Leita leiða til að hækka olíuverð 14. mars 2009 14:15 Samtök olíuríkja koma saman til fundar nú um helgina til þess að leita leiða til að minnka olíubirgðir og hækka þannig verðið á heimsmarkaði. Mikil andstaða er við það hjá neysluríkjunum. Gríðarlegar sveiflur hafa orðið á olíumörkuðum undanfarin misseri. Í júlí á síðasta ári fór olíufatið upp í 147 dollara og einn helsti gúrú olíuverðlagsmála spáði því að það færi upp í 200 dollara. Svo kom kreppan og í desember var fatið komið niður í rétt rúma 32 dollara. Í dag er það um 46 dollarar. Samtök olíuframleiðsluríkja OPEC segja að það verð sé óviðunandi þar sem það standi ekki undir framleiðslunni. Ekki er þó útlit fyrir miklar hækkanir á næstunni þar sem eftirspurn fer enn minnkandi og birgðirnar halda áfram að aukast. Á fundi sínum í Vínarborg um helgina ætla OPEC ríkin að leita leiða til þess að minnka birgðirnar sem gerist varla öðruvísi en þau dragi enn úr framleiðslu sinni. Það er þó þrautin þyngri því sum OPEC ríkjanna hafa litlar sem engar aðrar tekjur og neyðast því til að selja á undirverði til þess að fá þó einhverja peninga í kassann. OPEC ríkin segja að algert lágmarksverð á olíu sé sjötíu dollarar fyrir fatið og vilja koma verðinu upp í það. Neysluríkin mótmæla og segja að lágt olíuverð jafngildi björgunarpakka eins og þeim sem ríkisstjórnir hafa sett saman fyrir lönd sín. OPEC ríkjunum þykir hinsvegar ekki réttlátt að þau eigi að hafa allan heiminn á herðum sér. Tengdar fréttir Íranir vilja minni olíu Olíumálaráðherra Írans lagði til á fundi OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, að olíuríkin dragi enn frekar úr framleiðslu sinni. ,,Það er alltof mikil olía á markaðnum," sagði Gholam Hossein Nozari, olíumálaráðherra Írans, við blaðmenn í Vín í Austurríki þar sem fundurinn fer fram. 14. mars 2009 12:15 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Samtök olíuríkja koma saman til fundar nú um helgina til þess að leita leiða til að minnka olíubirgðir og hækka þannig verðið á heimsmarkaði. Mikil andstaða er við það hjá neysluríkjunum. Gríðarlegar sveiflur hafa orðið á olíumörkuðum undanfarin misseri. Í júlí á síðasta ári fór olíufatið upp í 147 dollara og einn helsti gúrú olíuverðlagsmála spáði því að það færi upp í 200 dollara. Svo kom kreppan og í desember var fatið komið niður í rétt rúma 32 dollara. Í dag er það um 46 dollarar. Samtök olíuframleiðsluríkja OPEC segja að það verð sé óviðunandi þar sem það standi ekki undir framleiðslunni. Ekki er þó útlit fyrir miklar hækkanir á næstunni þar sem eftirspurn fer enn minnkandi og birgðirnar halda áfram að aukast. Á fundi sínum í Vínarborg um helgina ætla OPEC ríkin að leita leiða til þess að minnka birgðirnar sem gerist varla öðruvísi en þau dragi enn úr framleiðslu sinni. Það er þó þrautin þyngri því sum OPEC ríkjanna hafa litlar sem engar aðrar tekjur og neyðast því til að selja á undirverði til þess að fá þó einhverja peninga í kassann. OPEC ríkin segja að algert lágmarksverð á olíu sé sjötíu dollarar fyrir fatið og vilja koma verðinu upp í það. Neysluríkin mótmæla og segja að lágt olíuverð jafngildi björgunarpakka eins og þeim sem ríkisstjórnir hafa sett saman fyrir lönd sín. OPEC ríkjunum þykir hinsvegar ekki réttlátt að þau eigi að hafa allan heiminn á herðum sér.
Tengdar fréttir Íranir vilja minni olíu Olíumálaráðherra Írans lagði til á fundi OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, að olíuríkin dragi enn frekar úr framleiðslu sinni. ,,Það er alltof mikil olía á markaðnum," sagði Gholam Hossein Nozari, olíumálaráðherra Írans, við blaðmenn í Vín í Austurríki þar sem fundurinn fer fram. 14. mars 2009 12:15 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Íranir vilja minni olíu Olíumálaráðherra Írans lagði til á fundi OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, að olíuríkin dragi enn frekar úr framleiðslu sinni. ,,Það er alltof mikil olía á markaðnum," sagði Gholam Hossein Nozari, olíumálaráðherra Írans, við blaðmenn í Vín í Austurríki þar sem fundurinn fer fram. 14. mars 2009 12:15