Viðskipti erlent

Innanmein Indónesíu

Indonesía vex hraðar en flest önnur hagkerfi heimsins. Íbúum fjölgar jafnt og þétt og og fyrirtækjunum sömuleiðis. Eitt af verstu hindrunum fyrir hagkerfi landsins er þó innanmein. Spilling.

Viðskipti erlent

Markaðir í Evrópu í niðursveiflu

Markaðir í Evrópu hófu daginn með niðursveiflu. Þetta bendir til að fjárfestar í Evrópu séu ekki jafnbjartsýnir og fjárfestar í Asíu á að samkomulagið á leiðtogafundi Evrópusambandsins fyrir helgina sé nægilegt til að vinna á skuldakreppunni á evrusvæðinu.

Viðskipti erlent

Rússi gripinn við að smygla smjöri til Noregs

Norski tollurinn stoppaði Rússa með ólöglegt smjör á landamærunum við Svíþjóð í bænum Svinesund um helgina. Rússinn ætlaði að smygla 90 kílóum af smjöri til Noregs í flutningabíl sínum en komst ekki undan árvökulum augum norskra tollvarða.

Viðskipti erlent

Toyota dregur úr hagnaðarspám

Japanski bifreiða- og vélaframleiðandinn Toyota hefur dregið úr væntingum um hagnað með yfirlýsingu um að hann verði að líkindum helmingi minni en áætlað var. Einkum er það vegna áhrifa af flóðunum í Tælandi á framleiðslu í landinu.

Viðskipti erlent

Nick Clegg ósáttur við David Cameron

Nick Clegg, leiðtogi frjálslyndra demókrata í Bretlandi og aðstoðarforsætisráðherra, segist ósáttur við þá ákvörðun Davids Cameron forsætisráðherra, að taka ekki þátt í samkomulagi Evrópusambandsþjóða sem miðar að því að skapa stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu.

Viðskipti erlent

Rykið sest og Þjóðverjar við stýrið

Eftir fund leiðtoga Evrópusambandsríkja, sem lauk í gær, er Þjóðverjar nú í meiri lykilstöðu gagnvart öðrum þjóðum heldur en áður. Þetta segir Ian Traynor, blaðamaður The Guardian, í pistli. Hann skrifar frá Brussell þar sem hann fylgdist með fundinum í návígi.

Viðskipti erlent

Markaðir tóku vel í tíðindi frá Brussel

Markaðir, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu, brugðust gríðarlega vel við þeim tíðindum sem bárust frá Brussel í dag. Greint var frá því að helstu leiðtogar evruríkjanna hefðu komist að niðurstöðu um það hver næstu skref ættu að vera í skuldavanda ríkjanna. Nasdaq vísitalan hækkaði um 1,94% og S&P 500 hækkaði um 1,69%. Í Evrópu hækkaði FTSE um 0,83%, DAX hækkaði um 1,91% og CAC 40 um 2,48%.

Viðskipti erlent

Bretar einir fyrir utan

Bretar eru nú eina þjóðin í Evrópusambandinu sem ekki er aðili að samkomulagi um aðgerðir til þess að sporna gegn skuldavanda í Evrópu. Bretar beittu neitunarvaldi þegar breytingar á sáttmála sambandsins voru til umræðu.

Viðskipti erlent

Leiðtogarnir mættir til Brussel

Leiðtogar helstu ríkja innan Evrópusambandsins eru mættir til fundar í Brussel til þess að ræða skuldakreppuna á evrusvæðinu og finna hugsanlegar lausnir á myntvandanum. Helsta umræðuefnið á fundinum er sameiginleg tillaga Frakka og Þjóðverja um aðhald í ríkisútgjöldum sem felur í sér að ríki sem eyða of miklu verða beitt refsiaðgerðum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði við komuna til Brussel að evran hefði tapað trúverðugleika. David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir að hann muni beita neitunarvaldi gegn öllum tillögum sem muni skaða hagsmuni Breta.

Viðskipti erlent

Sarkozy segir lausn um helgina vera einu leiðina

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, segir ekkert annað koma til greina fyrir leiðtoga evruríkjanna en að komast að afgerandi niðurstöðum, hvað varðar viðbrögð við vaxandi skuldavanda þjóðríkja og banka í Evrópu. Sarkozy segir enn fremur að nauðsynlegt sé að grípa strax til aðgerða og kynna þær vel fyrir opnun markað á mánudag.

Viðskipti erlent

Stýrivextir lækkaðir í Evrópu

Evrópski seðlabankinn lækkaði í dag stýrivexti um 0,25 prósentustig. Stýrivextir á evrusvæðinu standa því í einu prósenti og hafa aldrei verið lægri. Búist hafði verið við þessum tíðindum nú stendur yfir leiðtogafundur Evrópuríkja þar sem talað er um að framtíð evrunnar sé undir. Stefnt er að breytingum á sáttmála Evrópusambandsins.

Viðskipti erlent

Eldrauðar tölur í Evrópu

Það voru eldrauðar allar hlutabréfavísitölur á mörkuðum í Evrópu við lokun markaða í dag. FTSE lækkaði um 0,39, Dax um 0,57 og Cac 40 um 0,11. Staðan var öllu skárri í Bandaríkjunum. Þar stóð Nasdaq nánast í stað en S&P 500 hækkaði um 0,20.

Viðskipti erlent

Markaðir í uppsveiflu

Bjartsýni hefur aukist meðal fjárfesta um að leiðtogafundur Evrópusambandsins sem hefst á morgun muni skila árangri í baráttunni við skuldakreppuna á evrusvæðinu.

Viðskipti erlent

Hækkanir vestanhafs en lækkanir í Evrópu

Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,4% í dag og S&P 500 hækkaði um 0,1%. Útlitið hefur því verið nokkuð bjart á mörkuðum vestanhafs í dag. Sama er ekki að segja í Evrópu FTSE stóð nánast í stað. Dax lækkaði um 1,27% og Cac um 0,48%. Ástæðan fyrir hörmungunum á mörkuðum í Evrópu þennan daginn er að miklu leyti rakin til ákvörðunar S&P lánshæfismatsfyrirtækisins um að setja öll ríki evrusvæðisins á athugunarlista.

Viðskipti erlent

Metallica flýtir tónleikaferð af ótta við evrusvæðið

Rokkhljómsveitin Metallica ætlar að flýta tónleikaferð sinni um Evrópu af ótta við að evrusamstarfið muni liðast i sundur. Hljómsveitin óttast að ef það myndi gerast yrði erfiðara fyrir tónleikahaldara að standa skil á greiðslum til hljómsveitarinnar. Áætlað var að tónleikaferðin yrði farin árið 2013 en Wall Street Journal segir að hljómsveitin vilji ráðast í ferðina næsta sumar.

Viðskipti erlent

Apple til rannsóknar ásamt fimm risum

Hugbúnaðarrisinn Apple er nú til rannsóknar hjá Evrópusambandinu ásamt fimm útgáfufyrirtækjum, sem gefa út bækur og tímarit fyrir spjaldtölvur og snjallsíma. Grunur leikur á verðsamráði, samkvæmt frásögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent