Alþingi ræðir frumvarp um afnám 20. júlí 2004 00:01 Alþingi verður kallað saman á morgun til að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna. Samkomulagið var kynnt í allsherjarnefnd síðdegis. Forsætisráðherra segist ekki líta svo á að ríkisstjórnin hafi bakkað, hann segir alla stjórnmálaflokka vilja setja lög um fjölmiðla nema þá, sem sækja stefnu sína til Norðurljósa. Fjölmiðlamálinu sem hefur sett allt á annan endanní þjóðfélaginu undanfarna mánuði gæti lokið á morgun. Útbýtingarfundur verður haldinn á Alþingi í kvöld og vonast til að hægt verði að afgreiða lög frá Alþingi, sem afnema fjölmiðlalögin frá því í vor með afbrigðum, á morgun. Fjölmiðlalögin verða felld úr gildi samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var formlega eftir fund Allsherjarnefndar um miðjan dag í dag. Til að hægt sé að samþykkja frumvarpið á morgun þarf stuðning stjórnarandstöðunnar þar sem frumvörp þurfa að liggja inni í tvær nætur minnst eftir útbýtingu svo að þau megi ræða. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sagði eftir fund nefndarinnar í dag að fjölmiðlalögin verði felld brott eins og eins og gert hafi verið ráð fyrir en aðal breytingin fælist í því að ekki verði sett ný lög um fjölmiðla á þessu þingi. Hann sagði frumvarp ríkisstjórnarinnar hafa verið ákveðna tilraun til að ná sáttum í vandasamri stöðu, það hafi ekki tekist og að svo komnu máli þætti þetta besta niðurstaðan. Hann taldi það íkjur að ósættið hefði verið milli ríkisstjórnarflokkanna heldur hafi engin sátt tekist við stjórnarandstöðuna sem hafi allt frá byrjun barist gegn málinu. Hann sagðist eiga von á því að nýtt frumvarp um fjölmiðla komi fram bráðlega. Davíð Oddsson sagðist eftir ríkisstjórnarfund í morgun hafa verið forsætisráðherra í þrettán ár og fjóra mánuði, þetta mál væri ekki það stærsta á hans ferli. Vissulega væri leiðinlegt að á þessum tíma hefði Ólafur Ragnar Grímsson ákveðið að ráðast á Alþingi Íslendinga. Honum fannst málið ekki ósigur fyrir sig þar sem það væri vilji allra að setja reglur um fjölmiðla þó það yrði í haust. Það væru ekki nema þeir sem væru bein handbendi aðila úti í bæ sem væru á öðru máli. Davíð sagði að stjórnarandstaðan hefði ekkert lagt til málanna. Einungis þyrfti að hringja upp í Norðurljós til að vita hver afstaða þeirra væri. Jónína Bjartmarz varaformaður Allsherjarnefndar segir að niðurstaðan sé fengin á grunvelli samkomulags stjórnarflokkana og vinnu Alllsherjarnefndar sem hafi skoðað hvort þessi leið væri fær út frá stjórnskipun. Hún segir að skiptar skoðanir hafi verið milli Framsóknarmanna en þó hefði fleiri verið sammála því að setja þyrfti einhver lög um fjölmiðla. Það sem menn hefðu verið ósáttir við væri sá ágreiningur sem þetta mál leiddi af sér. Guðni Ágústsson varaformaður Framsóknarflokksins segist fegin að málinu sé lokið. Nú þurfi að raða taflmönnunum upp á nýtt. Málið hafi verið erfitt en stundum verði maður að bakka. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Alþingi verður kallað saman á morgun til að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna. Samkomulagið var kynnt í allsherjarnefnd síðdegis. Forsætisráðherra segist ekki líta svo á að ríkisstjórnin hafi bakkað, hann segir alla stjórnmálaflokka vilja setja lög um fjölmiðla nema þá, sem sækja stefnu sína til Norðurljósa. Fjölmiðlamálinu sem hefur sett allt á annan endanní þjóðfélaginu undanfarna mánuði gæti lokið á morgun. Útbýtingarfundur verður haldinn á Alþingi í kvöld og vonast til að hægt verði að afgreiða lög frá Alþingi, sem afnema fjölmiðlalögin frá því í vor með afbrigðum, á morgun. Fjölmiðlalögin verða felld úr gildi samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var formlega eftir fund Allsherjarnefndar um miðjan dag í dag. Til að hægt sé að samþykkja frumvarpið á morgun þarf stuðning stjórnarandstöðunnar þar sem frumvörp þurfa að liggja inni í tvær nætur minnst eftir útbýtingu svo að þau megi ræða. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sagði eftir fund nefndarinnar í dag að fjölmiðlalögin verði felld brott eins og eins og gert hafi verið ráð fyrir en aðal breytingin fælist í því að ekki verði sett ný lög um fjölmiðla á þessu þingi. Hann sagði frumvarp ríkisstjórnarinnar hafa verið ákveðna tilraun til að ná sáttum í vandasamri stöðu, það hafi ekki tekist og að svo komnu máli þætti þetta besta niðurstaðan. Hann taldi það íkjur að ósættið hefði verið milli ríkisstjórnarflokkanna heldur hafi engin sátt tekist við stjórnarandstöðuna sem hafi allt frá byrjun barist gegn málinu. Hann sagðist eiga von á því að nýtt frumvarp um fjölmiðla komi fram bráðlega. Davíð Oddsson sagðist eftir ríkisstjórnarfund í morgun hafa verið forsætisráðherra í þrettán ár og fjóra mánuði, þetta mál væri ekki það stærsta á hans ferli. Vissulega væri leiðinlegt að á þessum tíma hefði Ólafur Ragnar Grímsson ákveðið að ráðast á Alþingi Íslendinga. Honum fannst málið ekki ósigur fyrir sig þar sem það væri vilji allra að setja reglur um fjölmiðla þó það yrði í haust. Það væru ekki nema þeir sem væru bein handbendi aðila úti í bæ sem væru á öðru máli. Davíð sagði að stjórnarandstaðan hefði ekkert lagt til málanna. Einungis þyrfti að hringja upp í Norðurljós til að vita hver afstaða þeirra væri. Jónína Bjartmarz varaformaður Allsherjarnefndar segir að niðurstaðan sé fengin á grunvelli samkomulags stjórnarflokkana og vinnu Alllsherjarnefndar sem hafi skoðað hvort þessi leið væri fær út frá stjórnskipun. Hún segir að skiptar skoðanir hafi verið milli Framsóknarmanna en þó hefði fleiri verið sammála því að setja þyrfti einhver lög um fjölmiðla. Það sem menn hefðu verið ósáttir við væri sá ágreiningur sem þetta mál leiddi af sér. Guðni Ágústsson varaformaður Framsóknarflokksins segist fegin að málinu sé lokið. Nú þurfi að raða taflmönnunum upp á nýtt. Málið hafi verið erfitt en stundum verði maður að bakka.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira