Veður

Rauð jól í kortunum

Enn er útlit fyrir að jólin verði rauð þetta árið. Búast má við mildu veðri næstu daga en þó mun kólna í veðri þegar líður á vikuna. 

Veður

Milt veður um land allt

Mild suðlæg átt er á landinu í dga, skýjað og smá væta með köflum en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi upp úr hádegi. Hiti verður á bilinu núll til átta stig en mildast sunnan- og vestanlands. 

Veður

Hvessir úr suð­austri í kvöld og þykknar upp

Spáð er fremur hægri suðlægri átt með skúrum eða slydduéljum í dag, en bjart með köflum á Norður- og Austurlandi. Seinni partinn nálgast svo lægðardrag suðvestan úr hafi og fer því að hvessa úr suðaustri og þykkna upp.

Veður

Stöku él og um frost­mark suð­vestan­til

Reikna má með suðlægri eða breytilegri átt í dag, golu eða kalda og björtu með köflum á norðan- og austanverðu landinu. Frost verður víða á bilinu núll til tólf stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands.

Veður

Úr­komu­bakki kemur inn á land síð­degis

Veðurstofan gerir ráð fyrir svalara veðri í dag en í gær. Úrkomubakki kemur inn á land síðdegis og mun úrkoman við suður- og vesturströndina vera snjókoma eða slydda, en það gæti rignt á stöku stað með hita um frostmark.

Veður

Glitský gleðja höfuðborgarbúa

Nokkur litskrúðug glitský sáust á austurhimni frá höfuðborginni í morgun. Ský af þessu tagi sjást helst um miðjan vetur við sólarupprás eða sólsetur.

Veður

Reikna með hviðum allt að 45 metrum á sekúndu

Það gengur í norðvestanhvassviðri eða -storm austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum í kvöld, og hafa verið gefnar út gular viðvaranir vegna þessa fyrir bæði Austfirði og Suðausturland. Má búast má við mjög snörpum vindhviðum, yfir 45 metrum á sekúndu, á stöku stað á Suðausturlandi.

Veður

Íshellan í Grímsvötnum farin að síga

Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga. Þetta benda nýjar mælingar Veðurstofu Íslands í Grímsvötnum til. Gæti þetta verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum.

Veður

Gular við­varanir vegna norðan hríðar

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi vegna norðan hríðar sem skellur á landið í kvöld.

Veður

Rigning eða slydda með köflum sunnan­til

Útlit er fyrir austlæga átt á landinu í dag og vindhraði víðast hvar innan við tíu metrar á sekúndu. Rigning eða slydda með köflum á sunnanverðu landinu og snjókoma í uppsveitum.

Veður