Viðskipti innlent Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. Viðskipti innlent 25.8.2021 08:34 Laut í lægra haldi fyrir erlendum tæknirisum Viðskiptabankarnir töldu að lítil eftirspurn væri eftir greiðsluappinu Kvitt og vildu frekar einbeita sér að innleiðingu erlendra lausna á borð við Apple Pay. Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor hefur litlar áhyggjur af því að alvarleg röskun geti orðið á tengingu Íslands við erlend greiðslukortakerfi. Viðskipti innlent 25.8.2021 08:01 Gauknum lokað skyndilega vegna karaokíþyrstra Covid-sjúklinga Skemmtistaðurinn Gaukurinn verður lokaður í kvöld eftir að stjórnendum staðarins barst það til eyrna að karaokí þyrstir Covid-sjúklingar hygðust mæta á karaokí-kvöld, sem átti að vera á staðnum í kvöld. Þetta staðfestir rekstrarstjóri Gauksins í samtali við fréttastofu. Viðskipti innlent 24.8.2021 18:19 Fjögur fyrirtæki sameinast undir nafni Hitatækni Hitatækni, Varmi, Rafloft og Proventa hafa sameinast undir nafni Hitatækni. Viðskipti innlent 24.8.2021 14:39 Framkvæmdastjóri sölusviðs Play hættur Þórður Bjarnason, framkvæmdastjóri sölusviðs flugfélagsins Play, er hættur hjá félaginu eftir að hafa verið sagt upp störfum. Viðskipti innlent 24.8.2021 13:08 Segir starfsfólki Play engir afarkostir settir Forstjóri flugfélagsins Play segir að engum starfsmönnum félagsins hafi verið settir afarkostir í tengslum við áframhaldandi starf í haust og vetur. Tillaga um að bjóða fastráðnum starfsmönnum að lækka starfshlutfall til að fleiri gætu haldið vinnu hefði mælst vel fyrir, en það væri engin skylda. Viðskipti innlent 24.8.2021 11:40 Sandra Mjöll ráðin framkvæmdastjóri RH Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Raunvísindastofnunar Háskólans (RH). Hún tók við starfinu í byrjun ágúst. Viðskipti innlent 24.8.2021 11:13 Starfsmönnum Play boðið 50 prósent lægra starfshlutfall í vetur Stjórnendur Play funduðu með starfsmönnum félagsins í síðustu viku en á fundinum var meðal annars rædd sú tillaga að flugmenn og flugliðar tækju á sig allt að 50 prósent lækkun á starfshlutfalli gegn fastráðningu í vetur. Viðskipti innlent 24.8.2021 06:24 Kaupsamningum fækkar um tólf prósent milli mánaða Þjóðskrá hefur tekið saman upplýsingar um veltu á fasteignamarkaði eftir landshlutum í júlí 2021 samkvæmt þinglýstum gögnum. Þegar júlí 2021 er borinn saman við júní 2021 fækkar kaupsamningum um 12,2 prósent og velta lækkar um 9,2 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði samningum um 16 prósent á milli mánaða og velta lækkaði um 11,8 prósent. Viðskipti innlent 23.8.2021 18:31 Hafa skilað inn umsókn um Bandaríkjaflug: „Mikið regluverk og þarf að plana vel“ Flugfélagið Play hefur skilað inn umsókn til bandarískra flugmálayfirvalda um heimild til farþegaflutninga milli Íslands og Bandaríkjanna. Viðskipti innlent 23.8.2021 13:44 Handboltakempa ráðin forstöðumaður heilbrigðislausna Hrafn Ingvarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður heilbrigðislausna hjá Origo. Viðskipti innlent 23.8.2021 10:06 Jóhanna tekur við Banönum Jóhanna Þ. Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Banana ehf., dótturfélags Haga hf.. Hún tekur við starfinu af Kjartani Má Friðsteinssyni. Viðskipti innlent 20.8.2021 16:46 Tekjur Íslendinga: Skattadrottning seinasta árs er stærðfræðikennari Inga Dóra Sigurðardóttir, stærðfræðikennari við Verzlunarskólann, var skattadrottning Íslands í fyrra. Inga hagnaðist, ásamt eiginmanni sínum Berki Arnviðarssyni, um tæpa tvo milljarða króna á sölu á hlutabréfum í danska fyrirtækinu ChemoMetec. Viðskipti innlent 20.8.2021 16:16 Reynslubolti af Mbl.is í morgunútvarp Rásar 1 Guðrún Hálfdánardóttir hefur verið ráðin til Ríkisútvarpsins þar sem hún á að leysa af Þórunni Elísabetu Bogadóttur á Morgunvaktinni á Rás 1 næsta hálfa árið. Hún starfaði lengi sem fréttastjóri og blaðamaður á Mbl.is. Viðskipti innlent 20.8.2021 14:38 Bankarnir vildu ekki lausnina sem átti að sefa áhyggjur Seðlabankans Reiknistofa bankanna stöðvaði þróun greiðslulausnar sem átti að gera fólki kleift að greiða verslunum og öðrum fyrirtækjum án milligöngu kortafyrirtækja. Viðskiptabankarnir höfðu þá sýnt því lítinn áhuga að innleiða kerfið fyrir sína viðskiptavini. Viðskipti innlent 20.8.2021 13:32 Ritstjóri og blaðamaður Markaðarins segja upp störfum Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, hefur sagt upp störfum á viðskiptariti Fréttablaðsins og hyggst færa sig yfir á nýjan starfsvettvang. Hörður sagði upp um síðustu mánaðamót ásamt Þorsteini Friðriki Halldórssyni, blaðamanni á Markaðnum. Viðskipti innlent 20.8.2021 11:18 Halldór Benjamín: „Drambsfull nálgun að telja að allir aðrir misskilji stöðuna“ „Það er drambsfull nálgun að telja að allir aðrir misskilji stöðuna hrapalega og vaði í villu og svíma. Meira að segja fordæmi frá Noregi og Danmörku eru algjörlega afskrifuð.“ Viðskipti innlent 20.8.2021 10:44 Spá því að stýrivextir tvöfaldist fyrir árslok 2022 Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans haldist óbreyttir eftir næstu vaxtaákvörðun bankans í næstu viku. Því er þó spáð að stýrivextirnir verði komnir í 2,0 prósent fyrir árslok 2022. Viðskipti innlent 20.8.2021 10:33 Klámhögg fyrir OnlyFans-stjörnur Vefþjónustan OnlyFans segist vera að banna klám á miðlum sínum, en kynferðislegt myndefni hefur verið helsti punktur forritsins frá upphafi. Talsmenn fyrirtækisins segja að nekt verði áfram leyfð, en að samhengi hennar verði að vera í takt við viðmið síðunnar. Viðskipti innlent 19.8.2021 20:58 Björn Bjarki tekur við af Gísla Páli hjá SFV Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Brákarhlíðar í Borgarnesi, hefur tekið við formennsku hjá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viðskipti innlent 19.8.2021 14:50 Selja Höfrung III og kaupa Iivid á tæpa 1,2 milljarða Brim hefur selt Höfrung III AK 250 til Rússlands og verður skipið afhent nýjum eigendum í september næstkomandi. Félagið hefur jafnframt keypt 1.969 brúttótonna skip frá Arctic Prime Fisheries ApS á tæpa 1,2 milljarða króna. Viðskipti innlent 19.8.2021 14:41 Tekjur Íslendinga: Vigdís sú eina á topp tíu með körlunum Óskar Sesar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ber höfuð og herðar yfir aðra embættismenn og forstjóra ríkisfyrirtækja hvað varðar tekjur. Samkvæmt nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar Verslunar var Óskar Sesar með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur í fyrra. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er eina konan á topp tíu listanum. Viðskipti innlent 19.8.2021 13:24 Þórhildur ráðin kynningarfulltrúi BHM Þórhildur Þorkelsdóttir hefur verið ráðin kynningarfulltrúi BHM og hefur þegar tekið til starfa. Viðskipti innlent 19.8.2021 08:23 Þjóðaröryggisráð fundað fjórum sinnum vegna stöðunnar á greiðslumiðlunarmarkaði Þjóðaröryggisráð hefur fundað fjórum sinnum vegna þeirrar ógnar sem kann að steðja að efnahagslífi landsins að greiðslumiðlunarkerfi séu nú allar í eigu erlendra aðila og lúta ekki að íslenskri lögsögu að fullu. Unnið er að þróun innlendrar greiðslulausnar. Viðskipti innlent 19.8.2021 07:36 Tekjur Íslendinga: Lítil hreyfing á lista fjölmiðlafólks þar sem RÚVarar mega vel við una Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var tekjuhæsti fjölmiðlamaður landsins á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar með 5,47 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Hluti þeirra tekna eru eftirlaun frá tíma hans sem ráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. Viðskipti innlent 19.8.2021 07:00 „Þetta er hálf nöturleg framtíðarsýn“ Jón Mýrdal, eigandi Húrra og Skuggabaldurs í miðbæ Reykjavíkur, segir að sér finnist sú framtíðarsýn sem sett er fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19 vera hræðileg. Hann bendir á að á skemmtistöðum sé farið eftir ströngum kröfum um sóttvarnir, annað en til dæmis í partýum í heimahúsum. Viðskipti innlent 18.8.2021 19:21 „Mjög krefjandi“ að hitta á rétt framboð flugferða Icelandair hefur að undanförnu þurft að fella niður hluta af áætlun sinni í flugferðum fyrir haustið vegna áhrifa ferðatakmarkana hvers konar. Viðskipti innlent 18.8.2021 14:41 Fjögur ráðin til KPMG sem ráðgjafar Anna-Bryndís Zingsheim Rúnudóttir, Björg Ýr Jóhannsdóttir, Helena Júlía Kristinsdóttir og Ingvar Ágúst Ingvarsson hafa verið ráðin sem ráðgjafar á ráðgjafasviði KPMG. Viðskipti innlent 18.8.2021 14:31 Tekjur Íslendinga: Tekjur forstjóra allt að 36 milljónir króna á mánuði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels og Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments raða sér í efstu sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja í fyrra. Sá fyrrnefndi var að jafnaði með 35,94 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur á mánuði og nafni hans með góða 26,31 milljón í mánaðartekjur. Viðskipti innlent 18.8.2021 11:55 Ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptalausna hjá Advania Heimir Fannar Gunnlaugsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania. Hann hefur starfað hjá Microsoft á Íslandi síðan 2013, lengst af sem forstjóri. Viðskipti innlent 18.8.2021 10:05 « ‹ 156 157 158 159 160 161 162 163 164 … 334 ›
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. Viðskipti innlent 25.8.2021 08:34
Laut í lægra haldi fyrir erlendum tæknirisum Viðskiptabankarnir töldu að lítil eftirspurn væri eftir greiðsluappinu Kvitt og vildu frekar einbeita sér að innleiðingu erlendra lausna á borð við Apple Pay. Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor hefur litlar áhyggjur af því að alvarleg röskun geti orðið á tengingu Íslands við erlend greiðslukortakerfi. Viðskipti innlent 25.8.2021 08:01
Gauknum lokað skyndilega vegna karaokíþyrstra Covid-sjúklinga Skemmtistaðurinn Gaukurinn verður lokaður í kvöld eftir að stjórnendum staðarins barst það til eyrna að karaokí þyrstir Covid-sjúklingar hygðust mæta á karaokí-kvöld, sem átti að vera á staðnum í kvöld. Þetta staðfestir rekstrarstjóri Gauksins í samtali við fréttastofu. Viðskipti innlent 24.8.2021 18:19
Fjögur fyrirtæki sameinast undir nafni Hitatækni Hitatækni, Varmi, Rafloft og Proventa hafa sameinast undir nafni Hitatækni. Viðskipti innlent 24.8.2021 14:39
Framkvæmdastjóri sölusviðs Play hættur Þórður Bjarnason, framkvæmdastjóri sölusviðs flugfélagsins Play, er hættur hjá félaginu eftir að hafa verið sagt upp störfum. Viðskipti innlent 24.8.2021 13:08
Segir starfsfólki Play engir afarkostir settir Forstjóri flugfélagsins Play segir að engum starfsmönnum félagsins hafi verið settir afarkostir í tengslum við áframhaldandi starf í haust og vetur. Tillaga um að bjóða fastráðnum starfsmönnum að lækka starfshlutfall til að fleiri gætu haldið vinnu hefði mælst vel fyrir, en það væri engin skylda. Viðskipti innlent 24.8.2021 11:40
Sandra Mjöll ráðin framkvæmdastjóri RH Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Raunvísindastofnunar Háskólans (RH). Hún tók við starfinu í byrjun ágúst. Viðskipti innlent 24.8.2021 11:13
Starfsmönnum Play boðið 50 prósent lægra starfshlutfall í vetur Stjórnendur Play funduðu með starfsmönnum félagsins í síðustu viku en á fundinum var meðal annars rædd sú tillaga að flugmenn og flugliðar tækju á sig allt að 50 prósent lækkun á starfshlutfalli gegn fastráðningu í vetur. Viðskipti innlent 24.8.2021 06:24
Kaupsamningum fækkar um tólf prósent milli mánaða Þjóðskrá hefur tekið saman upplýsingar um veltu á fasteignamarkaði eftir landshlutum í júlí 2021 samkvæmt þinglýstum gögnum. Þegar júlí 2021 er borinn saman við júní 2021 fækkar kaupsamningum um 12,2 prósent og velta lækkar um 9,2 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði samningum um 16 prósent á milli mánaða og velta lækkaði um 11,8 prósent. Viðskipti innlent 23.8.2021 18:31
Hafa skilað inn umsókn um Bandaríkjaflug: „Mikið regluverk og þarf að plana vel“ Flugfélagið Play hefur skilað inn umsókn til bandarískra flugmálayfirvalda um heimild til farþegaflutninga milli Íslands og Bandaríkjanna. Viðskipti innlent 23.8.2021 13:44
Handboltakempa ráðin forstöðumaður heilbrigðislausna Hrafn Ingvarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður heilbrigðislausna hjá Origo. Viðskipti innlent 23.8.2021 10:06
Jóhanna tekur við Banönum Jóhanna Þ. Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Banana ehf., dótturfélags Haga hf.. Hún tekur við starfinu af Kjartani Má Friðsteinssyni. Viðskipti innlent 20.8.2021 16:46
Tekjur Íslendinga: Skattadrottning seinasta árs er stærðfræðikennari Inga Dóra Sigurðardóttir, stærðfræðikennari við Verzlunarskólann, var skattadrottning Íslands í fyrra. Inga hagnaðist, ásamt eiginmanni sínum Berki Arnviðarssyni, um tæpa tvo milljarða króna á sölu á hlutabréfum í danska fyrirtækinu ChemoMetec. Viðskipti innlent 20.8.2021 16:16
Reynslubolti af Mbl.is í morgunútvarp Rásar 1 Guðrún Hálfdánardóttir hefur verið ráðin til Ríkisútvarpsins þar sem hún á að leysa af Þórunni Elísabetu Bogadóttur á Morgunvaktinni á Rás 1 næsta hálfa árið. Hún starfaði lengi sem fréttastjóri og blaðamaður á Mbl.is. Viðskipti innlent 20.8.2021 14:38
Bankarnir vildu ekki lausnina sem átti að sefa áhyggjur Seðlabankans Reiknistofa bankanna stöðvaði þróun greiðslulausnar sem átti að gera fólki kleift að greiða verslunum og öðrum fyrirtækjum án milligöngu kortafyrirtækja. Viðskiptabankarnir höfðu þá sýnt því lítinn áhuga að innleiða kerfið fyrir sína viðskiptavini. Viðskipti innlent 20.8.2021 13:32
Ritstjóri og blaðamaður Markaðarins segja upp störfum Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, hefur sagt upp störfum á viðskiptariti Fréttablaðsins og hyggst færa sig yfir á nýjan starfsvettvang. Hörður sagði upp um síðustu mánaðamót ásamt Þorsteini Friðriki Halldórssyni, blaðamanni á Markaðnum. Viðskipti innlent 20.8.2021 11:18
Halldór Benjamín: „Drambsfull nálgun að telja að allir aðrir misskilji stöðuna“ „Það er drambsfull nálgun að telja að allir aðrir misskilji stöðuna hrapalega og vaði í villu og svíma. Meira að segja fordæmi frá Noregi og Danmörku eru algjörlega afskrifuð.“ Viðskipti innlent 20.8.2021 10:44
Spá því að stýrivextir tvöfaldist fyrir árslok 2022 Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans haldist óbreyttir eftir næstu vaxtaákvörðun bankans í næstu viku. Því er þó spáð að stýrivextirnir verði komnir í 2,0 prósent fyrir árslok 2022. Viðskipti innlent 20.8.2021 10:33
Klámhögg fyrir OnlyFans-stjörnur Vefþjónustan OnlyFans segist vera að banna klám á miðlum sínum, en kynferðislegt myndefni hefur verið helsti punktur forritsins frá upphafi. Talsmenn fyrirtækisins segja að nekt verði áfram leyfð, en að samhengi hennar verði að vera í takt við viðmið síðunnar. Viðskipti innlent 19.8.2021 20:58
Björn Bjarki tekur við af Gísla Páli hjá SFV Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Brákarhlíðar í Borgarnesi, hefur tekið við formennsku hjá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viðskipti innlent 19.8.2021 14:50
Selja Höfrung III og kaupa Iivid á tæpa 1,2 milljarða Brim hefur selt Höfrung III AK 250 til Rússlands og verður skipið afhent nýjum eigendum í september næstkomandi. Félagið hefur jafnframt keypt 1.969 brúttótonna skip frá Arctic Prime Fisheries ApS á tæpa 1,2 milljarða króna. Viðskipti innlent 19.8.2021 14:41
Tekjur Íslendinga: Vigdís sú eina á topp tíu með körlunum Óskar Sesar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ber höfuð og herðar yfir aðra embættismenn og forstjóra ríkisfyrirtækja hvað varðar tekjur. Samkvæmt nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar Verslunar var Óskar Sesar með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur í fyrra. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er eina konan á topp tíu listanum. Viðskipti innlent 19.8.2021 13:24
Þórhildur ráðin kynningarfulltrúi BHM Þórhildur Þorkelsdóttir hefur verið ráðin kynningarfulltrúi BHM og hefur þegar tekið til starfa. Viðskipti innlent 19.8.2021 08:23
Þjóðaröryggisráð fundað fjórum sinnum vegna stöðunnar á greiðslumiðlunarmarkaði Þjóðaröryggisráð hefur fundað fjórum sinnum vegna þeirrar ógnar sem kann að steðja að efnahagslífi landsins að greiðslumiðlunarkerfi séu nú allar í eigu erlendra aðila og lúta ekki að íslenskri lögsögu að fullu. Unnið er að þróun innlendrar greiðslulausnar. Viðskipti innlent 19.8.2021 07:36
Tekjur Íslendinga: Lítil hreyfing á lista fjölmiðlafólks þar sem RÚVarar mega vel við una Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var tekjuhæsti fjölmiðlamaður landsins á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar með 5,47 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Hluti þeirra tekna eru eftirlaun frá tíma hans sem ráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. Viðskipti innlent 19.8.2021 07:00
„Þetta er hálf nöturleg framtíðarsýn“ Jón Mýrdal, eigandi Húrra og Skuggabaldurs í miðbæ Reykjavíkur, segir að sér finnist sú framtíðarsýn sem sett er fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19 vera hræðileg. Hann bendir á að á skemmtistöðum sé farið eftir ströngum kröfum um sóttvarnir, annað en til dæmis í partýum í heimahúsum. Viðskipti innlent 18.8.2021 19:21
„Mjög krefjandi“ að hitta á rétt framboð flugferða Icelandair hefur að undanförnu þurft að fella niður hluta af áætlun sinni í flugferðum fyrir haustið vegna áhrifa ferðatakmarkana hvers konar. Viðskipti innlent 18.8.2021 14:41
Fjögur ráðin til KPMG sem ráðgjafar Anna-Bryndís Zingsheim Rúnudóttir, Björg Ýr Jóhannsdóttir, Helena Júlía Kristinsdóttir og Ingvar Ágúst Ingvarsson hafa verið ráðin sem ráðgjafar á ráðgjafasviði KPMG. Viðskipti innlent 18.8.2021 14:31
Tekjur Íslendinga: Tekjur forstjóra allt að 36 milljónir króna á mánuði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels og Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments raða sér í efstu sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja í fyrra. Sá fyrrnefndi var að jafnaði með 35,94 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur á mánuði og nafni hans með góða 26,31 milljón í mánaðartekjur. Viðskipti innlent 18.8.2021 11:55
Ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptalausna hjá Advania Heimir Fannar Gunnlaugsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania. Hann hefur starfað hjá Microsoft á Íslandi síðan 2013, lengst af sem forstjóri. Viðskipti innlent 18.8.2021 10:05