Viðskipti erlent

Lækkun á bréfum í Asíu

Asísk hlutabréf féllu í verði í morgun og er talið að óvissa um 800 milljarða aukabjörgunarpakka bandaríska þingsins valdi því að fjárfestar hafi stigið varlega til jarðar undanfarna daga.

Viðskipti erlent

Nissan segir upp 20 þúsund manns

Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur tilkynnt um að félagið hyggist segja upp 20 þúsund manns á næsta ári. Gripið er til þessa vegna vernsandi ástands í bílasölu um allan heim en um er að ræða 8,5 prósent af öllum starfsmönnum bílarisans. Forstjóri fyrirtækisins segir að bílaiðnaðurinn um allan heim sé í miklum vandræðum og að Nissan sé engin undantekning í því sambandi.

Viðskipti erlent

Nikkei-vísitalan lækkaði um tæpt prósent

Japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði um tæpt prósent í morgun en jenið, gjaldmiðill Japans, styrktist hins vegar töluvert og hefur ekki haft jafnsterka stöðu gagnvart bandaríkjadollar í meira en þrjár vikur. Talið er að japanskir útflytjendur kaupi nú jen í miklum mæli til að reyna að styrkja gjaldmiðilinn. Í Hong Kong hækkuðu hlutabréf í viðskiptum dagsins og þokaðist Hang Seng-vísitalan upp á við um tæpt prósent.

Viðskipti erlent

Kaupþing ætlar að endurskipuleggja Mosaic

Kaupþing hefur tekið yfir 49% hlut Baugs í tískuvörukeðjunni Mosaic Fashion og hyggst bankinn endurskipuleggja reksturinn að sögn The Sunday Times. Skuldir Baugs við Kaupþing nema 450 milljónum punda eða um 76 milljörðum samkvæmt blaðinu.

Viðskipti erlent

Þingnefnd rannsakar innlán sveitarfélaga á reikninga bankanna

Nefnd á vegum breska þingsins rannsakar nú þá ákvörðun margra sveitastjórna í Bretlandi að leggja sparifé inn á reikninga íslensku bankanna, en féð var fryst þegar bankarnir hrundu í október. Richard Kemp borgarfulltrúi í Liverpool borg hefur fullyrt fyrir nefndinni að viðræður við skilanefndir bankanna gæfu ástæðu til þess að vonast til að féð fengist greitt.

Viðskipti erlent

Volvo blæðir út í fjármálakreppunni

Bílaframleiðandinn Volvo í Svíþjóð skilaði tapi upp á 2,5 milljarða sænskr kr. eða um 35 milljörðum kr. á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Greinendur höfðu hinsvegar spáð tapi upp á þriðjung af þeirri upphæð eða 807 milljónir sænskra kr..

Viðskipti erlent

Toyota spáir miklu tapi

Japanski bílaframleiðandinn Toyota gerir ráð fyrir að tapa 450 milljörðum jena, jafnvirði rúmlega 560 milljarða króna, vegna samdráttar á bílamarkaði á síðasta ári. Þetta er þrisvar sinnum meira en fyrri spá bílaframleiðandans hljóðaði upp á.

Viðskipti erlent

Hækkun í Asíu

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun, einkum bréf banka og hátæknifyrirtækja. Aukinnar bjartsýni gætir nú hjá fjárfestum vegna björgunaraðgerða ríkisstjórna og hækkuðu bréf Lenovo-tölvuframleiðandans í Hong Kong um 10 prósent eftir að skipt var um stjórn hjá fyrirtækinu. Japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan þokaðist upp um eitt og hálft prósent.

Viðskipti erlent

Samvinna er forsenda hagvaxtar

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner, sagði í dag að það væri mjög mikilvægt fyrir Bandaríkin að vinna með öðrum ríkjum að því að auka hagvöxt í heiminum.

Viðskipti erlent