Breytingar á pistli sagðar tilraun 7. júlí 2004 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir í skriflegu svari sínu til Fréttablaðsins að breytingarnar sem hann gerði á pistli sínum á mánudag, þar sem hann tók út orðið "brellur" í pistli frá 3. júní, hafi verið tilraun "til þess að sjá, hvort einhverjir sætu ekki yfir honum". Sigurður Líndal hafði lagt það til að Alþingi afturkallaði lögin. Um þá tillögu sagði Björn í pistli sínum: "Sigurður Líndal [...] lætur nú eins og alþingi geti bara breytt lögunum og þannig komist hjá því, að þjóðin segi álit sitt á þeim. Ef slíkum brellum yrði beitt, er ég hræddur um, að einvers staðar mundi heyrast hljóð úr horni". Þegar Fréttablaðið sendi Birni fyrirspurn um hvort hann stæði enn við fyrri ummæli sín sagði hann meðal annars: "Ég stend við, að unnt er að líta á þetta sem Sigurður Líndal var að kynna sem brellu.. Í kjölfar fyrirspurnarinnar breytti Björn síðan textanum á heimasíðu sinni í tvígang. Fyrst tók hann út orðið "brella" og bætti því svo aftur inn innan gæsalappa áður en hann færði textann aftur í upprunalegt horf. Fréttablaðið sendi Birni fyrirspurn varðandi breytingar hans á texta pistilsins. Var hann spurður hvers vegna þessar breytingar hafi verið gerðar á pistlinum og hvort það væri algengt að hann breyti gömlum pistlum á heimasíðu sinni? Svar Björns var eftirfarandi: "Sæl Sigríður Dögg. Ég var einmitt að kanna, hvort ekki væri verið farið að fylgjast með þessum texta á vefsíðu minni og ákvað að gera þessa tilraun héðan frá Peking til þess að sjá, hvort einhverjir sætu ekki yfir honum, breytti honum því tvisvar sinnum með stuttu millibili, áður en ég setti hann aftur í sitt upprunalega horf. Tilraunin var þess virði, eins og bréf þitt sýnir. Ég þakka þér fyrir að taka þátt í henni. Ef hún verður þér fréttaefni, staðfestir það enn í mínum huga, hve mikils síða mín er metin og það, sem þar stendur. Síðunni er ekki breytt eftir að efni er komið inn á hana nema um augljósa villu sé að ræða." Ekki fengust svör frá dómsmálaráðuneytinu um hverra erinda dómsmálaráðherra væri í Peking. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir í skriflegu svari sínu til Fréttablaðsins að breytingarnar sem hann gerði á pistli sínum á mánudag, þar sem hann tók út orðið "brellur" í pistli frá 3. júní, hafi verið tilraun "til þess að sjá, hvort einhverjir sætu ekki yfir honum". Sigurður Líndal hafði lagt það til að Alþingi afturkallaði lögin. Um þá tillögu sagði Björn í pistli sínum: "Sigurður Líndal [...] lætur nú eins og alþingi geti bara breytt lögunum og þannig komist hjá því, að þjóðin segi álit sitt á þeim. Ef slíkum brellum yrði beitt, er ég hræddur um, að einvers staðar mundi heyrast hljóð úr horni". Þegar Fréttablaðið sendi Birni fyrirspurn um hvort hann stæði enn við fyrri ummæli sín sagði hann meðal annars: "Ég stend við, að unnt er að líta á þetta sem Sigurður Líndal var að kynna sem brellu.. Í kjölfar fyrirspurnarinnar breytti Björn síðan textanum á heimasíðu sinni í tvígang. Fyrst tók hann út orðið "brella" og bætti því svo aftur inn innan gæsalappa áður en hann færði textann aftur í upprunalegt horf. Fréttablaðið sendi Birni fyrirspurn varðandi breytingar hans á texta pistilsins. Var hann spurður hvers vegna þessar breytingar hafi verið gerðar á pistlinum og hvort það væri algengt að hann breyti gömlum pistlum á heimasíðu sinni? Svar Björns var eftirfarandi: "Sæl Sigríður Dögg. Ég var einmitt að kanna, hvort ekki væri verið farið að fylgjast með þessum texta á vefsíðu minni og ákvað að gera þessa tilraun héðan frá Peking til þess að sjá, hvort einhverjir sætu ekki yfir honum, breytti honum því tvisvar sinnum með stuttu millibili, áður en ég setti hann aftur í sitt upprunalega horf. Tilraunin var þess virði, eins og bréf þitt sýnir. Ég þakka þér fyrir að taka þátt í henni. Ef hún verður þér fréttaefni, staðfestir það enn í mínum huga, hve mikils síða mín er metin og það, sem þar stendur. Síðunni er ekki breytt eftir að efni er komið inn á hana nema um augljósa villu sé að ræða." Ekki fengust svör frá dómsmálaráðuneytinu um hverra erinda dómsmálaráðherra væri í Peking.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira