Þrjár breytingar í frumvarpinu 5. júlí 2004 00:01 Ný fjölmiðlalög verða lög fyrir Alþingi í dag. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að afturkalla lögin sem samþykkt voru 24. maí og forsetinn hafði skotið til þjóðarinnar. Þetta útspil ríkisstjórnarinnar þýðir að engin þjóðaratkvæðagreiðsla verður um málið. Þrjár breytingar eru í nýju lögunum. Markaðsráðandi fyrirtæki má nú eiga tíu prósent í ljósvakamiðlum en samkvæmt eldri lögunum var miðað við fimm prósent. Gildistöku laganna er frestað til 1. september árið 2007 en eldri lögin tóku strax gildi. Þriðja breytingin er sú að verði fjölmiðlafyrirtækin ekki búin að aðlaga sig að ramma laganna fyrir gildistöku þeirra er heimilt að afturkalla öll útvarpsleyfi. Samkvæmt eldri lögunum áttu þau að fá að renna út. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir frumvarpið ekki sprottið af ósamkomulagi stjórnarflokkanna heldur hafi ágreiningur lögfræðinga um 26. grein stjórnarskrárinnar og þjóðaratkvæðagreiðsluna verið djúpstæður. Hann segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landinu sem ég held að enginn vilji stuðla að," segir Davíð. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra neitar því að upp hafi komið deila milli ríkisstjórnarflokkanna um hvernig leiða ætti til lykta lög um þjóðaratkvæði. "Við höfum í sjálfu sér ekki verið að deila," segir Halldór. "Við höfum verið að ræða málið og komist að þessari niðurstöðu sem ég tel að sé mjög farsæl." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að afturkalla fjölmiðlalögin staðfesti undanhald ríkisstjórnarinnar í málinu en telur breytingarnar sem lagðar eru til ekki vera veigamiklar. "Þeir leggja ekki í þjóðaratkvæðagreiðsluna vegna þess að þeir telja að þeir muni skíttapa henni," segir Össur. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Ný fjölmiðlalög verða lög fyrir Alþingi í dag. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að afturkalla lögin sem samþykkt voru 24. maí og forsetinn hafði skotið til þjóðarinnar. Þetta útspil ríkisstjórnarinnar þýðir að engin þjóðaratkvæðagreiðsla verður um málið. Þrjár breytingar eru í nýju lögunum. Markaðsráðandi fyrirtæki má nú eiga tíu prósent í ljósvakamiðlum en samkvæmt eldri lögunum var miðað við fimm prósent. Gildistöku laganna er frestað til 1. september árið 2007 en eldri lögin tóku strax gildi. Þriðja breytingin er sú að verði fjölmiðlafyrirtækin ekki búin að aðlaga sig að ramma laganna fyrir gildistöku þeirra er heimilt að afturkalla öll útvarpsleyfi. Samkvæmt eldri lögunum áttu þau að fá að renna út. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir frumvarpið ekki sprottið af ósamkomulagi stjórnarflokkanna heldur hafi ágreiningur lögfræðinga um 26. grein stjórnarskrárinnar og þjóðaratkvæðagreiðsluna verið djúpstæður. Hann segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landinu sem ég held að enginn vilji stuðla að," segir Davíð. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra neitar því að upp hafi komið deila milli ríkisstjórnarflokkanna um hvernig leiða ætti til lykta lög um þjóðaratkvæði. "Við höfum í sjálfu sér ekki verið að deila," segir Halldór. "Við höfum verið að ræða málið og komist að þessari niðurstöðu sem ég tel að sé mjög farsæl." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að afturkalla fjölmiðlalögin staðfesti undanhald ríkisstjórnarinnar í málinu en telur breytingarnar sem lagðar eru til ekki vera veigamiklar. "Þeir leggja ekki í þjóðaratkvæðagreiðsluna vegna þess að þeir telja að þeir muni skíttapa henni," segir Össur.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira