Viðskipti

„Verum óhrædd og þorin og prófum okkur áfram“

„Mitt ráð til þeirra sem eru að stíga þau skref að stytta vinnuvikuna er að horfa á verkefnið sem umbótatækifæri og nota þau verkfæri sem hönnunarhugsun færir okkur,“ segir Sara Lind Guðbergsdóttir sérfræðingur hjá Ríkiskaupum og þýðandi bókarinnar „Styttri“ eftir dr. Alex S. Pang framtíðarfræðings í Kísildal í Bandaríkjunum.

Atvinnulíf

Álverð rýkur upp og búið að hækka um 59 prósent

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað hratt á undanförnum vikum og fór í dag í 2.330 dollara tonnið. Það er 59 prósenta hækkun á ellefu mánuðum en um miðjan maí í fyrra fór verðið niður undir 1.460 dollara. Hækkunin frá því í byrjun febrúar nemur átján prósentum.

Viðskipti innlent

Handsöluðu samning um aukið starfsnám

Háskóli Íslands, menntamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök atvinnulífsins hafa tekið höndum saman því skyni að efla tækifæri til starfsþjálfunar hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ sem segir að um stóreflingu sé að ræða.

Viðskipti innlent

Seðlabankinn skammar LIVE vegna útboðs Icelandair

Seðlabanki Íslands segir að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LIVE) hafi ekki gætt að því að meta hæfi einstakra stjórnarmanna við undirbúning og ákvörðun um hvort sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Þetta kemur fram á vef Seðlabankans.

Viðskipti

Hætt að trúa því að allt muni fara til fjandans

,,Það er ekkert sem hefur þroskað mig meira og kennt mér að standa með sjálfri mér heldur en þetta ferli. Ef þú ætlar að lifa þetta af þá þarftu að hafa trú á þér því það er engin annar að fara að peppa þig upp. Þú þarft að vita innst inni, sem ég geri, að þetta er rétt. Þú veist það einhvern veginn að þú getur ekki gert neitt annað þrátt fyrir að þetta sé stundum erfitt og kannski ekki rökrétt.“

Viðskipti innlent

Fimm algengustu ástæður þess að fólk segir upp og hættir

Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum segja 71% starfsfólks, að það myndi frekar kjósa lægri laun en að vera í starfi sem það væri óánægt í. Þá sýna rannsóknir að algengustu ástæður þess að fólk segir upp og hættir í starfi, eru ekki laun, heldur ýmiss önnur atriði.  

Atvinnulíf

Bein útsending: Léttum lífið

Rætt verður um opinberar umbætur og framtíðarsýn á opnum viðburði á vegum Fjármála- og efhahagsráðuneytisins en yfirskrift hans er Léttum lífið: Spörum sporin og aukum hagkvæmni með umbótum í opinberri þjónustu.

Viðskipti innlent

Ríkið innleiðir nýja stjórnendastefnu: Vilja hæfasta fólkið

„Stjórnendur ríkisins eiga að búa yfir hæfni og þekkingu til að geta brugðist við sífellt flóknara starfsumhverfi og vinna að breytingum í samfélaginu. Sú hæfni sem lögð er til grundvallar í stefnunni eru leiðtogahæfileikar, áhersla á árangursmiðaða stjórnun, samskiptahæfni og heilindi sem er svo útfærð nánar í stefnunni,“ segir Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um nýja stjórnendastefnu sem ríkið vinnur nú að því að innleiða.

Atvinnulíf