Innlent

Engin þjóðaratkvæða- greiðsla

Fjölmiðlafrumvarpið, sem til stóð að bera undir þjóðaratkvæðagreiðslu, verður afturkallað, samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarflokkanna í gær, og verður nýtt fjölmiðlafrumvarp kynnt á Alþingi í dag. Engin lög um þjóðaratkvæðagreiðslu verða lögð fram, að því tilskyldu að forseti synji nýjum fjölmiðlalögum ekki staðfestingar. Tvær breytingar hafa verið gerðar á lögunum, annars vegar að hámarkshlutur markaðsráðandi fyrirtækja í ljósvakamiðli verður hækkaður úr fimm prósentum í tíu prósent. Þá er ekki síður mikilvæg sú breyting, að sögn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, að nýju lögin öðlast ekki gildi fyrr en nokkru eftir næstu alþingiskosningar. Davíð segir að með því móti gefist nýjum þingmeirihluta svigrúm til að fresta gildistökunni enn frekar, gera breytingar á lögunum eða staðfesta þau óbreytt. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, tekur í sama streng og segir sátt ríkja um að fara þessa leið, enda hafi miklar breytingar verið gerðar á frumvarpinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×