Innlent

Uppgjöf stjórnarflokkanna

"Uppgjöf stjórnarflokkanna og valdafíkn réði niðurstöðu þeirrar krísu sem varð milli stjórnarflokkanna nú um helgina. Ríkisstjórnin hékk á bláþræði, en límið í ráðherrastólunum réð úrslitum," segir Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar meðal annars í nýjasta pistli sínum. Jóhanna segir að málstaður stjórnarandstöðunnar hafi sigrað. Stjórnarflokkarnir hafi ekki þorað með sinn málstað í þjóðaratkvæðagreiðslu. "Forsætisráðherra var búinn að tapa málinu og Halldór skipti öllu máli forsætisráðherrastóllinn 15. september. Áleitin spurning situr þó eftir. Geta Davíð og Halldór gert að engu ákvörðun forseta Íslands byggða á skýrum ákvæðum stjórnarskrárinnar um að færa þjóðinni æðsta vald í þessu deilumáli," segir í pistli Jóhönnu Sigurðardóttur. Sjá nánar á vef Jóhönnu Sigurðardóttur. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×