Viðskipti erlent

Kína og Indland draga heiminn áfram

Tákn Kína, Kínamúrinn, dregur að milljónir ferðamanna á hverju ári.
Tákn Kína, Kínamúrinn, dregur að milljónir ferðamanna á hverju ári.
Kína og Indland munu halda áfram að draga efnahag heimsins áfram á þessu ári samkvæmt spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

The Economist segir í frétt um spána á vef sínum í dag, að tæplega 50% af öllum hagvexti árisins 2012 verði í Kína og Indlandi. Þannig verður framlag Kína til hagvaxtar 37,1 prósent og Indverja 12,4 prósent. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur í Kína verði 9% á þessu ári og í Indlandi verður hann ríflega 7 prósent.

Nýmarkaðsríkin svokölluðu mun standa undir ríflega 80% af öllum hagvexti.

Sjá má umfjöllun The Economist um spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×