Deutsche Bank reynir að semja við ítalska saksóknara 22. apríl 2013 13:33 Lögmenn Deutsche Bank hafa setið á fundi í morgun með ítölsku saksóknurunum sem rannsaka stórt svikamál í Monte dei Paschi bankanum, elsta banka heimsins og þeim þriðja stærsta á Ítalíu. Lögmennirnir eru að reyna að koma í veg fyrir að saksóknararnir leggi hald á fjármuni Deutsche Banka á Ítalíu svipað og gert var hjá japanska bankanum Nomura. Í frétt á Reuters segir að tengsl Deutsche Bank við þetta hneykslismál megi rekja aftur til ársins 2008 þegar Monte dei Paschi gerði afleiðusamninga við þýska bankann sem kallaðir voru „Santorini“. Ítalski bankinn tapaði gífurlegum upphæðum á þessum afleiðusamningum sem og tveimur öðrum slíkum sem gerðir voru í framhaldinu við aðra banka. Monte dei Paschi reyndi síðan að fela tapið í bókhaldi sínu með kolólöglegum aðferðum. Eins og fram hefur komið í fréttum lögðu saksóknarnir hald á upphæð hjá útibúi Nomura á Ítalíu sem nam nærri 2 milljörðum evra eða um 300 milljörðum króna. Monte dei Paschi gerði afleiðusamninga við Nomura sem kallaðir voru „Alexandria“ og tapaði miklu á þeim. Nomura bankinn er grunaður um að hafa aðstoðað Monte dei Paschi við að leyna tapinu af Alexandria. Ekki er vitað hvort niðurstaða hafi náðst á fundinum í morgun og Reuters segir að talsmaður Deutsche Bank hafi neitað að tjá sig um málið. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Lögmenn Deutsche Bank hafa setið á fundi í morgun með ítölsku saksóknurunum sem rannsaka stórt svikamál í Monte dei Paschi bankanum, elsta banka heimsins og þeim þriðja stærsta á Ítalíu. Lögmennirnir eru að reyna að koma í veg fyrir að saksóknararnir leggi hald á fjármuni Deutsche Banka á Ítalíu svipað og gert var hjá japanska bankanum Nomura. Í frétt á Reuters segir að tengsl Deutsche Bank við þetta hneykslismál megi rekja aftur til ársins 2008 þegar Monte dei Paschi gerði afleiðusamninga við þýska bankann sem kallaðir voru „Santorini“. Ítalski bankinn tapaði gífurlegum upphæðum á þessum afleiðusamningum sem og tveimur öðrum slíkum sem gerðir voru í framhaldinu við aðra banka. Monte dei Paschi reyndi síðan að fela tapið í bókhaldi sínu með kolólöglegum aðferðum. Eins og fram hefur komið í fréttum lögðu saksóknarnir hald á upphæð hjá útibúi Nomura á Ítalíu sem nam nærri 2 milljörðum evra eða um 300 milljörðum króna. Monte dei Paschi gerði afleiðusamninga við Nomura sem kallaðir voru „Alexandria“ og tapaði miklu á þeim. Nomura bankinn er grunaður um að hafa aðstoðað Monte dei Paschi við að leyna tapinu af Alexandria. Ekki er vitað hvort niðurstaða hafi náðst á fundinum í morgun og Reuters segir að talsmaður Deutsche Bank hafi neitað að tjá sig um málið.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira