Viðskipti innlent

Inn­herji á Vísi færður fyrir aftan greiðslu­vegg

Frá og með deginum í dag verður viðskiptamiðillinn Innherji á Vísi í áskrift og færður fyrir aftan greiðsluvegg. Samhliða þessu er ný innskráning á Vísi kynnt til leiks þar sem notast er við rafræn skilríki. Þegar fram líða stundir verður ýmis önnur þjónusta í boði fyrir innskráða lesendur.

Viðskipti innlent

Bein út­sending: Ferða­þjónustu­dagurinn 2022

Ferðaþjónustudagurinn 2022 fer fram í Norðurljósasal Hörpu í dag, miðvikudaginn 14. september. Á fundinum verður fjallað um ferðaþjónustu með tilliti til verðmætasköpunar og stöðunnar í hagkerfinu meðal annars en honum verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi.

Viðskipti innlent

Um 380 milljónum deilt til 25 einka­rekinna fjöl­miðla

25 einkareknir fjölmiðlar deila með sér rúmlega 380 milljónum króna samkvæmt niðurstöðu úthlutunarnefndar um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Þremur umsóknum var hafnað þar sem umsóknirnar uppfylltu ekki skilyrði fyrir rekstrarstuðning en í heildina sóttu fjölmiðlarnir 28 um rekstrarstuðning að fjárhæð 917,5 milljónir króna.

Viðskipti innlent

Kemur til 50skills frá CreditIn­fo

Kristín Helga Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá fyrirtækinu 50skills sem sérhæfir sig í hugbúnaðargerð á sviði ráðninga. Hún starfaði áður hjá Creditinfo Lánstrausti þar sem hún gegndi stöðu forstöðumanns vöru- og verkefnastýringar.

Viðskipti innlent

Íbúðum sem seljast yfir ásettu verði fækkar

Íbúðum sem seldust yfir ásettu verði fækkaði um tæp tíu prósent á höfuðborgarsvæðinu milli maí og júní. Þrátt fyrir það styttist meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu milli júní og júlí mánaða úr 42,3 dögum í 40,1 dag. 

Viðskipti innlent

Amazon birtir heimildar­þátt um Kerecis

Heimildarþáttur um íslenska lækningavörufyrirtækið Kerecis er nú aðgengilegur á streymisveitunni Amazon Prime. Aðstoðarforstjóri Amazon stýrir þáttaröðinni sem fjallar um áhugaverð fyrirtæki, sem hann telur eiga erindi við framtíðina.

Viðskipti innlent

Kemur ný inn í eig­enda hóp Réttar

Védís Eva Guðmundsdóttir hefur bæst í hóp eigenda hjá hjá lögmannsstofunni Rétti – Aðalsteinsson & Partners. Hún hefur sérhæft sig í mannréttindamálum og Evrópurétti og hefur starfað á stofunni frá 2020.

Viðskipti innlent

Nýr fram­kvæmda­stjóri hjá Kerecis

Dr. Dan Mooradian hefur tekið við sem framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarmála hjá Kerecis. Klara Sveinsdóttir sem var áður framkvæmdastjóri rannsóknar-, þróunar-, gæða- og skráningarmála mun nú einbeita sér einungis að gæða- og skráningarmálum.

Viðskipti innlent

Réttur fjöldi marka gæti gefið 650 milljónir króna

Íslenskar getraunir mun síðar í mánuðinum taka upp nýjan getraunaleik sem felst í því að þátttakendur giska á hversu mörk verði skoruð í heild í hverjum þeim þrettán leikja sem eru á hinum hefðbundna enska getraunaseðli. Leikurinn verður nefndur XG og er það vísun í „Expected goals“ – mörkum sem reiknað sé með.

Viðskipti innlent

Deila um milljónir í húsaleigu í Sjálandi

Eigendum húsnæðisins þar sem veitingastaðurinn Sjáland er rekinn í Garðabæ var ekki heimilt að rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þess efnis á dögunum. Aðilar deila um húsaleigu.

Viðskipti innlent

Matthías frá Arion banka til Héðins

Matthías Stephensen hefur verið ráðinn fjármálastjóri Héðins. Hann kemur frá Arion banka þar sem hann hefur starað frá 2011, síðast sem forstöðumaður rekstrar og sölu á viðskiptabankasviði, ásamt því að vera innlánastjóri bankans.

Viðskipti innlent

Soffía Theó­dóra nýr fjár­festinga­stjóri hjá Brunni

Soffía Theódóra Tryggvadóttir hefur verið ráðin fjárfestingastjóri hjá Brunni Ventures. Soffía Theódóra kemur til Brunns frá bandaríska Fortune 500 fyrirtækinu NetApp. Hjá Brunni mun Soffía Theódóra sinna greiningu og öflun fjárfestingatækifæra, byggja upp tengslanet við erlenda vísifjárfesta og starfa með stjórnendum og frumkvöðlum að lokinni fjárfestingu.

Viðskipti innlent

Hugsa eigi um vöru­­merki eins og litla svarta kjólinn

Það getur ýmislegt mælt með því að breyta útliti rótgróins vörumerki en það er engin ástæða til að gera það ef markmiðið er bara að gera breytingar breytinga vegna. Hugsa á um vörumerki eins og litla klassíska svarta kjólinn í fataskápnum sem passar alltaf og fer líklega aldrei úr tísku.

Viðskipti innlent