Fjölmiðlalögin felld úr gildi 22. júlí 2004 00:01 Fjölmiðlalögin voru felld úr gildi í dag. Stjórnarandstaðan sat hjá við afgreiðslu málsins og varaformaður Frjálslynda flokksins segir að stjórnarþingmenn hafi viljandi brotið stjórnarskrána. Við þriðju umræðu um fjölmiðlafrumvarpið á Alþingi í morgun gagnrýndi Mörður Árnason Samfylkingunni orð Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar, um efnislitla umræðu stjórnarandstöðunnar. Mörður sagði hvorki Bjarna né aðra fulltrúa allsherjarnefndar hafa verið í þinginu þegar efnisleg umræða um málið fór fram. „Formaður allsherjarnefndar á ekkert með að koma hér og vera með skæting og kjaft,“ sagði Mörður. Bjarni sagði þessi ummæli ekki svaraverð. Frumvarpið var afgreitt um hádegi og stjórnarandstaðan sat hjá. Harðorðastur var Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, sem sakaði þingmenn stjórnarflokkanna um stjórnarskrárbrot; með því að útiloka þjóðaratkvæðagreiðslu.hafi þeir svikið þingmannaeið sinn. Magnús sagði daginn í dag hverfa í söguna sem daginn sem óafmánlegur smánarblettur hafi verið settur á störf Alþingis, dagurinn sem naumur meirihluti Alþingis hafi brotið stjórnarskrá. Hann sagði þennan meirhluta ekki eiga sér neinar málsbætur. Halldór Ásgrímsson, sitjandi forsætisráðherra, var ekki sáttur við þennan málflutning. Hann sagðist ekki láta sér detta það í hug að nokkur þingmaður vilji stjórnarskrána og rjúfa þann eið sem þeir hafi samþykkt á Alþingi. Varðandi stjórnskipunarlegu óvissu, sem verið hefur til umræðu í málinu, segir Halldór verða að viðurkennast að þingið og þingmenn hafi vanrækt að eyða þessari óvissu á undanförnum 60 árum. Nú verði að taka til við það. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, brá á loft í ræðustól Alþingis í dag því sem eftir er af fjölmiðlafrumvarpinu sem þekur aðeins lítinn hluta af einu blaði. Hann sagði ákvæðið um útvarpsréttarnefnd sem þar er „ekki svo galin“. Það væri það sem eftir væri - hitt væri horfið og best væri að það gleymdist sem fyrst. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Fjölmiðlalögin voru felld úr gildi í dag. Stjórnarandstaðan sat hjá við afgreiðslu málsins og varaformaður Frjálslynda flokksins segir að stjórnarþingmenn hafi viljandi brotið stjórnarskrána. Við þriðju umræðu um fjölmiðlafrumvarpið á Alþingi í morgun gagnrýndi Mörður Árnason Samfylkingunni orð Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar, um efnislitla umræðu stjórnarandstöðunnar. Mörður sagði hvorki Bjarna né aðra fulltrúa allsherjarnefndar hafa verið í þinginu þegar efnisleg umræða um málið fór fram. „Formaður allsherjarnefndar á ekkert með að koma hér og vera með skæting og kjaft,“ sagði Mörður. Bjarni sagði þessi ummæli ekki svaraverð. Frumvarpið var afgreitt um hádegi og stjórnarandstaðan sat hjá. Harðorðastur var Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, sem sakaði þingmenn stjórnarflokkanna um stjórnarskrárbrot; með því að útiloka þjóðaratkvæðagreiðslu.hafi þeir svikið þingmannaeið sinn. Magnús sagði daginn í dag hverfa í söguna sem daginn sem óafmánlegur smánarblettur hafi verið settur á störf Alþingis, dagurinn sem naumur meirihluti Alþingis hafi brotið stjórnarskrá. Hann sagði þennan meirhluta ekki eiga sér neinar málsbætur. Halldór Ásgrímsson, sitjandi forsætisráðherra, var ekki sáttur við þennan málflutning. Hann sagðist ekki láta sér detta það í hug að nokkur þingmaður vilji stjórnarskrána og rjúfa þann eið sem þeir hafi samþykkt á Alþingi. Varðandi stjórnskipunarlegu óvissu, sem verið hefur til umræðu í málinu, segir Halldór verða að viðurkennast að þingið og þingmenn hafi vanrækt að eyða þessari óvissu á undanförnum 60 árum. Nú verði að taka til við það. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, brá á loft í ræðustól Alþingis í dag því sem eftir er af fjölmiðlafrumvarpinu sem þekur aðeins lítinn hluta af einu blaði. Hann sagði ákvæðið um útvarpsréttarnefnd sem þar er „ekki svo galin“. Það væri það sem eftir væri - hitt væri horfið og best væri að það gleymdist sem fyrst.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira