Orðnar meiri en landsframleiðslan 4. ágúst 2004 00:01 Eignir íslenskra lífeyrissjóða eru orðnar meiri en sem nemur heildarframleiðslu þjóðarinnar á einu ári. Eignir lífeyrissjóðanna eru nú um 870 milljarðar eða 102 prósent af landsframleiðslunni. Ísland er í hópi þriggja ríkja sem bera af þegar litið er til eignamyndunar í lífeyrissjóðum. Hin tvö eru Sviss og Holland. Ástandið hjá sumum þjóðum er slæmt í þessum efnum. "Það er sérstaklega slæmt hjá mörgum þjóðum í Suður-Evrópu og í ríkjum Austur-Evrópu," segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Hann segir búið gott því auk sterkrar sjóðstöðu er meðalaldur á Íslandi lægri en í nágrannaríkjum okkar. "Við þetta bætist að fólk hér er lengur á vinnumarkaði en í löndunum í kringum okkur." Samtök lífeyirssjóðasambanda í Evrópu taka saman skýrslu um eignir lífeyrissjóða. Síðasta samantekt frá árslokum 2002. Það ár var eitt versta ár í ávöxtun lífeyrissjóða. Markaðir heimsins lækkuðu mikið. Á þeim lista eru Íslendingar í þriðja sæti. Eignir lífeyrissjóða voru þá 88,6 prósent af landsframleiðslunni. Í fjórða sæti eru svo Bretar sem eiga langt í land með að ná okkur með eignir sem nema 57 prósent af landsframleiðslu. Þjóðir eins og Frakkar og Ítalir munu standa frammi fyrir miklum vanda þegar stórar kynslóðir fara á eftirlaun. Eignir lífeyrissjóða til þess að mæta skuldbindingum nema einungis 3,12 prósent af landsframleiðslu hjá Frökkum og 2,74 prósent hjá Ítölum. Af þjóðunum sem listinn nær til er ástandi verst í Króatíu þar sem eignir lífeyrissjóða nema 1,25 prósentum af landsframleiðslu. Afkoma eftirlaunaþega framtíðarinnar verða því að stærstum hluta á herðum vinnandi kynslóðar þess tíma. Hrafn segir eignir íslenskra lífeyrissjóða vaxa töluvert umfram landsframleiðslu. Hlutfallið hér fari stöðugt hækkandi. "Með þessu áframhaldi reiknum við með að eignir lífeyrissjóðanna fari yfir þúsund milljarða á næsta ári." Þrátt fyrir þrjú ár í röð með neikvæðri ávöxtun árin 2000 - 2002 var meðalraunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða á ári 1991 - 2003 5,58 prósent, en langtímamarkmið sjóðanna er að þeir skili 3,5 prósent raunávöxtun. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Eignir íslenskra lífeyrissjóða eru orðnar meiri en sem nemur heildarframleiðslu þjóðarinnar á einu ári. Eignir lífeyrissjóðanna eru nú um 870 milljarðar eða 102 prósent af landsframleiðslunni. Ísland er í hópi þriggja ríkja sem bera af þegar litið er til eignamyndunar í lífeyrissjóðum. Hin tvö eru Sviss og Holland. Ástandið hjá sumum þjóðum er slæmt í þessum efnum. "Það er sérstaklega slæmt hjá mörgum þjóðum í Suður-Evrópu og í ríkjum Austur-Evrópu," segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Hann segir búið gott því auk sterkrar sjóðstöðu er meðalaldur á Íslandi lægri en í nágrannaríkjum okkar. "Við þetta bætist að fólk hér er lengur á vinnumarkaði en í löndunum í kringum okkur." Samtök lífeyirssjóðasambanda í Evrópu taka saman skýrslu um eignir lífeyrissjóða. Síðasta samantekt frá árslokum 2002. Það ár var eitt versta ár í ávöxtun lífeyrissjóða. Markaðir heimsins lækkuðu mikið. Á þeim lista eru Íslendingar í þriðja sæti. Eignir lífeyrissjóða voru þá 88,6 prósent af landsframleiðslunni. Í fjórða sæti eru svo Bretar sem eiga langt í land með að ná okkur með eignir sem nema 57 prósent af landsframleiðslu. Þjóðir eins og Frakkar og Ítalir munu standa frammi fyrir miklum vanda þegar stórar kynslóðir fara á eftirlaun. Eignir lífeyrissjóða til þess að mæta skuldbindingum nema einungis 3,12 prósent af landsframleiðslu hjá Frökkum og 2,74 prósent hjá Ítölum. Af þjóðunum sem listinn nær til er ástandi verst í Króatíu þar sem eignir lífeyrissjóða nema 1,25 prósentum af landsframleiðslu. Afkoma eftirlaunaþega framtíðarinnar verða því að stærstum hluta á herðum vinnandi kynslóðar þess tíma. Hrafn segir eignir íslenskra lífeyrissjóða vaxa töluvert umfram landsframleiðslu. Hlutfallið hér fari stöðugt hækkandi. "Með þessu áframhaldi reiknum við með að eignir lífeyrissjóðanna fari yfir þúsund milljarða á næsta ári." Þrátt fyrir þrjú ár í röð með neikvæðri ávöxtun árin 2000 - 2002 var meðalraunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða á ári 1991 - 2003 5,58 prósent, en langtímamarkmið sjóðanna er að þeir skili 3,5 prósent raunávöxtun.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira