Atorka á óvæntum sviðum 30. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson. Þó að árangurinn eigi eftir að koma í ljós er ástæða til að fagna því að Eddu skuli hafa tekist að selja útgáfurétt á bókum Arnaldar Indriðasonar til bandarísks útgáfufyrirtækis. Hver hefði séð þetta fyrir; að íslenskur rithöfundur gæti selt Bandaríkjamönnum reyfara? Er það ekki svipað afrek og ef Bandaríkjamanni tækist að selja fisk til Íslands? Það mætti vera góð sölumennska eða frábær fiskur. Og hvort sem réði meiru um bandaríska útgáfusamninginn -- gæði bókanna hans Arnaldar eða dugnaður og útsjónarsemi starfsmanna Eddu -- má það einu gilda. Þessi samningur sýnir að okkur Íslendingum eru í raun engar dyr lokaðar.Við eigum sömu möguleika að láta drauma okkar rætast og aðrir. Þótt við séum af smárri þjóð þá erum við engin smámenni -- ekki fremur en allir þeir sem eru af stórþjóðum komnir séu stórmenni. Og draumar okkar þurfa ekki að falla að fyrirframgefnum hugmyndum okkar um getu þjóðarinnar. Það voru sjálfsagt fáir sem hvöttu Arnald til að skrifa reyfara inn í íslenskan raunveruleika á sínum tíma. En það hafa án efa margir verið tilbúnir til þess að gefa honum þau ráð að gleyma þessu sem fyrst og haft fyrir því fjölþætt rök. En með því að halda fast í drauminn hefur Arnaldi ekki aðeins tekist að laga líf sitt að honum heldur gefið okkur hinum kjark til að fóstra með okkur drauma og til að brýna vilja okkar til að hrinda þeim í framkvæmd.Arnaldur er líkur mörgum öðrum Íslendingum sem hafa náð góðum árangri á erlendum vettvangi. Þessir landar okkar hafa náð árangri á sviðum sem fyrirfram mætti ekki gera ráð fyrir að Íslendingar hefðu mikið fram að færa. Við höfum vissulega haslað okkur völl í sjávarútvegi víða um heim og selt sértæk tæki til fiskveiða og -vinnslu. Íslensk fyrirtæki og fræðimenn hafa líka komið að verkefnum tengdum jarðhita víða um lönd. En það er samt algengast að Íslendingar nái langt á sviðum sem tilteknir einstaklingar hafa haft áhuga á fremur en að þjóðin sem heild hafi eitthvað að færa veröldinni. Ástæðan er auðvitað sú að það eru einstaklingarnir sem eru drifkraftar allra verka. Þjóðir eru aðeins heiti sem við gefum hópum einstaklinga og þjóðir eiga sér hvorki drauma né þrár og búa ekki yfir vilja né framsýni.Það er því ekkert skrítið við það að Íslendingar skuli selja fleiri reyfara erlendis en sögur byggðar á sagnaarfi okkar -- hver svo sem hann er. Það er heldur ekki skrítið að Íslendingar geri sig gildandi í bankarekstri í Norður-Evrópu og nái þar skjótari og eftirtektarverðari árangri en í fiskveiðiútgerð, að íslenskir popparar selji plötur í massavís í Evrópu, íslenskir kaupmenn séu orðnir þekkt stærð í Bretlandi eða að íslensk fyrirtæki sé leiðandi í framleiðslu og þróun gervilima eða í svefnrannsóknum. Það væri mun undarlegra ef einstaklingar á Íslandi hefðu allir áhuga á því sama og fóstruðu allir sömu draumana.Og einmitt af þessu sökum -- að einstaklingarnir eru verðmætari en þjóðirnar -- skulum við fara varlega í því að setja eina mælistiku á samfélagið eða reyna um of að beina atorku einstaklinganna í fyrirfram ákveðinn farveg, Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson. Þó að árangurinn eigi eftir að koma í ljós er ástæða til að fagna því að Eddu skuli hafa tekist að selja útgáfurétt á bókum Arnaldar Indriðasonar til bandarísks útgáfufyrirtækis. Hver hefði séð þetta fyrir; að íslenskur rithöfundur gæti selt Bandaríkjamönnum reyfara? Er það ekki svipað afrek og ef Bandaríkjamanni tækist að selja fisk til Íslands? Það mætti vera góð sölumennska eða frábær fiskur. Og hvort sem réði meiru um bandaríska útgáfusamninginn -- gæði bókanna hans Arnaldar eða dugnaður og útsjónarsemi starfsmanna Eddu -- má það einu gilda. Þessi samningur sýnir að okkur Íslendingum eru í raun engar dyr lokaðar.Við eigum sömu möguleika að láta drauma okkar rætast og aðrir. Þótt við séum af smárri þjóð þá erum við engin smámenni -- ekki fremur en allir þeir sem eru af stórþjóðum komnir séu stórmenni. Og draumar okkar þurfa ekki að falla að fyrirframgefnum hugmyndum okkar um getu þjóðarinnar. Það voru sjálfsagt fáir sem hvöttu Arnald til að skrifa reyfara inn í íslenskan raunveruleika á sínum tíma. En það hafa án efa margir verið tilbúnir til þess að gefa honum þau ráð að gleyma þessu sem fyrst og haft fyrir því fjölþætt rök. En með því að halda fast í drauminn hefur Arnaldi ekki aðeins tekist að laga líf sitt að honum heldur gefið okkur hinum kjark til að fóstra með okkur drauma og til að brýna vilja okkar til að hrinda þeim í framkvæmd.Arnaldur er líkur mörgum öðrum Íslendingum sem hafa náð góðum árangri á erlendum vettvangi. Þessir landar okkar hafa náð árangri á sviðum sem fyrirfram mætti ekki gera ráð fyrir að Íslendingar hefðu mikið fram að færa. Við höfum vissulega haslað okkur völl í sjávarútvegi víða um heim og selt sértæk tæki til fiskveiða og -vinnslu. Íslensk fyrirtæki og fræðimenn hafa líka komið að verkefnum tengdum jarðhita víða um lönd. En það er samt algengast að Íslendingar nái langt á sviðum sem tilteknir einstaklingar hafa haft áhuga á fremur en að þjóðin sem heild hafi eitthvað að færa veröldinni. Ástæðan er auðvitað sú að það eru einstaklingarnir sem eru drifkraftar allra verka. Þjóðir eru aðeins heiti sem við gefum hópum einstaklinga og þjóðir eiga sér hvorki drauma né þrár og búa ekki yfir vilja né framsýni.Það er því ekkert skrítið við það að Íslendingar skuli selja fleiri reyfara erlendis en sögur byggðar á sagnaarfi okkar -- hver svo sem hann er. Það er heldur ekki skrítið að Íslendingar geri sig gildandi í bankarekstri í Norður-Evrópu og nái þar skjótari og eftirtektarverðari árangri en í fiskveiðiútgerð, að íslenskir popparar selji plötur í massavís í Evrópu, íslenskir kaupmenn séu orðnir þekkt stærð í Bretlandi eða að íslensk fyrirtæki sé leiðandi í framleiðslu og þróun gervilima eða í svefnrannsóknum. Það væri mun undarlegra ef einstaklingar á Íslandi hefðu allir áhuga á því sama og fóstruðu allir sömu draumana.Og einmitt af þessu sökum -- að einstaklingarnir eru verðmætari en þjóðirnar -- skulum við fara varlega í því að setja eina mælistiku á samfélagið eða reyna um of að beina atorku einstaklinganna í fyrirfram ákveðinn farveg,
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar