Orðnar meiri en landsframleiðslan 4. ágúst 2004 00:01 Eignir íslenskra lífeyrissjóða eru orðnar meiri en sem nemur heildarframleiðslu þjóðarinnar á einu ári. Eignir lífeyrissjóðanna eru nú um 870 milljarðar eða 102 prósent af landsframleiðslunni. Ísland er í hópi þriggja ríkja sem bera af þegar litið er til eignamyndunar í lífeyrissjóðum. Hin tvö eru Sviss og Holland. Ástandið hjá sumum þjóðum er slæmt í þessum efnum. "Það er sérstaklega slæmt hjá mörgum þjóðum í Suður-Evrópu og í ríkjum Austur-Evrópu," segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Hann segir búið gott því auk sterkrar sjóðstöðu er meðalaldur á Íslandi lægri en í nágrannaríkjum okkar. "Við þetta bætist að fólk hér er lengur á vinnumarkaði en í löndunum í kringum okkur." Samtök lífeyirssjóðasambanda í Evrópu taka saman skýrslu um eignir lífeyrissjóða. Síðasta samantekt frá árslokum 2002. Það ár var eitt versta ár í ávöxtun lífeyrissjóða. Markaðir heimsins lækkuðu mikið. Á þeim lista eru Íslendingar í þriðja sæti. Eignir lífeyrissjóða voru þá 88,6 prósent af landsframleiðslunni. Í fjórða sæti eru svo Bretar sem eiga langt í land með að ná okkur með eignir sem nema 57 prósent af landsframleiðslu. Þjóðir eins og Frakkar og Ítalir munu standa frammi fyrir miklum vanda þegar stórar kynslóðir fara á eftirlaun. Eignir lífeyrissjóða til þess að mæta skuldbindingum nema einungis 3,12 prósent af landsframleiðslu hjá Frökkum og 2,74 prósent hjá Ítölum. Af þjóðunum sem listinn nær til er ástandi verst í Króatíu þar sem eignir lífeyrissjóða nema 1,25 prósentum af landsframleiðslu. Afkoma eftirlaunaþega framtíðarinnar verða því að stærstum hluta á herðum vinnandi kynslóðar þess tíma. Hrafn segir eignir íslenskra lífeyrissjóða vaxa töluvert umfram landsframleiðslu. Hlutfallið hér fari stöðugt hækkandi. "Með þessu áframhaldi reiknum við með að eignir lífeyrissjóðanna fari yfir þúsund milljarða á næsta ári." Þrátt fyrir þrjú ár í röð með neikvæðri ávöxtun árin 2000 - 2002 var meðalraunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða á ári 1991 - 2003 5,58 prósent, en langtímamarkmið sjóðanna er að þeir skili 3,5 prósent raunávöxtun. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Eignir íslenskra lífeyrissjóða eru orðnar meiri en sem nemur heildarframleiðslu þjóðarinnar á einu ári. Eignir lífeyrissjóðanna eru nú um 870 milljarðar eða 102 prósent af landsframleiðslunni. Ísland er í hópi þriggja ríkja sem bera af þegar litið er til eignamyndunar í lífeyrissjóðum. Hin tvö eru Sviss og Holland. Ástandið hjá sumum þjóðum er slæmt í þessum efnum. "Það er sérstaklega slæmt hjá mörgum þjóðum í Suður-Evrópu og í ríkjum Austur-Evrópu," segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Hann segir búið gott því auk sterkrar sjóðstöðu er meðalaldur á Íslandi lægri en í nágrannaríkjum okkar. "Við þetta bætist að fólk hér er lengur á vinnumarkaði en í löndunum í kringum okkur." Samtök lífeyirssjóðasambanda í Evrópu taka saman skýrslu um eignir lífeyrissjóða. Síðasta samantekt frá árslokum 2002. Það ár var eitt versta ár í ávöxtun lífeyrissjóða. Markaðir heimsins lækkuðu mikið. Á þeim lista eru Íslendingar í þriðja sæti. Eignir lífeyrissjóða voru þá 88,6 prósent af landsframleiðslunni. Í fjórða sæti eru svo Bretar sem eiga langt í land með að ná okkur með eignir sem nema 57 prósent af landsframleiðslu. Þjóðir eins og Frakkar og Ítalir munu standa frammi fyrir miklum vanda þegar stórar kynslóðir fara á eftirlaun. Eignir lífeyrissjóða til þess að mæta skuldbindingum nema einungis 3,12 prósent af landsframleiðslu hjá Frökkum og 2,74 prósent hjá Ítölum. Af þjóðunum sem listinn nær til er ástandi verst í Króatíu þar sem eignir lífeyrissjóða nema 1,25 prósentum af landsframleiðslu. Afkoma eftirlaunaþega framtíðarinnar verða því að stærstum hluta á herðum vinnandi kynslóðar þess tíma. Hrafn segir eignir íslenskra lífeyrissjóða vaxa töluvert umfram landsframleiðslu. Hlutfallið hér fari stöðugt hækkandi. "Með þessu áframhaldi reiknum við með að eignir lífeyrissjóðanna fari yfir þúsund milljarða á næsta ári." Þrátt fyrir þrjú ár í röð með neikvæðri ávöxtun árin 2000 - 2002 var meðalraunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða á ári 1991 - 2003 5,58 prósent, en langtímamarkmið sjóðanna er að þeir skili 3,5 prósent raunávöxtun.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira