þrátt fyrir þetta nýtur Moqtada stuðnings langt út fyrir borgarmörk Najaf og í dag var farið í mótmælagöngur í mörgum borgum til þess að lýsa stuðningi við hann, og mótmæla innrás Bandaríkjamanna í borgina. Bandaríkjamenn ráða nú lögum og lofum í Najaf. Það þýðir hins vegar ekki að þeir hafi unnið. Þeir unnu Írak, fljótt og vel, í stríðinu en þeim hefur gengið herfilega að vinna friðinn. Ekki er ólíklegt að það sama verði upp á teningnum í Najaf.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira