Viðskipti innlent

Fróði ráðinn til Frumtaks

Fróði Steingrímsson lögmaður hefur gengið til liðs við Frumtak þar sem hann mun sinna lögfræðilegum málefnum fyrir félagið og taka þátt í þróun á starfsemi þess. Þá mun hann veita félögum í eignasafni Frumtakssjóðanna ráðgjöf og stuðning.

Viðskipti innlent

Nýorkubílar 83,3 prósent nýrra seldra bíla í janúar

Hlutdeild nýorkubíla heldur áfram að aukast og nam hlutur þeirra alls 83,3% af heildarsölu nýrra bíla þar sem af er janúar. Hreinir rafbílar eru í efsta sæti með alls 36,9% hlutdeild, tengiltvinnbílar með 32,9% og hybridbílar 13,5%. Hlutdeild dísilbíla var 9,3% og bensínbíla 7,4%.

Viðskipti innlent

Daði hættir hjá Fossum mörkuðum

Daði Kristjánsson hefur látið af störfum hjá Fossum mörkuðum en hann mun taka við starfi framkvæmdastjóra hjá nýstofnuðu félagi, Viska Digital Assets ehf., sem vinnur að því að koma á fót sérhæfðum fagfjárfestasjóði með áherslu á rafmyntir og bálkakeðjutækni.

Viðskipti innlent

Sjö sinnum fleiri gistinætur í desember

Gistinóttum á öllum tegundum skráðra gististaða fjölgaði um 55% í fyrra og voru 5,1 milljón samanborið við 3.3 milljónir árið 2020. Íslenskar gistinætur voru um 40% gistinátta eða um 2,0 milljónir en voru 1,5 milljónir á fyrra ári. Um 60% gistinátta voru erlendar eða um 3,1 milljón samanborið við 1,8 milljónir árið áður.

Viðskipti innlent

Óttast að ferða­­þjónustunni blæði út

Stjórnendur í ferðaþjónustu segja hætt við að ferðaþjónustunni blæði út ef ekki verði gripið til ráðstafana. Vetrarmánuðirnir hafi verið erfiðir og hætta sé fyrir hendi að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum í sumar.

Viðskipti innlent

Verðbólga í hæstu hæðum

Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands.  Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012.

Viðskipti innlent

Ráðin markaðs­stjóri RV

Harpa Grétarsdóttir hefur verið ráðin nýr markaðsstjóri Rekstrarvara, RV. Hún tekur við starfinu af Kristbirni Jónssyni sem verður yfirmaður heilbrigðissviðs og gæðastjóri fyrirtækisins.

Viðskipti innlent

Hag­kaup frestar Dönskum dögum í ljósi að­stæðna

Stjórnendur Hagkaups hafa tekið ákvörðun um að fresta fyrirhöguðum Dönskum dögum um óákveðinn tíma í ljósi aðstæðna. Líkt og frægt er orðið töpuðu Danir fyrir Frökkum í mikilvægum leik á EM í handbolta í gærkvöldi en með sigri Dana hefðu Íslendingar komist í undanúrslitin.

Viðskipti innlent

Stóra bíla­salan braut lög

Fullyrðingar Stóru bílasölunnar ehf. um að boðið væri upp á allt að 100% lán fyrir kaupum á smájeppa voru villandi, að mati Neytendastofu og hið sama á við óskýran verðsamanburð við bíla hjá samkeppnisaðilum.

Viðskipti innlent

Flytja inn eldaðan Popcorn kjúkling

Átján tonna tollkvóti sem KFC á Íslandi fékk úthlutað í desember fyrir innflutning á unnum kjötvörum verður nýttur til að flytja inn svonefndan Popcorn kjúkling sem kemur fulleldaður frá Bretlandi.

Viðskipti innlent