Fjölbreytt og skemmtilegt starf 18. júní 2004 00:01 Þórunn Sigþórsdóttir er landvörður í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Hún hefur starfað sem skála- og landvörður víðs vegar um landið í um tíu ár og má þar nefna Landmannalaugar, Herðubreiðarlindir og Öskju. Þetta er þriðja sumar Þórunnar í þjóðgarðinum Snæfellsjökli og hefur hún starfað þar sem landvörður frá stofnun hans og líkar vel. "Störf landvarða eru margvísleg og geta verið ólík frá einu svæði til annars, allt eftir aðstæðum og náttúrufari. Almennt eiga landverðir það sameiginlegt að hafa áhuga á náttúru og náttúruvernd. Ég hef starfað bæði hér og á hálendinu og finnst bæði mjög skemmtilegt og gefandi. Mér finnst bæði fróðlegt og lærdómsríkt að taka þátt í þeirri þróunarvinnu sem á sér stað hér í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Þetta er þriðja sumarið sem hann er starfræktur og felst starfið okkar að miklu leyti í uppbyggingu hans eins og að fræða fólk um svæðið, skipuleggja göngustíga, ýmiss konar viðhald og að laga gönguleiðir. Það getur því berið breytilegt frá degi til dags. Með fræðslu og góðu aðgengi er fólki auðvelduð umgengni um náttúru landsins. Þann 19. júní hefst svo hefðbundin dagskrá þjóðgarðsins. Þá verður ýmis fræðsla í boði fyrir gesti, gönguferðir verða fimm sinnum í viku og barnastundir tvisvar í viku," segir Þórunn. Þórunn segir ferðamannastrauminn á svæðið hafa aukist verulega eftir stofnun þjóðgarðsins. "Hér er ægifögur náttúra og margt að skoða. Það á að fara að opna gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum og þar munu landverðir vera til staðar og veita upplýsingar," segir hún. Á veturna hefur Þórunn verið að læra ferðamálafræði við Háskólann á Hólum. halldora@frettabladid.is Atvinna Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þórunn Sigþórsdóttir er landvörður í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Hún hefur starfað sem skála- og landvörður víðs vegar um landið í um tíu ár og má þar nefna Landmannalaugar, Herðubreiðarlindir og Öskju. Þetta er þriðja sumar Þórunnar í þjóðgarðinum Snæfellsjökli og hefur hún starfað þar sem landvörður frá stofnun hans og líkar vel. "Störf landvarða eru margvísleg og geta verið ólík frá einu svæði til annars, allt eftir aðstæðum og náttúrufari. Almennt eiga landverðir það sameiginlegt að hafa áhuga á náttúru og náttúruvernd. Ég hef starfað bæði hér og á hálendinu og finnst bæði mjög skemmtilegt og gefandi. Mér finnst bæði fróðlegt og lærdómsríkt að taka þátt í þeirri þróunarvinnu sem á sér stað hér í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Þetta er þriðja sumarið sem hann er starfræktur og felst starfið okkar að miklu leyti í uppbyggingu hans eins og að fræða fólk um svæðið, skipuleggja göngustíga, ýmiss konar viðhald og að laga gönguleiðir. Það getur því berið breytilegt frá degi til dags. Með fræðslu og góðu aðgengi er fólki auðvelduð umgengni um náttúru landsins. Þann 19. júní hefst svo hefðbundin dagskrá þjóðgarðsins. Þá verður ýmis fræðsla í boði fyrir gesti, gönguferðir verða fimm sinnum í viku og barnastundir tvisvar í viku," segir Þórunn. Þórunn segir ferðamannastrauminn á svæðið hafa aukist verulega eftir stofnun þjóðgarðsins. "Hér er ægifögur náttúra og margt að skoða. Það á að fara að opna gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum og þar munu landverðir vera til staðar og veita upplýsingar," segir hún. Á veturna hefur Þórunn verið að læra ferðamálafræði við Háskólann á Hólum. halldora@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira