Næstu þingkosningar ráða úrslitum 5. júlí 2004 00:01 "Tillögur ríkisstjórnarinnar voru samþykktar samhljóða," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem lauk upp úr átta í gærkvöld. "Tillögurnar eru þær að það verður lagt fram nýtt frumvarp að fjölmiðlalögum þar sem verða gerðar tvær efnisbreytingar frá fyrra frumvarpi. Annars vegar það að réttur markaðsráðandi fyrirtækja til þátttöku í útvarpsrekstri er rýmkaður úr 5% í 10%. Í öðru lagi, og það sem kannski mikilvægara er, að gildistöku frumvarpsins er frestað til 1. september 2007. Það þýðir með öðrum orðum að menn kjósa til Alþingis á nýjan leik áður en lögin taka gildi og sá þingmeirihluti sem til staðar er eftir þær kosningar hefur allmarga mánuði eftir að þing kemur saman til þess að ákveða hvort þeir vilji gera breytingar á þessum lögum; fresta gildistöku enn freka eða láta lögin standa. Kjósendur í landinu hafa með þeim hætti atbeina til að láta áhuga sinn á þessu máli ráða því hvernig þeir haga atkvæði sínu í kosningunum." Davíð segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landi sem ég held að enginn vilji stuðla að." Davíð segir frumvarpið ekki sprottið af ósamkomulagi stjórnarflokkanna heldur hafi ágreiningur lögfræðinga um 26. grein stjórnarskrárinnar og þjóðaratkvæðagreiðsluna verið djúpstæður. "Þannig að menn losa sig og þjóðina út úr þeim ógöngum að vera að fara með þetta mál fram í fullkominni óvissu," segir Davíð og bætir við: "Þannig að með þessu þá hefst hvoru tveggja, að lögin lengja aðlögunarfrestinn og eins hefur þjóðin tækifæri til að koma að málunum áður en þau taka gildi." Hugmyndina hafi Davíð fengið fyrir þremur dögum. Hann hafi farið yfir málið með forsetanum. "Ég fór yfir málið og gerði grein fyrir þessum tillögum og gerði grein fyrir því að þetta frumvarp yrði sent honum til áritunar [í dag] ef menn samþykktu. Viðbrögð forsetans voru ekki önnur en þau að fara yfir þetta í stuttu máli og lýsa því yfir að sér þætti þetta fróðlegt." Davíð segir óhjákvæmilegt að huga að breytingu á stjórnarskrárákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sé algerlega óframbærilegt "... og hefur ekkert verið lagað vegna þess að menn hafa verið í tímaþröng og ætlað svo að klára það árið eftir en hafa ekki gert það, sennilega vegna þess að þeir töldu að þessu ákvæði yrði aldrei beitt." Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
"Tillögur ríkisstjórnarinnar voru samþykktar samhljóða," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem lauk upp úr átta í gærkvöld. "Tillögurnar eru þær að það verður lagt fram nýtt frumvarp að fjölmiðlalögum þar sem verða gerðar tvær efnisbreytingar frá fyrra frumvarpi. Annars vegar það að réttur markaðsráðandi fyrirtækja til þátttöku í útvarpsrekstri er rýmkaður úr 5% í 10%. Í öðru lagi, og það sem kannski mikilvægara er, að gildistöku frumvarpsins er frestað til 1. september 2007. Það þýðir með öðrum orðum að menn kjósa til Alþingis á nýjan leik áður en lögin taka gildi og sá þingmeirihluti sem til staðar er eftir þær kosningar hefur allmarga mánuði eftir að þing kemur saman til þess að ákveða hvort þeir vilji gera breytingar á þessum lögum; fresta gildistöku enn freka eða láta lögin standa. Kjósendur í landinu hafa með þeim hætti atbeina til að láta áhuga sinn á þessu máli ráða því hvernig þeir haga atkvæði sínu í kosningunum." Davíð segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landi sem ég held að enginn vilji stuðla að." Davíð segir frumvarpið ekki sprottið af ósamkomulagi stjórnarflokkanna heldur hafi ágreiningur lögfræðinga um 26. grein stjórnarskrárinnar og þjóðaratkvæðagreiðsluna verið djúpstæður. "Þannig að menn losa sig og þjóðina út úr þeim ógöngum að vera að fara með þetta mál fram í fullkominni óvissu," segir Davíð og bætir við: "Þannig að með þessu þá hefst hvoru tveggja, að lögin lengja aðlögunarfrestinn og eins hefur þjóðin tækifæri til að koma að málunum áður en þau taka gildi." Hugmyndina hafi Davíð fengið fyrir þremur dögum. Hann hafi farið yfir málið með forsetanum. "Ég fór yfir málið og gerði grein fyrir þessum tillögum og gerði grein fyrir því að þetta frumvarp yrði sent honum til áritunar [í dag] ef menn samþykktu. Viðbrögð forsetans voru ekki önnur en þau að fara yfir þetta í stuttu máli og lýsa því yfir að sér þætti þetta fróðlegt." Davíð segir óhjákvæmilegt að huga að breytingu á stjórnarskrárákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sé algerlega óframbærilegt "... og hefur ekkert verið lagað vegna þess að menn hafa verið í tímaþröng og ætlað svo að klára það árið eftir en hafa ekki gert það, sennilega vegna þess að þeir töldu að þessu ákvæði yrði aldrei beitt."
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira