„Hitinn að fara yfir tuttugu stig og jafnvel rúmlega það“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júlí 2023 11:53 Það verður sumar og sól um helgina. Vísir/Vilhelm Það verður hægur vindur, sólríkt og hlýtt á landinu um helgina að sögn veðurfræðings. Best verður veðrið á Suður- og Vesturlandi þar sem hitinn gæti farið upp í og yfir tuttugu stig. „Á sumrin skiptir öllu máli að hafa hægan vind og það er nú að sjá í spánum núna að vindur verði hægur,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í viðtali við fréttastofu. „Þar til viðbótar þá verður að öllum líkindum bæði talsvert sólríkt og hlýtt á landinu um helgina og í raun og veru bara fyrirtaks sumarveður annars staðar en í kvöld og nótt á Suðausturlandi þar sem rignir dálítið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson í viðtali við fréttastofu. Hitinn geti farið upp í tuttugu stig Veðrið hefur að sögn Einars snúist við á landinu, sólin skíni á Suður- og Vesturland af því vindurinn er norðaustanstæður. Þar sem best lætur fari hitinn upp í og yfir tuttugu stig. „Nú hefur þetta snúist dálítið við, nú er það Suður og Vesturland sem er ofan á þar sem sólin ríkir af því hann er aðeins norðaustanstæður. Það þýðir það að við ströndina fyrir norðan og austan er stutt í þokuna en hlýtt inn til landsins og spáð ágætis veðri til dæmis á Akureyri og inn til landsins á Norðurlandi á morgun,“ sagði Einar. „Þar sem best lætur verður hitinn að fara yfir tuttugu stig og jafnvel rúmlega það, sérstaklega á Suðurlandi á morgun og Vesturlandi á sunnudag.“´ Áfram gott veður um helgina Góða veðrið sem hefur einkennt vikuna frá því á sunnudag heldur því áfram um helgina að sögn Einars. Í næstu viku verði það köflótt vegna kalds lofts en síðan hlýni aftur. „Það er búið að vera sólríkt og þurrt,“ segir hann og bætir við „það eru litlar líkur á rigningu annars staðar en á Suðausturlandi frá Vík og austur á sunnanverða Austfirði frá því í kvöld og til fyrramálsins. Síðan styttir þar upp.“ Hvað megum við gera ráð fyrir því að sumarveðrið endist lengi? „Það er dálítið köflótt veðrið næstu vikuna. Það er reyndar gert ráð fyrir því að hann verði norðan og norðaustanstæður vindurinn áfram. En í stað þessara miklu eða ákveðnu hlýinda sem verða um helgina þá kemur aðeins kaldara loft í næstu viku en síðan hlýnar aftur.“ Einar segir að Íslendingar geti því rifið út grillin á næstu dögum í sumarveðrinu og sömuleiðis ferðast hvert á land sem er og notið sumarblíðunnar. „Höfum það í huga að sumarið á Íslandi er stutt en það getur líka verið vænt þegar liggur vel á. Veður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Sjá meira
„Á sumrin skiptir öllu máli að hafa hægan vind og það er nú að sjá í spánum núna að vindur verði hægur,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í viðtali við fréttastofu. „Þar til viðbótar þá verður að öllum líkindum bæði talsvert sólríkt og hlýtt á landinu um helgina og í raun og veru bara fyrirtaks sumarveður annars staðar en í kvöld og nótt á Suðausturlandi þar sem rignir dálítið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson í viðtali við fréttastofu. Hitinn geti farið upp í tuttugu stig Veðrið hefur að sögn Einars snúist við á landinu, sólin skíni á Suður- og Vesturland af því vindurinn er norðaustanstæður. Þar sem best lætur fari hitinn upp í og yfir tuttugu stig. „Nú hefur þetta snúist dálítið við, nú er það Suður og Vesturland sem er ofan á þar sem sólin ríkir af því hann er aðeins norðaustanstæður. Það þýðir það að við ströndina fyrir norðan og austan er stutt í þokuna en hlýtt inn til landsins og spáð ágætis veðri til dæmis á Akureyri og inn til landsins á Norðurlandi á morgun,“ sagði Einar. „Þar sem best lætur verður hitinn að fara yfir tuttugu stig og jafnvel rúmlega það, sérstaklega á Suðurlandi á morgun og Vesturlandi á sunnudag.“´ Áfram gott veður um helgina Góða veðrið sem hefur einkennt vikuna frá því á sunnudag heldur því áfram um helgina að sögn Einars. Í næstu viku verði það köflótt vegna kalds lofts en síðan hlýni aftur. „Það er búið að vera sólríkt og þurrt,“ segir hann og bætir við „það eru litlar líkur á rigningu annars staðar en á Suðausturlandi frá Vík og austur á sunnanverða Austfirði frá því í kvöld og til fyrramálsins. Síðan styttir þar upp.“ Hvað megum við gera ráð fyrir því að sumarveðrið endist lengi? „Það er dálítið köflótt veðrið næstu vikuna. Það er reyndar gert ráð fyrir því að hann verði norðan og norðaustanstæður vindurinn áfram. En í stað þessara miklu eða ákveðnu hlýinda sem verða um helgina þá kemur aðeins kaldara loft í næstu viku en síðan hlýnar aftur.“ Einar segir að Íslendingar geti því rifið út grillin á næstu dögum í sumarveðrinu og sömuleiðis ferðast hvert á land sem er og notið sumarblíðunnar. „Höfum það í huga að sumarið á Íslandi er stutt en það getur líka verið vænt þegar liggur vel á.
Veður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Sjá meira