Viðskipti erlent

Í Kaupmannahöfn mun skorta 17.000 íbúðir innan 5 ára

Ef svo heldur sem horfir mun skorta 17.000 íbúðir í Kaupmannahöfn að fimm árum liðnum.

Efnahagsniðursveiflan í Evrópu á undanförnum árum hefur komið við kaunin á Dönum eins og öðrum Evrópubúum. Vegna hennar hefur nýbyggingum íbúða í borginni fækkað töluvert og nú stefnir í óefni að því er segir á vefsíðu börsen.

Þar er sagt að þessi skortur á íbúðum í náinni framtíð verði alvarlegt vandamál. Ef ekki rætist úr með byggingu nýrra íbúða á næstu árum stefni allt í að Kaupmannahöfn muni skorta 100.000 íbúðir innan næstu þriggja áratuga bara til að sinna brýnustu eftirspurninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×