Minnihlutaviðhorf í stórum flokki 24. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það hefur verið erfitt að skilja herfræði forystumanna Sjálfstæðisflokksins undanfarna mánuði og ekki verður hugsunin að baki henni skýrari þegar nær dregur forsetakosningum. Ekki er annað að sjá en að forysta flokksins ætli sér í gegnum forsetakosningar í opinberri og augljósri andstöðu við sitjandi forseta. Það má svo sem skilja það af sögulegum ástæðum að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hefðu viljað sjá annan gegna forsetaembættinu en Ólaf Ragnar Grímsson, sem var pólitískur andstæðingur sjálfstæðismanna meðan hann var í Alþýðubandalaginu. En þótt átökin í flokkapólitíkinni gerist oft hörð og óvægin er erfitt að sjá að þessi fortíð valdi því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins geti ekki sætt sig við að Ólafur Ragnar vann lýðræðislegar kosningar og er réttkjörinn forseti. Það er heldur ekki að sjá að neitt í embættisfærslu Ólafs Ragnars fram að síðustu vikum valdi því að forysta Sjálfstæðisflokksins geti leyft sér að skipa flokknum í andstöðu við forsetann. Þvert á móti hafa allar kannanir sýnt að Ólafur Ragnar nýtur mikils traust meðal þjóðarinnar og hefur styrkst í embætti eftir því sem hann gegnir því lengur. Þótt ákveðinn kjarni flokksmanna í kringum forystuna geti ekki sætt sig við Ólaf Ragnar má fullyrða að meðal almennra flokksmanna - og enn frekar meðal kjósenda flokksins - sé almenn og víðtæk sátt um að stjórnmálaflokkar beiti sér ekki opinberlega gegn sitjandi forseta. Það er því æði hæpið að langrækin andstaða forystunnar gegn Ólafi Ragnari njóti mikils stuðnings meðal þeirra sem vilja kalla sig sjálfstæðismenn. Það má einnig fullyrða að stuðningur mikils meirihluta þjóðarinnar við vald forseta til að synja málum staðfestingar og skjóta þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu nái langt inn í raðir sjálfstæðismanna. Afstaða kjarnans í kringum forystuna í þessu máli -- að forsetinn hafi ekki þetta vald - hefur ekki öðlast fylgi meðal sjálfstæðismanna fremur en meðal þjóðarinnar. Þessi kenning um valdaleysi forsetans hefur enda ekki verið rædd á landsfundum eða annars staðar þar sem flokksmenn koma að stenfumótun né heldur ráðagerðir um að afnema synjunarvaldið með breytingum á stjórnarskrá. Kannanir hafa sýnt að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að forseti fari með þetta vald. Einnig að mikill meirihluti almennings var sammála ákvörðun Ólafs Ragnars að vísa fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannanir hafa einnig sýnt að þrátt fyrir að enginn forseti hafi mátt þola jafn skipulagða andstöðu og Ólafur Ragnar nýtur hann enn mikils stuðnings - og meiri en svo að hægt sé að halda því fram að umboð hans frá þjóðinni hafi verið skert. Herleiðangur forystu sjálfstæðismanna í þessu máli virðist því ekki vera farinn til sigurs heldur af stoltinu einu saman. Forystan leggur gegn vinsælum forseta, vinsælli ákvörðun hans og gegn túlkun á stjórnarskránni sem nýtur yfirgnæfandi stuðnings. Og til hvers? Til að sýna að forysta þessa flokks, sem sækir sjálfsmynd sína í að vera breiðfylkingin með víðari og almennari skírskotun meðal þjóðarinnar en aðrir flokkar, hafi gert krónísk minnihlutaviðhorf að baráttumálum sínum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það hefur verið erfitt að skilja herfræði forystumanna Sjálfstæðisflokksins undanfarna mánuði og ekki verður hugsunin að baki henni skýrari þegar nær dregur forsetakosningum. Ekki er annað að sjá en að forysta flokksins ætli sér í gegnum forsetakosningar í opinberri og augljósri andstöðu við sitjandi forseta. Það má svo sem skilja það af sögulegum ástæðum að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hefðu viljað sjá annan gegna forsetaembættinu en Ólaf Ragnar Grímsson, sem var pólitískur andstæðingur sjálfstæðismanna meðan hann var í Alþýðubandalaginu. En þótt átökin í flokkapólitíkinni gerist oft hörð og óvægin er erfitt að sjá að þessi fortíð valdi því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins geti ekki sætt sig við að Ólafur Ragnar vann lýðræðislegar kosningar og er réttkjörinn forseti. Það er heldur ekki að sjá að neitt í embættisfærslu Ólafs Ragnars fram að síðustu vikum valdi því að forysta Sjálfstæðisflokksins geti leyft sér að skipa flokknum í andstöðu við forsetann. Þvert á móti hafa allar kannanir sýnt að Ólafur Ragnar nýtur mikils traust meðal þjóðarinnar og hefur styrkst í embætti eftir því sem hann gegnir því lengur. Þótt ákveðinn kjarni flokksmanna í kringum forystuna geti ekki sætt sig við Ólaf Ragnar má fullyrða að meðal almennra flokksmanna - og enn frekar meðal kjósenda flokksins - sé almenn og víðtæk sátt um að stjórnmálaflokkar beiti sér ekki opinberlega gegn sitjandi forseta. Það er því æði hæpið að langrækin andstaða forystunnar gegn Ólafi Ragnari njóti mikils stuðnings meðal þeirra sem vilja kalla sig sjálfstæðismenn. Það má einnig fullyrða að stuðningur mikils meirihluta þjóðarinnar við vald forseta til að synja málum staðfestingar og skjóta þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu nái langt inn í raðir sjálfstæðismanna. Afstaða kjarnans í kringum forystuna í þessu máli -- að forsetinn hafi ekki þetta vald - hefur ekki öðlast fylgi meðal sjálfstæðismanna fremur en meðal þjóðarinnar. Þessi kenning um valdaleysi forsetans hefur enda ekki verið rædd á landsfundum eða annars staðar þar sem flokksmenn koma að stenfumótun né heldur ráðagerðir um að afnema synjunarvaldið með breytingum á stjórnarskrá. Kannanir hafa sýnt að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að forseti fari með þetta vald. Einnig að mikill meirihluti almennings var sammála ákvörðun Ólafs Ragnars að vísa fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannanir hafa einnig sýnt að þrátt fyrir að enginn forseti hafi mátt þola jafn skipulagða andstöðu og Ólafur Ragnar nýtur hann enn mikils stuðnings - og meiri en svo að hægt sé að halda því fram að umboð hans frá þjóðinni hafi verið skert. Herleiðangur forystu sjálfstæðismanna í þessu máli virðist því ekki vera farinn til sigurs heldur af stoltinu einu saman. Forystan leggur gegn vinsælum forseta, vinsælli ákvörðun hans og gegn túlkun á stjórnarskránni sem nýtur yfirgnæfandi stuðnings. Og til hvers? Til að sýna að forysta þessa flokks, sem sækir sjálfsmynd sína í að vera breiðfylkingin með víðari og almennari skírskotun meðal þjóðarinnar en aðrir flokkar, hafi gert krónísk minnihlutaviðhorf að baráttumálum sínum?
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar