Forseta Íslands komið í klípu 7. júlí 2004 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði á Alþingi í gær að ríkisstjórnin væri að reyna að koma forsetanum í klípu með því að leggja fram í sama frumvarpi breytingu á fjölmiðlalögum og afnám laganna sem forsetinn hafði synjað. Ef forsetinn neitaði nýja fjölmiðlalögunum staðfestingar væri hann að synja því að fyrri lögin yrðu felld úr gildi og þar með að neita þjóðinni um rétt til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið Fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar og frumvarp stjórnarandstöðunnar um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu voru afgreidd til allsherjarnefndar að lokinni fyrstu umræðu um málin á Alþingi í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá í atkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið á þeim forsendum að þeir teldu málið ekki þinglegt því um sama mál væri að ræða og afgreitt hefði verið frá Alþingi í vor. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, lagði fjölmiðlafrumvarpið fram í fjarveru Davíðs Oddssonar, sem staddur var í Bandaríkjunum. Fyrir hönd stjórnarandstöðunnar tóku einungis formenn flokkanna til máls um fjölmiðlafrumvarpið og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var sá eini sem hélt ræðu um frumvarp stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Umræðurnar voru heitastar í upphafi þingsins er Halldór Blöndal, forseti Alþingis, las upp úrskurð sinn um að fjölmiðlafrumvarpið væri þinglegt. Stjórnarandstaðan lýsti sig ósammála úrskurðinum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði að fjölmiðlafrumvarpið fæli í sér "fyrirætlan um að fara á svig við stjórnarskrána, að hafa af þjóðinni stjórnarskrárbundinn rétt til að kjósa um lagafrumvarp sem forseti hefur synjað staðfestingar og þar með fært staðfestingarvaldið yfir til þjóðarinnar." Hann sagði orðalag 26. greinar stjórnarskrárinnar afdráttarlaust. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði í ræðu sinni um störf þingsins að fjölmiðlafrumvarpið muni koma í veg fyrir að halda þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu. "Það frumvarp sem nú hefur verið sett á dagskrá verður til þess að afstýra, ef það verður samþykkt, því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar í skugga fullkominnar réttaróvissu um form atkvæðagreiðslunnar sjálfrar," sagði Geir. Boðað verður til þingfundar að nýju þegar fjölmiðlafrumvarpið hefur verið afgreitt úr allsherjarnefnd. Að sögn Bjarna Bendediktssonar, formanns nefndarinnar, er ekki ljóst á þessu stigi hvenær það verður, en nefndin mun hittast kl. 10.30 í dag. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði á Alþingi í gær að ríkisstjórnin væri að reyna að koma forsetanum í klípu með því að leggja fram í sama frumvarpi breytingu á fjölmiðlalögum og afnám laganna sem forsetinn hafði synjað. Ef forsetinn neitaði nýja fjölmiðlalögunum staðfestingar væri hann að synja því að fyrri lögin yrðu felld úr gildi og þar með að neita þjóðinni um rétt til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið Fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar og frumvarp stjórnarandstöðunnar um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu voru afgreidd til allsherjarnefndar að lokinni fyrstu umræðu um málin á Alþingi í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá í atkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið á þeim forsendum að þeir teldu málið ekki þinglegt því um sama mál væri að ræða og afgreitt hefði verið frá Alþingi í vor. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, lagði fjölmiðlafrumvarpið fram í fjarveru Davíðs Oddssonar, sem staddur var í Bandaríkjunum. Fyrir hönd stjórnarandstöðunnar tóku einungis formenn flokkanna til máls um fjölmiðlafrumvarpið og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var sá eini sem hélt ræðu um frumvarp stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Umræðurnar voru heitastar í upphafi þingsins er Halldór Blöndal, forseti Alþingis, las upp úrskurð sinn um að fjölmiðlafrumvarpið væri þinglegt. Stjórnarandstaðan lýsti sig ósammála úrskurðinum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði að fjölmiðlafrumvarpið fæli í sér "fyrirætlan um að fara á svig við stjórnarskrána, að hafa af þjóðinni stjórnarskrárbundinn rétt til að kjósa um lagafrumvarp sem forseti hefur synjað staðfestingar og þar með fært staðfestingarvaldið yfir til þjóðarinnar." Hann sagði orðalag 26. greinar stjórnarskrárinnar afdráttarlaust. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði í ræðu sinni um störf þingsins að fjölmiðlafrumvarpið muni koma í veg fyrir að halda þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu. "Það frumvarp sem nú hefur verið sett á dagskrá verður til þess að afstýra, ef það verður samþykkt, því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar í skugga fullkominnar réttaróvissu um form atkvæðagreiðslunnar sjálfrar," sagði Geir. Boðað verður til þingfundar að nýju þegar fjölmiðlafrumvarpið hefur verið afgreitt úr allsherjarnefnd. Að sögn Bjarna Bendediktssonar, formanns nefndarinnar, er ekki ljóst á þessu stigi hvenær það verður, en nefndin mun hittast kl. 10.30 í dag.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira