Viðskipti erlent

Gríðarlegur hagnaður Ikea

Hagnaður sænska húsgagnaframleiðandans Ikea jókst um átta prósent á síðasta ári. Nettó hagnaður fyrirtækisins nam tæpum fimm hundruð og fimmtíu milljörðum króna á meðan heildartekjur þess námu rúmlega fjögur þúsund og sjö hundruð milljörðum.

Viðskipti erlent

Spá hnignun hjá Apple

Tæknirisinn Apple mun á miðvikudag opinbera uppgjör sitt fyrir síðasta ársfjórðung 2012. Margir reikna með því að í fyrsta skipti í níu ár hafi Apple ekki aukið hagnað sinn á milli fjórðunga.

Viðskipti erlent

Hagvöxtur í Kína eykst á ný

Staða efnahagsmála í Kína hefur verið að batna að undanförnu og mældist hagvöxtur 7,9 prósent á síðasta ársfjórðungi ársins 2012, samanborið við 7,4 prósent ársfjórðunginn á undan.

Viðskipti erlent

Blankfein fékk tæplega þriggja milljarða bónus

Llyod Blankfein, stjórnarformaður og forstjóri bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs, fékk á föstudaginn bónusgreiðslu upp á 13,3 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur 1,7 milljarði króna, vegna ársins 2012. Greiðslan var í formi hlutfjár í bankanum

Viðskipti erlent

Forstjóri Google: "Vörur Facebook eru lélegar“

Larry Page, forstjóri og annar stofnenda tæknirisans Google, segir að stjórnendur samskiptasíðunnar Facebook hafi staðið sig afar illa við þróun vefsíðunnar síðustu misseri. Page lét ummælin falla í viðtali við bandarísku tæknifréttasíðuna Wired, stuttu áður en Facebook opinberaði endurbætta leitarþjónustu sína. Með breytingunum sækir Facebook nú á markað Google.

Viðskipti erlent

„Orkuþjóðin“ ætlar að stórauka raforkusölu til Evrópu

Norðmenn telja að sala á raforku um sæstrengi til Evrópu geti orðið afar ábatasamur atvinnuvegur fyrir Noreg á næstu árum, og ætla sér að stórauka raforkuvinnslu og sölu. Jens Stoltenberg tilkynnti um þetta í ávarpi á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í Noregi, NHO, þar sem hann flutti erindi auk olíumálaráðherrans, Ole Borten Moe.

Viðskipti erlent

Forstjóri Rio Tinto hættir

Forstjóri Rio Tinto, Tom Albanese, hefur sagt upp störfum, en ástæðan er sögð vera gríðarlega mikið tap á fjárfestingum Rio Tinto í kola- og áliðnaði í Mósambik, ásamt tapi af yfirtöku á Alcan. Rio Tinto rekur m.a. álverið í Straumsvík undir merkjum Rio Tinto Alcan.

Viðskipti erlent