Fyrrverandi skólastjóri sýknaður 26. júlí 2004 00:01 Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans, Jón Árni Rúnarsson, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna á sjö ára tímabili í starfi sínu hjá skólanum. Hann var hins vegar dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals og fjársvik. Jón Árni var ákærður fyrir að hafa í starfi sínu sem skólastjóri, á tímabilinu 1994 til 2001, dregið sér alls 28.784.170 krónur af svonefndu endurmenntunargjaldi sem átti að ganga til reksturs Rafiðnaðarskólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði. Fjártökur ákærða komu ekki fram þar sem fullnægjandi bókhald var ekki haldið um það hvernig eftirmenntunargjaldið skilaði sér til reksturs skólans. Skólastjórinn fyrrverandi neitaði sök og krafðist sýknu. Héraðsdómur Reykjavíkur telur að Jón Árni hafi að einhverju leyti blandað saman eigin útgjöldum og útgjöldum Viðskipta- og tölvuskólans sem hann var einnig í forsvari fyrir. Hafi hann m.a. staðið straum af ýmsum kostnaði af hálfu skólans og fengið hann endurgreiddan síðar með því að hann hafi ýmist verið greiddur honum, eða færður honum til inneignar á viðskiptareikningi hjá skólanum. Launagreiðslur til ákærða sem skólastjóra Viðskipta- og tölvuskólans hafi að einhverju leyti verið með þeim hætti að skólinn hafi staðið straum af persónulegum útgjöldum hans, í stað þess að greiða honum laun með venjulegum hætti. Dómurinn sýknaði Jón Árna af ákæru um tugmilljóna króna fjárdrátt en taldi yfirgnæfandi líkur á því, með hliðsjón af tæknirannsókn Ríkislögreglustjóra, að hann hefði breytt fjárhæð á pöntunareyðublaði úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund krónur og þannig svikið fé út úr skólanum. Ákærði sagði hins vegar við yfirheyrslur að bókari Viðskipta- og tölvuskólans hefði fyrir mistök fært eyðublaðið ákærða til tekna í bókhaldi skólans. Jón Árni lét af störfum í skólanum í upphafi ársins 2002 og segir í Héraðsdómi að honum hafi ekki getað dulist að honum hafi ranglega verið færðar til tekna fyrrgreind upphæð. Þá verði ekki heldur fram hjá því horft að honum hafi borið, sem skólastjóra Viðskipta- og tölvuskólans, að hafa eftirlit með fjárreiðum skólans og fylgjast með bókhaldi. Dómurinn taldi hæfilega refsingu þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Ákærða var gert að greiða 1/10 hluta alls sakarkostnaðar, þar með talið 1/10 hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns að upphæð 850.000 króna. Að öðru leyti greiðist sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun, úr ríkissjóði. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans, Jón Árni Rúnarsson, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna á sjö ára tímabili í starfi sínu hjá skólanum. Hann var hins vegar dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals og fjársvik. Jón Árni var ákærður fyrir að hafa í starfi sínu sem skólastjóri, á tímabilinu 1994 til 2001, dregið sér alls 28.784.170 krónur af svonefndu endurmenntunargjaldi sem átti að ganga til reksturs Rafiðnaðarskólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði. Fjártökur ákærða komu ekki fram þar sem fullnægjandi bókhald var ekki haldið um það hvernig eftirmenntunargjaldið skilaði sér til reksturs skólans. Skólastjórinn fyrrverandi neitaði sök og krafðist sýknu. Héraðsdómur Reykjavíkur telur að Jón Árni hafi að einhverju leyti blandað saman eigin útgjöldum og útgjöldum Viðskipta- og tölvuskólans sem hann var einnig í forsvari fyrir. Hafi hann m.a. staðið straum af ýmsum kostnaði af hálfu skólans og fengið hann endurgreiddan síðar með því að hann hafi ýmist verið greiddur honum, eða færður honum til inneignar á viðskiptareikningi hjá skólanum. Launagreiðslur til ákærða sem skólastjóra Viðskipta- og tölvuskólans hafi að einhverju leyti verið með þeim hætti að skólinn hafi staðið straum af persónulegum útgjöldum hans, í stað þess að greiða honum laun með venjulegum hætti. Dómurinn sýknaði Jón Árna af ákæru um tugmilljóna króna fjárdrátt en taldi yfirgnæfandi líkur á því, með hliðsjón af tæknirannsókn Ríkislögreglustjóra, að hann hefði breytt fjárhæð á pöntunareyðublaði úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund krónur og þannig svikið fé út úr skólanum. Ákærði sagði hins vegar við yfirheyrslur að bókari Viðskipta- og tölvuskólans hefði fyrir mistök fært eyðublaðið ákærða til tekna í bókhaldi skólans. Jón Árni lét af störfum í skólanum í upphafi ársins 2002 og segir í Héraðsdómi að honum hafi ekki getað dulist að honum hafi ranglega verið færðar til tekna fyrrgreind upphæð. Þá verði ekki heldur fram hjá því horft að honum hafi borið, sem skólastjóra Viðskipta- og tölvuskólans, að hafa eftirlit með fjárreiðum skólans og fylgjast með bókhaldi. Dómurinn taldi hæfilega refsingu þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Ákærða var gert að greiða 1/10 hluta alls sakarkostnaðar, þar með talið 1/10 hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns að upphæð 850.000 króna. Að öðru leyti greiðist sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun, úr ríkissjóði.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira