Viðskipti

Piparkökur og sjónvörp seljast sem aldrei fyrr
Sjónvörp og bökunarvörur seljast nú sem aldrei fyrr. Þá er ásókn í piparkökur helningi meiri nú en á sama tíma í fyrra.

Frumkvöðlar skipta með sér 30 milljónum
Íslandsbanki afhenti í dag styrki úr frumkvöðlasjóði bankans. Alls voru veittar 30,5 milljónir króna til fjórtán verkefna en 124 umsóknir bárust samkvæmt tilkynningu frá bankanum.

Fatnaður í fjarvinnu: Kósý eða „casual“?
Í fjarvinnunni hafa margir farið þá leið að vera betur til hafðir að „ofan“ en „neðan“ eða hreinlega vinna í joggingbuxum eða náttfötum alla daga. En hverju er mælt með?

Rannveig og Gísli ráðin í stjórnendastöður hjá Seðlabankanum
Rannveig Júníusdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra skrifstofu bankastjóra Seðlabanka Íslands og Gísli Óttarsson hefur verið ráðinn í stöðu áhættustjóra Seðlabanka Íslands.

Hundruð hermanna á hótelum í Reykjanesbæ
Umfangsmikilli loftrýmisgæslu bandaríska flughersins er nýlokið en flugsveitin hafði aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þá fara nú fram áhafnaskipti hjá kafbátaleitarsveit bandaríska sjóhersins.

„Við viljum bara að veitingastaðir lifi þetta ástand af“
Forsvarsmenn veitingastaðarins Duck and Rose settu af stað bylgju á meðal íslenskra veitingastaða í gær og það til að vekja athygli á stöðu þeirra á þessum erfiðu tímum.

Starfsfólk Jóa Fel sagt skulda hundruð þúsunda
Fyrrverandi starfsmönnum bakarískeðjunnar Jóa Fel sem fór á dögunum í gjaldþrot hefur borist kröfubréf um óuppgreidda skuld starfsmanna við fyrirtækið. Bréfið er sent frá skiptastjóra þrotabúsins en engar skýringar koma fram í bréfinu hvers vegna starfsfólkið skuldi peningana.

Vill sameiningu Skattsins og embættis skattrannsóknarstjóra
Embætti skattrannsóknarstjóra mun sameinast Skattinum nái fumvarp fjármála- og efnahagsráðherra fram að ganga.

Vísbendingar um heimilisofbeldi sem þú sem vinnufélagi ættir að vita af og hafa í huga
Vinnustaðurinn er oft einu tengslin sem þolendur heimilisofbeldis hafa við samfélagið og þeir skipta miklu máli til að sporna við ofbeldinu segir Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins meðal annars í viðtaliÞá getur samstarfsfól. k verið vakandi yfir vísbendingum um ofbeldi.

Milljarðakröfu Jóns Ásgeirs og Ingibjargar vísað frá í héraðsdómi
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá milljarðakröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Pálmadóttur og félags hennar, 365 hf., gegn fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess Heiðari Guðjónssyni og öllum stjórnarmönnum.

Bein útsending: Jólakvöld Húsgagnahallarinnar
Ekki missa af Jólakvöldi Húsgagnahallarinnar sem fram fer í beinu streymi hér á Vísi klukkan 20 í kvöld. Skemmtilegar uppákomur og leikir þar sem hægt verður að vinna flottar vörur.

Innkalla sælgæti vegna málmhlutar
Matvælastofnun hefur varað við neyslu á sænsku sælgæti „S-märke surt skum“, sem heildverslun Core ehf. flytur inn, vegna aðskotarhlutar úr málmi sem fannst í vörunni.

Anna nýr þjóðgarðsvörður á norðurhálendi
Anna Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin þjóðgarðsvörður á norðurhálendi Vatnajökulsþjóðgarðs með aðsetur á Mývatni.

Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna
Þórunn Sveinbjörnsdóttir dró óvænt úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og mælti með þeim næringarríka próteindrykk.

Ráðin til Gagnaveitu Reykjavíkur
Guðmundur Jóhann Arngrímsson og Regína Björk Jónsdóttir hafa verið ráðin í tækniþjónustu- og afhendingardeild Gagnaveitu Reykjavíkur.

Fyrsti vinnustaðurinn til að sporna við heimilisofbeldi í Covid
ISAL hefur nú innleitt aðgerðaráætlun til að sporna við heimilisofbeldi. Aðgerðaráætlunin byggir á nokkrum leiðum til að aðstoða starfsfólk sem gætu verið þolendur heimilisofbeldis til að stíga út úr þeim aðstæðum.

Margt þarf að ganga upp til að greiðslur berist fyrir mánaðarmót
Stefnt er að því að samþykkja frumvarp um tekjufallsstyrki fyrir lok vikunnar. Úrræðið hefur verið útvíkkað verulega. Veitingamenn óttast gjaldþrot í greininni og segja vanta meiri fyrirsjáanleika í aðgerðir stjórnvalda.

Ólöglegt varnarefni í Atkins-brauðblöndu
Matvælastofnun varar við brauðblöndunni Atkins bread mix vegna þess að sesamfræ sem notuð eru í framleiðslu á blöndunni innihalda varnarefnið ethylenoxíð sem óheimilt er að nota við framleiðslu matvæla.

Svona ætlar Twitter að bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum
Samfélagsmiðilinn Twitter hefur greint frá því hvernig brugðist verður við því muni einhver frambjóðandi í forseta- og þingkosningunum í Bandaríkin lýsa yfir sigri áður en skýrar niðurstöður þess efnis liggi fyrir.

Vísað út eftir að hafa neitað að bera grímu
Starfsmenn Nexus í Glæsibæ þurftu á laugardaginn að neita viðskiptavini um inngöngu vegna annars en óláta, ölvunar eða vímu eða þá fyrri stuldar í fyrsta sinn í 28 ár.

Mjólkursamsölunni skipt upp og Pálmi nýr forstjóri
Eigendur og stjórn Mjólkursamsölunnar hafa ákveðið að skipta starfseminni upp í sjálfstæð félög í sömu eigu, sem sinni annars vegar innlendri og hins vegar erlendri starfsemi.

Ráðinn til Sjóvár
Þórir Óskarsson, tryggingastærðfræðingur hefur verið ráðinn til trygginga- og tölfræðigreiningar Sjóvá.

Frá Össuri til Alvotech
Lyfjafyrirtækið Alvotech hefur ráðið Rakel Óttarsdóttur sem framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs.

Biðst lausnar eftir brottvikningu sem skiptastjóri
Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður og oddviti Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi í komandi alþingiskosningum, hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna. Hann segir brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi sjóðsins.

Greiðir tíu milljónir vegna saknæmrar sölu á stóðhesti
Guðmundur Friðrik Björgvinsson, einn færasti knapi Íslands og landsliðsmaður í íþróttinni, hefur verið dæmdur til að greiða rúmlega tíu milljónir króna í skaðabætur fyrir svik við sölu á stóðhestinum Byl til Noregs.

Bein útsending: Leiðin að 2,5 milljarða króna styrk
Dr. Erna Sif Arnardóttir, lektor við verkfræði- og tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Svefnseturs HR, heldur fyrirlestur klukkan tólf í dag um vegferðina að hinum eftirsóknarverða styrk frá Horizon 2020 ESB.

Skiptastjóranum vikið úr starfi vegna brots á skyldum
Lárusi Sigurði Lárussyni, lögmanni og stjórnarformanni Menntasjóðs námsmanna, hefur verið vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf vegna brots á starfs- og trúnaðarskyldum.

Covidþreytan í vinnunni og góð ráð
Fjögur einkenni Covidþreytu sem þú mögulega upplifir að sé að hafa áhrif á þig í vinnunni og nokkur góð ráð.

Hvetur ríki til að auka ríkisútgjöld í Covid-kreppunni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvatti í dag stærstu hagkerfi heims til þess að auka ríkisútgjöld til þess að vegna upp á móti efnahagssamdrætti vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Dragi ríkin saman seglin nú gæti það valdið enn meiri efnahagslegum hörmungum.

Stjórnendur Icelandair geti verið í golfi til 2022
Mikil áhætta felst í því að fjárfesta í Icelandair þessi misserin og gera má ráð fyrir að lítið verði að gera í flugrekstri til loka árs 2021, að sögn greinanda hjá Jakobsson Capital.