„Gróðurhúsaáhrif“ á bensínverð 24. júní 2004 00:01 Stjórnvöld ætla ekki að lækka nein gjöld eða skatttekjur af bensíni og olíu, til að milda neikvæð áhrif af miklum hækkunum á heimsmarkaði á íslenskt efnahagslíf, og réttlæta það með baráttu sinni gegn gróðurhúsaáhrifum. Þetta kemur fram í greinargerð á heimasíðu fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um þjóðarbúskapinn. Þar kemur m.a. fram að ef hækkunin á milli ára verði 10% eða meiri, sem allt stefnir í, muni draga úr hagvexti, verðbólga aukast og kaupmáttur tímakaups minnka, svo nokkrar stærðir séu nefndar. Síðan segir orðrétt: „Þó svo að nýlegar verðhækkanir gangi að einhverju leyti til baka má reikna með því að raunverðið muni hækka til lengri tíma litið. Því er ekki réttlætanlegt að grípa til aðgerða til að deyfa raunverulegar verðbreytingar enda kynni það að reynast skammgóður vermir. Þá má ekki gleyma því að verulegur hluti af losun gróðurhúsalofttegunda kemur úr olíu. Viðleitni stjórnvalda til að draga úr henni með skattlagningu er fullkomlega réttlætanleg.“ Ennfremur segir í greinargerðinni að raunhækkun á verði olíu hafi áður orðið til þess að ýta undir aðgerðir til að auka nýtingu hennar þar sem hún er notuð, og engin ástæða sé til að ætla að komið sé að endimörkum í því. „Verðhækkanir gera mögulega nýtingu á olíulindum sem ekki eru hagkvæmar í dag, sérstaklega þar sem um þunga olíu er að ræða. Hins vegar er ólíklegt að aftur komi dagar þar sem olía verður svo ódýr að hægt að verður að fara jafn illa með hana og gert hefur verið stóran hluta af þeim tíma sem hún hefur verið notuð.“ Sem sagt: Það er einmitt núna sem rétti tíminnn er fyrir Íslendinga, að mati fjármálaráðuneytisins, að hefja fyrir alvöru baráttuna gegn gróðurhúsaáhrifum í allt of háu bensín- og olíuverði. Sjá nánar á slóðinni: http://www3.fjarmalaraduneyti.is/media/Thjodarbuskapurinn/Urtjodarbuskapnum0405.pdf Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Stjórnvöld ætla ekki að lækka nein gjöld eða skatttekjur af bensíni og olíu, til að milda neikvæð áhrif af miklum hækkunum á heimsmarkaði á íslenskt efnahagslíf, og réttlæta það með baráttu sinni gegn gróðurhúsaáhrifum. Þetta kemur fram í greinargerð á heimasíðu fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um þjóðarbúskapinn. Þar kemur m.a. fram að ef hækkunin á milli ára verði 10% eða meiri, sem allt stefnir í, muni draga úr hagvexti, verðbólga aukast og kaupmáttur tímakaups minnka, svo nokkrar stærðir séu nefndar. Síðan segir orðrétt: „Þó svo að nýlegar verðhækkanir gangi að einhverju leyti til baka má reikna með því að raunverðið muni hækka til lengri tíma litið. Því er ekki réttlætanlegt að grípa til aðgerða til að deyfa raunverulegar verðbreytingar enda kynni það að reynast skammgóður vermir. Þá má ekki gleyma því að verulegur hluti af losun gróðurhúsalofttegunda kemur úr olíu. Viðleitni stjórnvalda til að draga úr henni með skattlagningu er fullkomlega réttlætanleg.“ Ennfremur segir í greinargerðinni að raunhækkun á verði olíu hafi áður orðið til þess að ýta undir aðgerðir til að auka nýtingu hennar þar sem hún er notuð, og engin ástæða sé til að ætla að komið sé að endimörkum í því. „Verðhækkanir gera mögulega nýtingu á olíulindum sem ekki eru hagkvæmar í dag, sérstaklega þar sem um þunga olíu er að ræða. Hins vegar er ólíklegt að aftur komi dagar þar sem olía verður svo ódýr að hægt að verður að fara jafn illa með hana og gert hefur verið stóran hluta af þeim tíma sem hún hefur verið notuð.“ Sem sagt: Það er einmitt núna sem rétti tíminnn er fyrir Íslendinga, að mati fjármálaráðuneytisins, að hefja fyrir alvöru baráttuna gegn gróðurhúsaáhrifum í allt of háu bensín- og olíuverði. Sjá nánar á slóðinni: http://www3.fjarmalaraduneyti.is/media/Thjodarbuskapurinn/Urtjodarbuskapnum0405.pdf
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira