Viðskipti

Vara við „Lafufu“

Litlir skrímslabangsar eru það allra vinsælasta í dag hjá yngri kynslóðinni og seljast slíkir á hundruð þúsunda á endursölumarkaði. Slegist hefur verið um dúkkurnar í verslunum. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa varað við eftirlíkingum bangsanna.

Viðskipti erlent

Flytja Emm­ess­ís í Grafar­vog

Á dögunum var tekin skóflustunga að nýjum höfuðstöðvum Emmessís við Fossaleyni í Grafarvogi í Reykjavík. Húsið verður 3.400 fermetrar að stærð og hýsir framleiðslu, dreifingu, vöruhús og skrifstofur. Samhliða mun fyrirtækið ráðast í umfangsmikla endurnýjun á framleiðslu -og frystibúnaði sínum.

Viðskipti innlent

Þrjár ráðnar til Krafts

Eva Sigrún Guðjónsdóttir, Guðný Sara Birgisdóttir og Ragnhildur Þóra Hafsteinsdóttir hafa verið ráðnar til Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra.

Viðskipti innlent

Samið um norð­lenska for­gangs­orku

Landsvirkjun og gagnaver atNorth á Akureyri hafa samið um kaup gagnaversins á allt að 12 MW forgangsorku frá og með síðari hluta næsta árs. Samningurinn er til fimm ára og þar sem atNorth kaupir einnig upprunaábyrgðir flokkast samningurinn sem grænn raforkusamningur.

Viðskipti innlent

Loka Brút og Kaffi Ó-le

Loka á veitingastaðnum Brút í Pósthússtræti og kaffihúsinu Ó-le í Hafnarstræti. Staðirnir hafa verið reknir saman. Það staðfestir Ragnar Eiríksson kokkur sem átti Brút með þeim Ólafi Erni Ólafssyni og Braga Skaftasyni veitingamönnum.

Viðskipti innlent

Standist ekki sögu­skoðun að tengja upp­sagnirnar við veiðigjöldin

Fjármálaráðherra segir fullyrðingar forsvarsmanna sjávarútvegsins um að uppsagnir fimmtíu starfsmanna hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum megi rekja með beinum hætti til hækkunar veiðigjalda séu úr takti við þróun í geiranum undanfarin ár, hagræðing hafi alltaf fylgt sjávarútvegi. Það séu hinsvegar aldrei góðar fréttir þegar stórir hópar missi vinnuna, ríkisstjórnin muni fylgjast með stöðunni.

Viðskipti innlent