Viðskipti

Smitten vex með Lísu Rán

Lísa Rán Arnórsdóttir hefur gengið til liðs við stefnumóta appið Smitten. Hún var áður vörustjóri farsíma-, net- og sjónvarpsþjónustu Nova. Lísa hóf störf þann 4. nóvember síðastliðinn.

Viðskipti innlent

Iða úr Arnarlax í Lax-Inn

Iða Marsibil Jónsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Lax-inn fræðslumiðstöðvar fiskeldis í Reykjavík. Iða var áður ein af lykilmönnum Arnarlax, samkvæmt tilkynningu.

Viðskipti innlent

Bjarni boðar nýtt álagningakerfi á græn ökutæki

Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að innleiða nýtt álagningarkerfi fyrir bifreiðar sem ekki væru drifnar áfram af jarðefnaeldsneyti. Fyrstu skrefin verði vonandi stigin á næsta eða þarnæsta ári. Ríkissjóður geti ekki verið án tekna af umferðinni til að standa undir viðhaldi og uppbyggingu innviða hennar.

Neytendur

Borgin þurfi að fara í megrun

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, gagnrýnir harðlega fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var af borgarstjórn í gærkvöld.

Viðskipti innlent

Ólafía nýr fjár­mála­stjóri Deloitte

Ólafía Ingibjörg Þorvaldsdóttir viðskiptafræðingur hefur verið ráðin sem fjármálastjóri Deloitte á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Sunnu Dóru Einarsdóttur, meðeigenda Deloitte og sviðsstjóra Viðskiptalausna, sem hefur gengt því starfi undanfarin fimm ár.

Viðskipti innlent

Icelandair á enn langt í land

Icelandair flutti um 170 þúsund farþega í innanlands- og millilandaflugi í nóvember. Áfram sést mikil aukning milli ára en um 13 þúsund flugu með flugfélaginu á sama tímabili í fyrra.

Viðskipti innlent

Eyddu síðustu krónunum sínum í jólaseríur

Um land allt standa þúsundir fyrirtækjaeigenda frammi fyrir einni spurningu á hverjum degi: Hvernig náum við að lifa heimsfaraldurinn af? Í dag heyrum við dæmisögu um eitt slíkt fyrirtæki og hvernig þeim hefur gengið að takast á við Covid.

Atvinnulíf

Verðhækkanir hjá Domino's

Verðhækkanir tóku gildi hjá flatbökurisanum Domino‘s um síðustu mánaðamót. Forstjórinn segir að um sé að ræða viðbrögð við ýmsum hækkunum á hráefnisverði og mikið hafi verið lagt upp úr því að halda verðbreytingum í hófi.

Neytendur