
Viðskipti innlent
Kynna nýjan fasteignavef

Undirritaður hefur verið samningur milli Vísis og Eskils um þróun nýs fasteignavefs. Vefurinn verður meðal nýjunga sem kynntar verða á nýjum frétta-, afþreyingar- og þjónustuvef Vísis innan skamms. Mikið hefur verið lagt í þróun fasteignavefsins og mun öflug leitarvél gera notendum fasteignaleitina auðveldari. Bryddað verður upp á ýmissi nytsamlegri þjónustu á fasteignavefnum í samstarfi við KB banka. Þá hefur Vísir gert rekstrar- og hýsingarsamning við ANZA vegna nýja vefsins en ANZA sérhæfir sig í rekstri og uppbyggingu tölvukerfa og býður breiða og sveigjanlega þjónustu. Ráðgjafar- og hugbúnaðarhúsið Innn hf. annast alla uppsetningu og forritun nýs Vísis en vefurinn er keyrður með LiSA-vefstjórnunarkerfinu.