Orðnar meiri en landsframleiðslan 4. ágúst 2004 00:01 Eignir íslenskra lífeyrissjóða eru orðnar meiri en sem nemur heildarframleiðslu þjóðarinnar á einu ári. Eignir lífeyrissjóðanna eru nú um 870 milljarðar eða 102 prósent af landsframleiðslunni. Ísland er í hópi þriggja ríkja sem bera af þegar litið er til eignamyndunar í lífeyrissjóðum. Hin tvö eru Sviss og Holland. Ástandið hjá sumum þjóðum er slæmt í þessum efnum. "Það er sérstaklega slæmt hjá mörgum þjóðum í Suður-Evrópu og í ríkjum Austur-Evrópu," segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Hann segir búið gott því auk sterkrar sjóðstöðu er meðalaldur á Íslandi lægri en í nágrannaríkjum okkar. "Við þetta bætist að fólk hér er lengur á vinnumarkaði en í löndunum í kringum okkur." Samtök lífeyirssjóðasambanda í Evrópu taka saman skýrslu um eignir lífeyrissjóða. Síðasta samantekt frá árslokum 2002. Það ár var eitt versta ár í ávöxtun lífeyrissjóða. Markaðir heimsins lækkuðu mikið. Á þeim lista eru Íslendingar í þriðja sæti. Eignir lífeyrissjóða voru þá 88,6 prósent af landsframleiðslunni. Í fjórða sæti eru svo Bretar sem eiga langt í land með að ná okkur með eignir sem nema 57 prósent af landsframleiðslu. Þjóðir eins og Frakkar og Ítalir munu standa frammi fyrir miklum vanda þegar stórar kynslóðir fara á eftirlaun. Eignir lífeyrissjóða til þess að mæta skuldbindingum nema einungis 3,12 prósent af landsframleiðslu hjá Frökkum og 2,74 prósent hjá Ítölum. Af þjóðunum sem listinn nær til er ástandi verst í Króatíu þar sem eignir lífeyrissjóða nema 1,25 prósentum af landsframleiðslu. Afkoma eftirlaunaþega framtíðarinnar verða því að stærstum hluta á herðum vinnandi kynslóðar þess tíma. Hrafn segir eignir íslenskra lífeyrissjóða vaxa töluvert umfram landsframleiðslu. Hlutfallið hér fari stöðugt hækkandi. "Með þessu áframhaldi reiknum við með að eignir lífeyrissjóðanna fari yfir þúsund milljarða á næsta ári." Þrátt fyrir þrjú ár í röð með neikvæðri ávöxtun árin 2000 - 2002 var meðalraunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða á ári 1991 - 2003 5,58 prósent, en langtímamarkmið sjóðanna er að þeir skili 3,5 prósent raunávöxtun. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Eignir íslenskra lífeyrissjóða eru orðnar meiri en sem nemur heildarframleiðslu þjóðarinnar á einu ári. Eignir lífeyrissjóðanna eru nú um 870 milljarðar eða 102 prósent af landsframleiðslunni. Ísland er í hópi þriggja ríkja sem bera af þegar litið er til eignamyndunar í lífeyrissjóðum. Hin tvö eru Sviss og Holland. Ástandið hjá sumum þjóðum er slæmt í þessum efnum. "Það er sérstaklega slæmt hjá mörgum þjóðum í Suður-Evrópu og í ríkjum Austur-Evrópu," segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Hann segir búið gott því auk sterkrar sjóðstöðu er meðalaldur á Íslandi lægri en í nágrannaríkjum okkar. "Við þetta bætist að fólk hér er lengur á vinnumarkaði en í löndunum í kringum okkur." Samtök lífeyirssjóðasambanda í Evrópu taka saman skýrslu um eignir lífeyrissjóða. Síðasta samantekt frá árslokum 2002. Það ár var eitt versta ár í ávöxtun lífeyrissjóða. Markaðir heimsins lækkuðu mikið. Á þeim lista eru Íslendingar í þriðja sæti. Eignir lífeyrissjóða voru þá 88,6 prósent af landsframleiðslunni. Í fjórða sæti eru svo Bretar sem eiga langt í land með að ná okkur með eignir sem nema 57 prósent af landsframleiðslu. Þjóðir eins og Frakkar og Ítalir munu standa frammi fyrir miklum vanda þegar stórar kynslóðir fara á eftirlaun. Eignir lífeyrissjóða til þess að mæta skuldbindingum nema einungis 3,12 prósent af landsframleiðslu hjá Frökkum og 2,74 prósent hjá Ítölum. Af þjóðunum sem listinn nær til er ástandi verst í Króatíu þar sem eignir lífeyrissjóða nema 1,25 prósentum af landsframleiðslu. Afkoma eftirlaunaþega framtíðarinnar verða því að stærstum hluta á herðum vinnandi kynslóðar þess tíma. Hrafn segir eignir íslenskra lífeyrissjóða vaxa töluvert umfram landsframleiðslu. Hlutfallið hér fari stöðugt hækkandi. "Með þessu áframhaldi reiknum við með að eignir lífeyrissjóðanna fari yfir þúsund milljarða á næsta ári." Þrátt fyrir þrjú ár í röð með neikvæðri ávöxtun árin 2000 - 2002 var meðalraunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða á ári 1991 - 2003 5,58 prósent, en langtímamarkmið sjóðanna er að þeir skili 3,5 prósent raunávöxtun.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent