Viðskipti erlent Pálmasynir stefna á IKEA verslanir í Eistlandi og Lettlandi Bræðurnir Sigurður og Jón Pálmasynir, oft kenndir við Hagkaup, ætla sér að koma á fót IKEA verslunum í bæði Eistlandi og Lettlandi. Áður höfðu þeir bræður tilkynnt um byggingu IKEA verslunnar í Litháen. Viðskipti erlent 10.1.2012 07:29 Koddahjal kostaði seðlabankastjóra Sviss starfið Gjaldeyrisbrask eiginkonu Philip Hildebrand formanns bankastjórnar Svissneska seðlabankans kostaði hann starfið. Viðskipti erlent 10.1.2012 07:17 Stjórnarformaður seðlabanka Sviss segir af sér Stjórnarformaður Svissneska seðlabankans hefur sagt af sér í kjölfar hneykslismáls sem upp kom á dögunum. Í ljós kom að Hildebrand og kona hans höfðu hagnast umtalsvert á gjaldeyrisbraski. Viðskipti erlent 9.1.2012 15:53 Atvinnuleysi í ESB hefur aldrei verið meira í sögunni Atvinnuleysi hefur aldrei mælst meira í sögunni innan Evrópusambandsins en það var 10,3% í nóvember síðastliðnum. Viðskipti erlent 9.1.2012 10:14 Statoil: Nýr stór olíufundur í Barentshafi Norska olíufélagið Statoil hefur tilkynnt um stórann nýjan olíufund í Barentshafi. Viðskipti erlent 9.1.2012 08:28 Bílaframleiðendur í Detroit skila loks hagnaði Bílaframleiðendur í Detroit eru loksins farnir að skila hagnaði eftir sjö mögur ár. Viðskipti erlent 9.1.2012 07:45 Höfða skaðabótamál gegn stjórnendum Eik Banki Dönsk stjórnvöld hafa höfðað skaðabótamál gegn fyrrum stjórnendum Eik Banki í Færeyjum. Viðskipti erlent 9.1.2012 07:28 Fréttaskýring: Dóppeningar enn að bjarga bönkum Á haustmánuðum 2008, þegar millibankamarkaðir voru botnfrostnir og raunveruleg hætta var á allsherjarlausafjárþurrð á fjármálamörkuðum, barst bönkum liðsauki úr óvæntri átt. Hinn svarti markaður fíkniefnaheimsins kom peningum sínum inn í banka víðsvegar með peningaþvætti, þar sem bankar töldu sig tilneydda til þess að slaka á eftirliti með þvætti sem við eðlilegar aðstæður hindraði glæpmenn í því koma illa fengnu fé í banka. Viðskipti erlent 8.1.2012 01:58 Atvinnuleysi í BNA ekki minna í þrjú ár Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki verið minna síðustu þrjú ár. Þetta segja hagfræðingar sterkustu merki þess að landið sé að komast á réttan kjöl. Atvinnuleysið var 8,5% í lok ársins 2011. Samkvæmt tölum frá atvinnuvegaráðuneyti landsins urðu 200.000 ný störf til síðastliðinn desember. Það var mesta viðbót síðustu mánaða og vel yfir væntingum hagfræðinga. Kunnugir menn segja að ef vöxturinn heldur áfram í janúar séu það örugg merki þess að efnahagur landsins sé á réttri braut. Viðskipti erlent 7.1.2012 12:10 Tækniárið 2012 - Hvað er í pípunum hjá Apple, Facebook og Google? Síðasta ár var viðburðarríkt í tækniheiminum en 2012 verður án efa enginn eftirbátur þess. Við skulum renna yfir það allra helsta sem gæti borið fyrir augu tækniunnenda á þessu ári. Viðskipti erlent 7.1.2012 08:00 Snjallsímar Samsung njóta ótrúlegra vinsælda Suður-Kóreska fyrirtækið Samsung greindi frá því í dag að hagnaður félagsins fyrir síðasta fjórðung síðasta árs muni að öllum líkindum slá öll met, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Áætlað er að hagnaðurinn verði 4,5 milljarðar dollara eða sem nemur ríflega 500 milljörðum króna. Það er 73% meiri hagnaður miðað við sama tímabil árið 2010. Viðskipti erlent 6.1.2012 23:50 Störfum fjölgar í Bandaríkjunum Störfum í Bandaríkjunum fjölgaði um 200 þúsund í desembermánuði sem var að líða, samkvæmt opinberum tölum. Þetta er sjötti mánuðurinn í röð þar sem störfum fjölgar á milli mánaða og varð nokkru meiri fjölgun en búist hafði verið við. Atvinnuleysið í landinu mældist 8,5 prósent í desember sem er nokkru betri árangur en í mánuðinum á undan þegar það var 8,7 prósent. Mest fjölgaði störfum í verslun, framleiðslu og í samgöngum. Viðskipti erlent 6.1.2012 14:51 Eiginkona Hildebrand viðurkennir gjaldeyrisbraskið Eiginkona Phillip Hilderbrand formanns bankastjórnar Seðlabanka Sviss hefur viðurkennt að það var hún sem stóð að viðamiklu gjaldeyrisbraski s.l. haust og notaði til þess sameiginlegan reikning þeirra hjóna hjá Bank Sarasin. Viðskipti erlent 6.1.2012 10:07 Tölvuormur herjar á Facebook notendur Öryggisþjónustur á netinu hafa gefið út viðvörun um að tölvuormur hafi náð að stela 45.000 lykilorðum af samskiptavefnum Facebook. Upplýsingunum hefur aðallega verið stolið af Facebook síðum í Bretlandi og Frakklandi. Viðskipti erlent 6.1.2012 07:18 Formaður bankastjórnar seðlabanka sakaður um gjaldeyrisbrask Philipp Hildebrand formaður bankastjórnar Seðlabanka Sviss hefur verið ásakaður um að hafa hagnast töluvert á gjaldeyrisbraski. Viðskipti erlent 5.1.2012 09:54 Heimsmarkaðsverð á olíu ekki hærra í átta mánuði Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka og hefur verðið ekki verið hærra í átta mánuði. Viðskipti erlent 5.1.2012 09:26 Evrópa á barmi hruns? Í stuttri fréttaskýringarmynd ritstjórnar Wall Street Journal, Europe on the Brink, er dregin upp nöturleg mynd af stöðu mála í Evrópu. Skuldavandinn er djúpstæður og erfiður viðureignar. Myndin var birt á vef Wall Street Journal í gær. Viðskipti erlent 5.1.2012 08:00 Tölvuþrjótar stálu 100 milljónum lykilorða í Kína Tölvuþrjótum hefur tekist að stela um 100 milljónum af lykilorðum frá mörgum stórum og vinsælum netþjónustum í Kína. Viðskipti erlent 5.1.2012 07:55 Gott gengi hjá verslunum Kaupþings á Bretlandseyjum Rekstur breskra tískuverslanakeðja í eigu þrotabús Kaupþings gekk mjög vel í jólaösinni í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 5.1.2012 06:59 Nýr forstjóri Yahoo! Yahoo! réð í dag Scott Thompson sem nýjan forstjóra fyrirtækisins, en hann var áður framkvæmdastjóri PayPal, sem er undir ebay. Viðskipti erlent 4.1.2012 15:17 Aldrei hafa fleiri veðjað á að evran falli í verði Aldrei í sögunni hafa fleiri fjárfestar veðjað á að evran falli í verði með því að skortselja hana. Viðskipti erlent 4.1.2012 10:04 Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar áfram Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka en það rauk upp um yfir 3% í gærdag. Tunnan af bandarísku léttolíunni er komin í tæpa 103 dollara og tunnan af Brent olíunni er í tæpum 112 dollurum. Viðskipti erlent 4.1.2012 07:56 Bankamenn ákærðir fyrir 150 milljarða skattsvik Saksóknari á Manhattan í New York hefur ákært þrjá svissneska bankamenn fyrir að hafa aðstoðað Bandaríkjamenn við skattsvik sem nema um 1,2 milljörðum dollara eða tæplega 150 milljarða króna. Viðskipti erlent 4.1.2012 07:39 Sala á Bentley jókst um 37% Framleiðandi lúxusbílanna Bentley segir að sala á bílunum hafi aukist um 37% á síðasta ári. Eftirspurn sé nú orðin álíka mikil og hún var áður en efnahagssamdrátturinn byrjaði árið 2008. Um 7000 bílar seldust í fyrra. Aðalmarkaðurinn fyrir bílana er í Bandaríkjunum. Þar seldust 2021 bíll og jókst salan um 32%. Viðskipti erlent 3.1.2012 21:11 Markaðir jákvæðir í morgun Helstu markaðir í Evrópu eru á jákvæðum þennan morguninn ef kauphöllin í París er undanskilin. Viðskipti erlent 3.1.2012 09:25 Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi vegna þeirrar spennu sem ríkir í samskiptum Íran við vestrænar þjóðir. Viðskipti erlent 3.1.2012 08:18 Meirihluti danskra forstjóra á móti evrunni í fyrsta sinn Í fyrsta sinn í sögunni er meirihluti forstjóra fyrirtækja í Danmörku á móti því að taka upp evruna. Viðskipti erlent 3.1.2012 07:44 Mikil eftirspurn eftir dönskum ríkisskuldabréfum Mikil eftirspurn er meðal alþjóðlegra fjárfesta eftir dönskum ríkisskuldabréfum. Virðast fjárfestarnir telja að Danmörk sé ein af fáum öruggum höfnum sem eftir eru í Evrópu til að fjárfesta í. Viðskipti erlent 2.1.2012 10:26 Evran veikist áfram á 10 ára afmælinu Evran á tíu ára afmæli í dag og fagnar þessum tímamótum með því að veikjast enn frekar gagnvart dollaranum frá því fyrir helgina. Viðskipti erlent 2.1.2012 09:08 Markaðir hefja árið á jákvæðum nótum Markaðir í Asíu hófu árið á jákvæðum nótum. Þannig hækkaði Nikkei vísitalan í Tókýó um 0,7% í nótt og Hang Seng vítitalan í Hong Kong um 0,2%. Þá varð töluverð hækkun í kauphöllinni í Sjanghai en vísitala hennar hækkaði um 1,2% í nótt. Viðskipti erlent 2.1.2012 07:38 « ‹ 195 196 197 198 199 200 201 202 203 … 334 ›
Pálmasynir stefna á IKEA verslanir í Eistlandi og Lettlandi Bræðurnir Sigurður og Jón Pálmasynir, oft kenndir við Hagkaup, ætla sér að koma á fót IKEA verslunum í bæði Eistlandi og Lettlandi. Áður höfðu þeir bræður tilkynnt um byggingu IKEA verslunnar í Litháen. Viðskipti erlent 10.1.2012 07:29
Koddahjal kostaði seðlabankastjóra Sviss starfið Gjaldeyrisbrask eiginkonu Philip Hildebrand formanns bankastjórnar Svissneska seðlabankans kostaði hann starfið. Viðskipti erlent 10.1.2012 07:17
Stjórnarformaður seðlabanka Sviss segir af sér Stjórnarformaður Svissneska seðlabankans hefur sagt af sér í kjölfar hneykslismáls sem upp kom á dögunum. Í ljós kom að Hildebrand og kona hans höfðu hagnast umtalsvert á gjaldeyrisbraski. Viðskipti erlent 9.1.2012 15:53
Atvinnuleysi í ESB hefur aldrei verið meira í sögunni Atvinnuleysi hefur aldrei mælst meira í sögunni innan Evrópusambandsins en það var 10,3% í nóvember síðastliðnum. Viðskipti erlent 9.1.2012 10:14
Statoil: Nýr stór olíufundur í Barentshafi Norska olíufélagið Statoil hefur tilkynnt um stórann nýjan olíufund í Barentshafi. Viðskipti erlent 9.1.2012 08:28
Bílaframleiðendur í Detroit skila loks hagnaði Bílaframleiðendur í Detroit eru loksins farnir að skila hagnaði eftir sjö mögur ár. Viðskipti erlent 9.1.2012 07:45
Höfða skaðabótamál gegn stjórnendum Eik Banki Dönsk stjórnvöld hafa höfðað skaðabótamál gegn fyrrum stjórnendum Eik Banki í Færeyjum. Viðskipti erlent 9.1.2012 07:28
Fréttaskýring: Dóppeningar enn að bjarga bönkum Á haustmánuðum 2008, þegar millibankamarkaðir voru botnfrostnir og raunveruleg hætta var á allsherjarlausafjárþurrð á fjármálamörkuðum, barst bönkum liðsauki úr óvæntri átt. Hinn svarti markaður fíkniefnaheimsins kom peningum sínum inn í banka víðsvegar með peningaþvætti, þar sem bankar töldu sig tilneydda til þess að slaka á eftirliti með þvætti sem við eðlilegar aðstæður hindraði glæpmenn í því koma illa fengnu fé í banka. Viðskipti erlent 8.1.2012 01:58
Atvinnuleysi í BNA ekki minna í þrjú ár Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki verið minna síðustu þrjú ár. Þetta segja hagfræðingar sterkustu merki þess að landið sé að komast á réttan kjöl. Atvinnuleysið var 8,5% í lok ársins 2011. Samkvæmt tölum frá atvinnuvegaráðuneyti landsins urðu 200.000 ný störf til síðastliðinn desember. Það var mesta viðbót síðustu mánaða og vel yfir væntingum hagfræðinga. Kunnugir menn segja að ef vöxturinn heldur áfram í janúar séu það örugg merki þess að efnahagur landsins sé á réttri braut. Viðskipti erlent 7.1.2012 12:10
Tækniárið 2012 - Hvað er í pípunum hjá Apple, Facebook og Google? Síðasta ár var viðburðarríkt í tækniheiminum en 2012 verður án efa enginn eftirbátur þess. Við skulum renna yfir það allra helsta sem gæti borið fyrir augu tækniunnenda á þessu ári. Viðskipti erlent 7.1.2012 08:00
Snjallsímar Samsung njóta ótrúlegra vinsælda Suður-Kóreska fyrirtækið Samsung greindi frá því í dag að hagnaður félagsins fyrir síðasta fjórðung síðasta árs muni að öllum líkindum slá öll met, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Áætlað er að hagnaðurinn verði 4,5 milljarðar dollara eða sem nemur ríflega 500 milljörðum króna. Það er 73% meiri hagnaður miðað við sama tímabil árið 2010. Viðskipti erlent 6.1.2012 23:50
Störfum fjölgar í Bandaríkjunum Störfum í Bandaríkjunum fjölgaði um 200 þúsund í desembermánuði sem var að líða, samkvæmt opinberum tölum. Þetta er sjötti mánuðurinn í röð þar sem störfum fjölgar á milli mánaða og varð nokkru meiri fjölgun en búist hafði verið við. Atvinnuleysið í landinu mældist 8,5 prósent í desember sem er nokkru betri árangur en í mánuðinum á undan þegar það var 8,7 prósent. Mest fjölgaði störfum í verslun, framleiðslu og í samgöngum. Viðskipti erlent 6.1.2012 14:51
Eiginkona Hildebrand viðurkennir gjaldeyrisbraskið Eiginkona Phillip Hilderbrand formanns bankastjórnar Seðlabanka Sviss hefur viðurkennt að það var hún sem stóð að viðamiklu gjaldeyrisbraski s.l. haust og notaði til þess sameiginlegan reikning þeirra hjóna hjá Bank Sarasin. Viðskipti erlent 6.1.2012 10:07
Tölvuormur herjar á Facebook notendur Öryggisþjónustur á netinu hafa gefið út viðvörun um að tölvuormur hafi náð að stela 45.000 lykilorðum af samskiptavefnum Facebook. Upplýsingunum hefur aðallega verið stolið af Facebook síðum í Bretlandi og Frakklandi. Viðskipti erlent 6.1.2012 07:18
Formaður bankastjórnar seðlabanka sakaður um gjaldeyrisbrask Philipp Hildebrand formaður bankastjórnar Seðlabanka Sviss hefur verið ásakaður um að hafa hagnast töluvert á gjaldeyrisbraski. Viðskipti erlent 5.1.2012 09:54
Heimsmarkaðsverð á olíu ekki hærra í átta mánuði Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka og hefur verðið ekki verið hærra í átta mánuði. Viðskipti erlent 5.1.2012 09:26
Evrópa á barmi hruns? Í stuttri fréttaskýringarmynd ritstjórnar Wall Street Journal, Europe on the Brink, er dregin upp nöturleg mynd af stöðu mála í Evrópu. Skuldavandinn er djúpstæður og erfiður viðureignar. Myndin var birt á vef Wall Street Journal í gær. Viðskipti erlent 5.1.2012 08:00
Tölvuþrjótar stálu 100 milljónum lykilorða í Kína Tölvuþrjótum hefur tekist að stela um 100 milljónum af lykilorðum frá mörgum stórum og vinsælum netþjónustum í Kína. Viðskipti erlent 5.1.2012 07:55
Gott gengi hjá verslunum Kaupþings á Bretlandseyjum Rekstur breskra tískuverslanakeðja í eigu þrotabús Kaupþings gekk mjög vel í jólaösinni í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 5.1.2012 06:59
Nýr forstjóri Yahoo! Yahoo! réð í dag Scott Thompson sem nýjan forstjóra fyrirtækisins, en hann var áður framkvæmdastjóri PayPal, sem er undir ebay. Viðskipti erlent 4.1.2012 15:17
Aldrei hafa fleiri veðjað á að evran falli í verði Aldrei í sögunni hafa fleiri fjárfestar veðjað á að evran falli í verði með því að skortselja hana. Viðskipti erlent 4.1.2012 10:04
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar áfram Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka en það rauk upp um yfir 3% í gærdag. Tunnan af bandarísku léttolíunni er komin í tæpa 103 dollara og tunnan af Brent olíunni er í tæpum 112 dollurum. Viðskipti erlent 4.1.2012 07:56
Bankamenn ákærðir fyrir 150 milljarða skattsvik Saksóknari á Manhattan í New York hefur ákært þrjá svissneska bankamenn fyrir að hafa aðstoðað Bandaríkjamenn við skattsvik sem nema um 1,2 milljörðum dollara eða tæplega 150 milljarða króna. Viðskipti erlent 4.1.2012 07:39
Sala á Bentley jókst um 37% Framleiðandi lúxusbílanna Bentley segir að sala á bílunum hafi aukist um 37% á síðasta ári. Eftirspurn sé nú orðin álíka mikil og hún var áður en efnahagssamdrátturinn byrjaði árið 2008. Um 7000 bílar seldust í fyrra. Aðalmarkaðurinn fyrir bílana er í Bandaríkjunum. Þar seldust 2021 bíll og jókst salan um 32%. Viðskipti erlent 3.1.2012 21:11
Markaðir jákvæðir í morgun Helstu markaðir í Evrópu eru á jákvæðum þennan morguninn ef kauphöllin í París er undanskilin. Viðskipti erlent 3.1.2012 09:25
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi vegna þeirrar spennu sem ríkir í samskiptum Íran við vestrænar þjóðir. Viðskipti erlent 3.1.2012 08:18
Meirihluti danskra forstjóra á móti evrunni í fyrsta sinn Í fyrsta sinn í sögunni er meirihluti forstjóra fyrirtækja í Danmörku á móti því að taka upp evruna. Viðskipti erlent 3.1.2012 07:44
Mikil eftirspurn eftir dönskum ríkisskuldabréfum Mikil eftirspurn er meðal alþjóðlegra fjárfesta eftir dönskum ríkisskuldabréfum. Virðast fjárfestarnir telja að Danmörk sé ein af fáum öruggum höfnum sem eftir eru í Evrópu til að fjárfesta í. Viðskipti erlent 2.1.2012 10:26
Evran veikist áfram á 10 ára afmælinu Evran á tíu ára afmæli í dag og fagnar þessum tímamótum með því að veikjast enn frekar gagnvart dollaranum frá því fyrir helgina. Viðskipti erlent 2.1.2012 09:08
Markaðir hefja árið á jákvæðum nótum Markaðir í Asíu hófu árið á jákvæðum nótum. Þannig hækkaði Nikkei vísitalan í Tókýó um 0,7% í nótt og Hang Seng vítitalan í Hong Kong um 0,2%. Þá varð töluverð hækkun í kauphöllinni í Sjanghai en vísitala hennar hækkaði um 1,2% í nótt. Viðskipti erlent 2.1.2012 07:38