Cherie Blair ráðin til að lögsækja RBS og sir Fred Goodwin 16. mars 2009 15:08 Cherie Blair, fyrrum forsætisráðherrafrú Bretlands, hefur verið ráðin til að stjórn lögsókn gegn Royal Bank of Scotland (RBS) og sir Fred „The Shred" Goodwin fyrrum forstjóra bankans. Það voru eftirlaunasjóðir sveitarstjórna North Yorkshire og Merseyside sem fengu Cherie til liðs við sig en lögsóknin byggir á því að sir Fred hafi blekkt sjóðina til þess að halda að RBS stæði á traustum fótum þegar bankinn í raun riðaði til falls vegna skuldsetningar og ótraustra útlána. Cherie, sem í vinnu sinni ber eftirnafnið Booth og titilinn QC, segir að hún hafi tekið að sér málið vegna þess gífurlega taps sem sveitarstjórnir og aðrar stofnanir í Bretlandi hafa orðið fyrir sem stórir fjárfestar í RBS. Málið verður sótt í Bandaríkjunum þar sem um hóplögsókn er að ræða. Mun auðveldara er að hefja slíka lögsókn vestan hafs en í Bretlandi. Og þar sem töluvert stór hluti starfsemi RBS var í Bandaríkjunum er ekkert því til fyrirstöðu að frú Booth QC reki málið fyrir dómstóli í New York þar sem málið hefur þegar verið þingfest. Að sögn blaðsins The Times er reiknað með að fleiri en fyrrgreindir sjóðir muni gerast aðilar að lögsókninni. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Cherie Blair, fyrrum forsætisráðherrafrú Bretlands, hefur verið ráðin til að stjórn lögsókn gegn Royal Bank of Scotland (RBS) og sir Fred „The Shred" Goodwin fyrrum forstjóra bankans. Það voru eftirlaunasjóðir sveitarstjórna North Yorkshire og Merseyside sem fengu Cherie til liðs við sig en lögsóknin byggir á því að sir Fred hafi blekkt sjóðina til þess að halda að RBS stæði á traustum fótum þegar bankinn í raun riðaði til falls vegna skuldsetningar og ótraustra útlána. Cherie, sem í vinnu sinni ber eftirnafnið Booth og titilinn QC, segir að hún hafi tekið að sér málið vegna þess gífurlega taps sem sveitarstjórnir og aðrar stofnanir í Bretlandi hafa orðið fyrir sem stórir fjárfestar í RBS. Málið verður sótt í Bandaríkjunum þar sem um hóplögsókn er að ræða. Mun auðveldara er að hefja slíka lögsókn vestan hafs en í Bretlandi. Og þar sem töluvert stór hluti starfsemi RBS var í Bandaríkjunum er ekkert því til fyrirstöðu að frú Booth QC reki málið fyrir dómstóli í New York þar sem málið hefur þegar verið þingfest. Að sögn blaðsins The Times er reiknað með að fleiri en fyrrgreindir sjóðir muni gerast aðilar að lögsókninni.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira