Viðskipti erlent

Vöxtum haldið niðri til árið 2014

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti um það í dag að líklegt væri að stýrivöxtum yrði haldið niðri til árið 2014. Vextir verða ekki lægri en nú, en þeir eru 0 til 0,25 prósent.

Upplýsingarnar, sem fram komu í reglulegu yfirlitriti bankans, ollu nokkrum titringi á mörkuðum, þar sem þetta þykir benda til þess að slakinn í hagkerfi Bandaríkjanna sé jafnvel meiri en talið hefur verið. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir tæplega tveggja prósenta hagvexti í Bandaríkjunum á þessu ári.

Hlutabréfamarkaðurinn einkenndist víðast hvar af grænum tölum hækkunar. Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum hækkaði um 1,14 prósent og vísitölur í Evrópu voru víðast hvar við núllið, þ.e. lækkuðu eða hækkuðu innan við 0,5 prósent. Skuldabréfamarkaðir tóku nokkuð við sér, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC, og hækkaði vaxtaálag á bandarísk ríkisskuldabréf örlítið. Dollarinn veiktist einnig lítillega gagnvart evru.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×