Að muna betur 19. júlí 2004 00:01 Enginn vafi leikur á því að minnið er okkur afar dýrmætt enda er það er hluti af því hver við erum og okkur nauðsynlegt til að lifa eðlilegu lífi. Án þess er enginn heill maður. Eðlilegt er með aldrinum að minnið fari að klikka og er áberandi minnisleysi oft merki um öldrun. Minnisleysi getur samt sem áður herjað á fólk á öllum aldri en í mismiklum mæli. Allir verða fyrir því að gleyma hlutum og sumir eru þekktir fyrir að vera utan við sig og muna ekki neitt. Smávægilegt minnisleysi þarf hinsvegar ekki að vera neitt áhyggjuefni enda getur það stafað af þeirri einföldu ástæðu að hugurinn dvelur við mikilvæg úrlausnarefni og í þeim efnum er oft talað um fólk sem algera prófessora. Þrátt fyrir að ellin sé alræmd fyrir að ræna fólk minninu þá er hægt að skjóta henni ref fyrir rass með því að halda minninu og sjálfum sér í góðri þjálfun. Líkamlegt heilbrigði skiptir öllu máli. Helst eru það sjúkdómar eins og alzheimer eða vandamál eins og svefnleysi, of hár blóðþrýstingur eða fall á estrógenmagni líkamans sem geta haft áhrif á minnið. Vert er að fylgja eftirtöldum ráðum til að viðhalda minninu og efla. Stundaðu líkamsrækt. Líkamlegt heilbrigði og andlegt heilbrigði haldast í hendur. Gefðu heilanum verkefni. Lestu bækur, lærðu nýja hluti, leystu þrautir eða hvað sem er sem heldur huganum sterkum. Mundu hann er eins og vöðvi, því sterkari því öflugri. Lærðu utan að. Veldu uppáhalds ljóðið þitt eða texta og lærðu hann utan að. Farðu með textann reglulega í huganum. Ekki reykja. Rannsóknir hafa sýnt að reykingafólk gleyma andlitum og nöfnum hraðar en þeir sem reykja ekki. Borðaðu vel. Með því að huga vel að mataræðinu heldurðu heilsunni lengur og getur komið í veg fyrir að fá sjúkdóma sem hafa slæm áhrif á minnið. Fáðu nægan svefn. Reyndu að ná alla vega átta tíma svefni á nóttu svo heilinn fái nægan tíma til að vinna úr því sem hann lærði yfir daginn. Rifjaðu upp. Eftir að hafa horft á bíómynd eða lesið bók skaltu rifja upp söguþráðinn í huganum. Treystu á sjálfan þig. Lærðu að muna hluti eins og símanúmer, heimilisföng og nöfn í stað þess að treysta bara á minnið í símanum. Auðveldasta leiðin er ekki alltaf sú besta. Heilsa Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Enginn vafi leikur á því að minnið er okkur afar dýrmætt enda er það er hluti af því hver við erum og okkur nauðsynlegt til að lifa eðlilegu lífi. Án þess er enginn heill maður. Eðlilegt er með aldrinum að minnið fari að klikka og er áberandi minnisleysi oft merki um öldrun. Minnisleysi getur samt sem áður herjað á fólk á öllum aldri en í mismiklum mæli. Allir verða fyrir því að gleyma hlutum og sumir eru þekktir fyrir að vera utan við sig og muna ekki neitt. Smávægilegt minnisleysi þarf hinsvegar ekki að vera neitt áhyggjuefni enda getur það stafað af þeirri einföldu ástæðu að hugurinn dvelur við mikilvæg úrlausnarefni og í þeim efnum er oft talað um fólk sem algera prófessora. Þrátt fyrir að ellin sé alræmd fyrir að ræna fólk minninu þá er hægt að skjóta henni ref fyrir rass með því að halda minninu og sjálfum sér í góðri þjálfun. Líkamlegt heilbrigði skiptir öllu máli. Helst eru það sjúkdómar eins og alzheimer eða vandamál eins og svefnleysi, of hár blóðþrýstingur eða fall á estrógenmagni líkamans sem geta haft áhrif á minnið. Vert er að fylgja eftirtöldum ráðum til að viðhalda minninu og efla. Stundaðu líkamsrækt. Líkamlegt heilbrigði og andlegt heilbrigði haldast í hendur. Gefðu heilanum verkefni. Lestu bækur, lærðu nýja hluti, leystu þrautir eða hvað sem er sem heldur huganum sterkum. Mundu hann er eins og vöðvi, því sterkari því öflugri. Lærðu utan að. Veldu uppáhalds ljóðið þitt eða texta og lærðu hann utan að. Farðu með textann reglulega í huganum. Ekki reykja. Rannsóknir hafa sýnt að reykingafólk gleyma andlitum og nöfnum hraðar en þeir sem reykja ekki. Borðaðu vel. Með því að huga vel að mataræðinu heldurðu heilsunni lengur og getur komið í veg fyrir að fá sjúkdóma sem hafa slæm áhrif á minnið. Fáðu nægan svefn. Reyndu að ná alla vega átta tíma svefni á nóttu svo heilinn fái nægan tíma til að vinna úr því sem hann lærði yfir daginn. Rifjaðu upp. Eftir að hafa horft á bíómynd eða lesið bók skaltu rifja upp söguþráðinn í huganum. Treystu á sjálfan þig. Lærðu að muna hluti eins og símanúmer, heimilisföng og nöfn í stað þess að treysta bara á minnið í símanum. Auðveldasta leiðin er ekki alltaf sú besta.
Heilsa Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira