Íslenskur her í Afganistan 13. júní 2004 00:01 Íslenska friðargæslan - Björgvin Guðmundsson Íslenskur her er nú í Afganistan og tekur þátt í hernámi landsins. Er það kaldhæðnislegt,að þjóð,sem barist hefur gegn erlendu hernámi og þurft hefur að heyja langvarandi baráttu fyrir eigin sjálfstæði skuli nú taka þátt í að hernema erlenda þjóð og senda þangað hermenn.Reynt er að breiða yfir það að íslensku liðsmennirnir í Afganistan séu hermenn og þeir kallaðir "friðargæslumenn". En þessir menn, sem eru 17 talsins, eru í einkennisbúningum og bera vopn. Þeir fengu herþjálfun í Noregi. Slíkir menn hafa til þessa verið kallaðir hermenn. Það hefur ekki verið rætt sérstaklega á Alþingi hvort Ísland væri reiðubúið að stofna umræddan her í Afganistan. Svo virðist sem utanríkisráðherra hafi upp á sitt eindæmi ákveðið að stofna umrædda íslenska herdeild. Er það eftir öðru en margar ákvarðanir stjórnarherranna eru nú teknar án þess að leggja þær fyrir Alþingi. Telja má víst, að stofnun íslenskrar herdeildar í Afganistan sé ólögleg. Þegar Björn Bjarnason hreyfði hugmyndum um stofnun íslensks hers sættu þær mikilli andstöðu.Á ráðherrafundi NATO í Prag 2002 lofuðu forsætis-og utanríkisráðherra að leggja 300 millj. kr. til herflutninga til Írak með íslenskum flugvélum. Þetta loforð sætti mikilli gagnrýni enda virtist svo sem nota ætti íslenskar farþegaflugvélar til herflutninga. Íslensk stjórnvöld urðu því að draga loforðið frá Prag að hluta til baka. Í staðinn var ákveðið að verja peningum til flutninga til Afganistan og Írak. Ísland hefur því kostað flutninga til Afganistan og nú tekur Ísland einnig að sér stjórn flugvallarins í Kabul á vegum NATO með því að senda þangað íslenska herdeild.Það er mjög óeðlilegt, að Ísland sé að taka þátt í hernámi í landi, sem Bandaríkin réðust inn, í enda þótt sú innrás hafi verið gerð til þess að leita að Bin Laden og ráðast gegn Al Kaida. Nær væri fyrir Ísland að styðja í ríkari mæli en nú uppbyggingarstarf í þróunarlöndum og mannréttindabaráttu þar. Í þeim löndum eru verkefni næg. Ísland hefur unnið nokkurt starf á þessu sviði í Afríku en auka má það starf verulega,einkum aðstoð við mannréttindabaráttu.Ekki var rætt mikið á Alþingi um fjárveitingar til Afgangistan. Fram kom í fréttum, að Ísland léti 200 mill. kr. renna til Afganistan. Þess verður að vænta, að Alþingi hafi samþykkt þá fjárveitingu, þ.e. til flutninga til Afganistan og stjórnunar flugvallarins í Kabul. Ísland getur ekki í dag rekið stærsta spítala sinn á sómasamlegan hátt. Þar er skorið niður svo mjög, að öryggi sjúklinga er stefnt í hættu. Á sama tíma og þannig er ástatt er hlálegt, að Ísland sé að stunda hermannaleik í fjarlægu landi, Afganistan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Sjá meira
Íslenska friðargæslan - Björgvin Guðmundsson Íslenskur her er nú í Afganistan og tekur þátt í hernámi landsins. Er það kaldhæðnislegt,að þjóð,sem barist hefur gegn erlendu hernámi og þurft hefur að heyja langvarandi baráttu fyrir eigin sjálfstæði skuli nú taka þátt í að hernema erlenda þjóð og senda þangað hermenn.Reynt er að breiða yfir það að íslensku liðsmennirnir í Afganistan séu hermenn og þeir kallaðir "friðargæslumenn". En þessir menn, sem eru 17 talsins, eru í einkennisbúningum og bera vopn. Þeir fengu herþjálfun í Noregi. Slíkir menn hafa til þessa verið kallaðir hermenn. Það hefur ekki verið rætt sérstaklega á Alþingi hvort Ísland væri reiðubúið að stofna umræddan her í Afganistan. Svo virðist sem utanríkisráðherra hafi upp á sitt eindæmi ákveðið að stofna umrædda íslenska herdeild. Er það eftir öðru en margar ákvarðanir stjórnarherranna eru nú teknar án þess að leggja þær fyrir Alþingi. Telja má víst, að stofnun íslenskrar herdeildar í Afganistan sé ólögleg. Þegar Björn Bjarnason hreyfði hugmyndum um stofnun íslensks hers sættu þær mikilli andstöðu.Á ráðherrafundi NATO í Prag 2002 lofuðu forsætis-og utanríkisráðherra að leggja 300 millj. kr. til herflutninga til Írak með íslenskum flugvélum. Þetta loforð sætti mikilli gagnrýni enda virtist svo sem nota ætti íslenskar farþegaflugvélar til herflutninga. Íslensk stjórnvöld urðu því að draga loforðið frá Prag að hluta til baka. Í staðinn var ákveðið að verja peningum til flutninga til Afganistan og Írak. Ísland hefur því kostað flutninga til Afganistan og nú tekur Ísland einnig að sér stjórn flugvallarins í Kabul á vegum NATO með því að senda þangað íslenska herdeild.Það er mjög óeðlilegt, að Ísland sé að taka þátt í hernámi í landi, sem Bandaríkin réðust inn, í enda þótt sú innrás hafi verið gerð til þess að leita að Bin Laden og ráðast gegn Al Kaida. Nær væri fyrir Ísland að styðja í ríkari mæli en nú uppbyggingarstarf í þróunarlöndum og mannréttindabaráttu þar. Í þeim löndum eru verkefni næg. Ísland hefur unnið nokkurt starf á þessu sviði í Afríku en auka má það starf verulega,einkum aðstoð við mannréttindabaráttu.Ekki var rætt mikið á Alþingi um fjárveitingar til Afgangistan. Fram kom í fréttum, að Ísland léti 200 mill. kr. renna til Afganistan. Þess verður að vænta, að Alþingi hafi samþykkt þá fjárveitingu, þ.e. til flutninga til Afganistan og stjórnunar flugvallarins í Kabul. Ísland getur ekki í dag rekið stærsta spítala sinn á sómasamlegan hátt. Þar er skorið niður svo mjög, að öryggi sjúklinga er stefnt í hættu. Á sama tíma og þannig er ástatt er hlálegt, að Ísland sé að stunda hermannaleik í fjarlægu landi, Afganistan.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun