Þrjár breytingar í frumvarpinu 5. júlí 2004 00:01 Ný fjölmiðlalög verða lög fyrir Alþingi í dag. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að afturkalla lögin sem samþykkt voru 24. maí og forsetinn hafði skotið til þjóðarinnar. Þetta útspil ríkisstjórnarinnar þýðir að engin þjóðaratkvæðagreiðsla verður um málið. Þrjár breytingar eru í nýju lögunum. Markaðsráðandi fyrirtæki má nú eiga tíu prósent í ljósvakamiðlum en samkvæmt eldri lögunum var miðað við fimm prósent. Gildistöku laganna er frestað til 1. september árið 2007 en eldri lögin tóku strax gildi. Þriðja breytingin er sú að verði fjölmiðlafyrirtækin ekki búin að aðlaga sig að ramma laganna fyrir gildistöku þeirra er heimilt að afturkalla öll útvarpsleyfi. Samkvæmt eldri lögunum áttu þau að fá að renna út. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir frumvarpið ekki sprottið af ósamkomulagi stjórnarflokkanna heldur hafi ágreiningur lögfræðinga um 26. grein stjórnarskrárinnar og þjóðaratkvæðagreiðsluna verið djúpstæður. Hann segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landinu sem ég held að enginn vilji stuðla að," segir Davíð. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra neitar því að upp hafi komið deila milli ríkisstjórnarflokkanna um hvernig leiða ætti til lykta lög um þjóðaratkvæði. "Við höfum í sjálfu sér ekki verið að deila," segir Halldór. "Við höfum verið að ræða málið og komist að þessari niðurstöðu sem ég tel að sé mjög farsæl." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að afturkalla fjölmiðlalögin staðfesti undanhald ríkisstjórnarinnar í málinu en telur breytingarnar sem lagðar eru til ekki vera veigamiklar. "Þeir leggja ekki í þjóðaratkvæðagreiðsluna vegna þess að þeir telja að þeir muni skíttapa henni," segir Össur. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Ný fjölmiðlalög verða lög fyrir Alþingi í dag. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að afturkalla lögin sem samþykkt voru 24. maí og forsetinn hafði skotið til þjóðarinnar. Þetta útspil ríkisstjórnarinnar þýðir að engin þjóðaratkvæðagreiðsla verður um málið. Þrjár breytingar eru í nýju lögunum. Markaðsráðandi fyrirtæki má nú eiga tíu prósent í ljósvakamiðlum en samkvæmt eldri lögunum var miðað við fimm prósent. Gildistöku laganna er frestað til 1. september árið 2007 en eldri lögin tóku strax gildi. Þriðja breytingin er sú að verði fjölmiðlafyrirtækin ekki búin að aðlaga sig að ramma laganna fyrir gildistöku þeirra er heimilt að afturkalla öll útvarpsleyfi. Samkvæmt eldri lögunum áttu þau að fá að renna út. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir frumvarpið ekki sprottið af ósamkomulagi stjórnarflokkanna heldur hafi ágreiningur lögfræðinga um 26. grein stjórnarskrárinnar og þjóðaratkvæðagreiðsluna verið djúpstæður. Hann segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landinu sem ég held að enginn vilji stuðla að," segir Davíð. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra neitar því að upp hafi komið deila milli ríkisstjórnarflokkanna um hvernig leiða ætti til lykta lög um þjóðaratkvæði. "Við höfum í sjálfu sér ekki verið að deila," segir Halldór. "Við höfum verið að ræða málið og komist að þessari niðurstöðu sem ég tel að sé mjög farsæl." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að afturkalla fjölmiðlalögin staðfesti undanhald ríkisstjórnarinnar í málinu en telur breytingarnar sem lagðar eru til ekki vera veigamiklar. "Þeir leggja ekki í þjóðaratkvæðagreiðsluna vegna þess að þeir telja að þeir muni skíttapa henni," segir Össur.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira