Innlent

Vill endurskoða málskotsrétt

Forsætisráðherra vill láta endurskoða 26. grein stjórnarskrárinnar um málskotsrétt forseta. Þetta er þó ekki liður í samkomulagi formanna stjórnarflokkanna. Davíð Oddsson sagði í morgun að fulltrúar allra flokkanna hefðu rætt um endurskoðun stjórnarskrárinnar hvað þetta varðar. Hann sagði þó ekkert um það hvort þetta sérstakt samkomulag hefði verið gert milli stjórnarflokkanna um breytingar stjórnarskrárinnar. Guðni Ágústsson vildi ekki staðfesta að neitt slíkt samkomulag hefði verið um milli formanna stjórnarflokkanna en óumdeilt væri að það þyrfti að endurskoða stjórnarskrána. Hann telur 26. grein stjórnarskránna opna og að fylla þurfi út í hana á næstu árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×