
Tónlist

Bítlarnir á netinu
Netfyrirtækið Wippit býður nú dyggum aðdáendum Bítlanna að hlaða niður sjaldséðum myndum af hljómsveitinni og einstökum hljóðupptökum með viðtölum við hljómsveitarmeðlimina fjóra.

Cliff Richards á leiðinni
Nú styttist óðum í tónleika Sir Cliffs Richards í Laugardalshöll 28. mars næstkomandi. „Hann verður hérna í tvo til þrjá daga. Þetta eru síðustu tónleikarnir hjá honum í tónleikaferðinni,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, tónleikahaldari.

Jamie T: Panic Prevention - þrjár stjörnur
Jamie T er einn af þeim bresku nýliðum sem spáð var mikilli velgengni á árinu 2007 í byrjun árs. Þessi tvítugi strákur frá Wimble-don á það sameiginlegt með Mike Skinner í The Streets og Lily Allen að hann gæti ekki verið frá neinu öðru landi en Englandi. Það gera bæði textarnir og framburðurinn.

Fjölgun hjá Motion Boys
Viddi, hljómborðsleikari Trabant, Bjössi, trommuleikari Mínus, og Tobbi úr Jeff Who? hafa gengið til liðs við hljómsveitina Motion Boys. Sveitin gaf nýverið út stuttskífu með lögunum Hold Me Closer to Your Heart og Waiting to Happen og hyggur á útgáfu sinnar fyrstu plötu síðar á árinu.

Fimm sveitir hita upp
Hljómsveitirnar Mínus og Changer hita upp á fyrri tónleikum bandarísku þungarokkssveitarinnar Cannibal Corpse á Nasa hinn 30. júní. Forgarður Helvítis, Momentum og Severed Crotch hita upp á síðari tónleikunum, sem verða kvöldið eftir.

Guðfeður diskópönksenunnar
Hljómsveitin !!! sendi frá sér sína þriðju breiðskífu í síðustu viku. Steinþór Helgi Arnsteinsson heyrði í hluta af sveitinni af því tilefni. Hljómsveitin !!! (oftast borið fram chk chk chk en táknar í raun hvaða samhljóða sem er.

Máni tilnefndur til Emmyverðlauna fyrir Latabæjartónlist
Máni Svavarsson, höfundur tónlistarinnar í þáttunum um Latabæ, er á meðal þeirra sem tilnefndir eru til Emmy verðlauna í ár fyrir tónlistarstjórnun og tónverk (Outstanding Achievement in Music Direction and Composition). Þetta er fyrsta tilnefning íslensks tónlistarmanns til verðlaunanna.

Alltaf í góðu skapi
Hljómsveitin Spaðar heldur sitt árlega ball á Nasa á föstudagskvöld. Sveitin sendi frá sér plötuna Stundaglasaglaum fyrir síðustu jól og hefur hún hlotið góðar viðtökur. Verða bæði spiluð lög af henni og gamlir og góðir slagarar.

Fabúla til Kanada
Tónlistarkonan Fabúla er á leiðinni í tónleikaferðalag til Kanada í lok apríl. Hún mun spila á listahátíð í Winnipeg sem henni var boðið á auk þess sem hún ætlar að halda tónleika í Calgary og hugsanlega í Toronto. „Þetta verður mjög spennandi. Ég vona að ég geti farið með alla hljómsveitina með mér, ég veit það bara ekki enn þá,“ segir Fabúla, sem heitir réttu nafni Margrét Kristín Sigurðardóttir. Mun hún dvelja í Kanada í tíu daga.

Kaiser Chiefs: Yours Truly, Angry Mob - tvær stjörnur
Það er lag á nýju Kaiser Chiefs-plötunni sem heitir Everything Is Average Nowadays og ég er svona að reyna að gera það upp við mig hvort þeim finnist það bara hið besta mál eða ekki, því lagið, platan og þessi blessaða hljómsveit er akkúrat það, í meðallagi.

Kristján í úrslit trúbadorkeppni
„Þeir sem keppa til úrslita eru, og fyrst ber að nefna sjálfa stjörnuna Kristján Þorvaldsson, en aðrir eru Einar Örn Konráðsson, Andri Már Sigurðsson og síðust til að komast í úrslitin er Ísabella Magnúsdóttir,“ segir Friðrik Indriðason, blaðamaður og helsti skipuleggjandi Stóru trúbadorkeppninnar á Sportbarnum.

Stór nöfn bætast við
Hljómsveitirnar Muse og Arcade Fire hafa bæst í hóp þeirra sem troða upp á Hróarskelduhátíðinni í byrjun júlí. Muse gaf út plötuna Absolution í fyrra sem hefur fengið góðar viðtökur. Arcade Fire, sem hefur aldrei spilað á Hróarskeldu, gaf nýverið út sína aðra plötu, Neon Bible.

Þjóðin má vera stolt af mér
„Ég er í alveg rosalega fínum hópi. Ég held að ég geti verið stoltur að ná inn á þennan lista,“ segir Einar Örn Benediktsson, fyrrverandi söngvari Sykurmolanna, sem hefur verði kjörinn fimmti versti söngvari allra tíma af breska tónlistartímaritinu Q. Á meðal fleiri söngvara á listanum eru Yoko Ono, Fred Durst úr Limp Bizkit, Mariah Carey, Celine Dion, Bobby Gillespie og Ozzy Osbourne, sem situr í toppsætinu.

Himneskur svanasöngur
Kammerkórinn Carmina frumflytur Requiem eða Sálumessu eftir spænska endurreisnartónskáldið Tomás Luis de Victoria á tónleikum í Kristskirkju um helgina.

R.E.M. á leið í hljóðver
Hljómsveitin R.E.M. er á leiðinni í hljóðver til að taka upp sína fyrstu plötu síðan Around the Sun kom út árið 2004. Upptökustjóri verður Írinn Jacknife Lee, sem er þekktastur fyrir að hafa tekið upp How to Dismantle an Atomic Bomb með U2 og Final Straw með Snow Patrol.

Amiina spilar með Sufjan Stevens
Hljómsveitin Amiina heldur tónleika með Bandaríkjamanninum Sufjan Stevens á tónlistarhátíðinni MusicNow í Cincinatti í Ohio-fylki í byrjun apríl. „Það var hugmynd uppi um að við myndum hita upp fyrir hann á síðasta Evróputúr hans fyrir síðustu jól en það hentaði okkur ekki.

Ný skemmtikvöld
Sprengjuhöllin og Hjaltalín spila á fyrsta skemmtikvöldi ársins á vegum Grapevine og Smekkleysu á Hressó í kvöld. Kvöldin nefnast Take me down to Reykjavik City og verða haldin á miðvikudögum og fimmtudögum á tveggja til þriggja vikna fresti.

Sangare á Vorblóti
Ein vinsælasta og virtasta söngkona Afríku, Oumou Sangare frá Malí, verður eitt af aðalnúmerunum á tónlistarhátíðinni Vorblót –Rite of Spring, sem verður haldin í Reykjavík dagana 17. til 19. maí.

Manic Street Preachers á velskri tónlistarhátíð
Rokkararnir í Manic Street Preachers hafa staðfest komu sína á fyrstu stóru tónlistarhátíðina í Wales sem verður haldin í sumar. Ber hátíðin heitið Fflam og fer fram í Swanesa. Meira en 50 hljómsveitir munu koma fram þann 13. til 15. júlí og er búist við 30 þúsund gestum.

Björk fær fræg frönsk verðlaun
Björk hlýtur heiðursverðlaun Qwartz raftónlistarverðlaunanna í Frakklandi þetta árið. Það er Pierre Henry, sem er af mörgum talinn einn af brautryðjendum í raftónlist sem mun afhenda Björk verðlaunin. Hann er að verða áttræður og hefur verið að semja raftónlist í meira en hálfa öld. Afhendingin fer fram í París 23. mars næstkomandi en þetta er í tuttugasta skipti sem verðaunin eru veitt.

Á leið til Memphis
Tónlistarmaðurinn Mugison ætlar að ferðast til Memphis í Tennessee, heimaborgar Elvis Presley, í næsta mánuði til að taka upp lög á næstu plötu sína. Þar mun hann njóta aðstoðar nokkurra blúshunda í borginni sem munu leggja sitt af mörkum við upptökurnar.

Fimmti í Helsinki
Eiríkur Hauksson verður fimmti á svið í Helsinki þegar hann syngur lagið Ég les í lófa þínum í undankeppni Eurovision í maí. Aðstandendur lagsins höfðu vonast til að verða fimmtu til áttundu á svið og urðu því himinifandi þegar þeir fengu tíðindin.

Air: Pocket Symphony - fjórar stjörnur
Ef tilvera ykkar í stórborginni Reykjavík heldur ykkur of föstum tökum til þess að þið getið fundið tækifæri til þess að flýja í rólega helgarferð í sumarbústaðinn er alveg óhætt að mæla með þessari nýju Air-plötu sem sárabót.
Spænsk lög sungin og leikin
Spænsk einsöngslög og dúettar frá ýmsum tímabilum hljóma á Háskólatónleikum í hádeginu á morgun, 14. mars. Valgerður Guðrún Guðnadóttir sópran, Hrólfur Sæmundsson baritón og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytja verk spænsku tónskáldanna Albeniz, De Falla og Granado og argentíska tónskáldsins Morillo.
Svítur og sónötur
Hjörleifur Valsson fiðluleikari heldur tónleika ásamt Ástríði Öldu Sigurðardóttur píanóleikara, Kristni H. Árnasyni gítarleikara og Tatu Kantomaa harmonikuleikara í Salnum í Kópavogi í kvöld.

Björk spilar á styrktartónleikum
Tónlistarkonan Björk Guðmundsson mun koma fram á styrktartónleikum á Nasa hinn 1. apríl ásamt tíu stúlkna blásturshljómsveit. Munu þau frumflytja lög af nýjustu plötu Bjarkar, Volta, sem kemur út 7. maí.

Aerosmith í Indlandi
Hljómsveitin Aerosmith mun halda tónleika í Indlandi 2. júní næstkomandi. Er þetta í fyrsta sinn sem hljómsveitin spilar þarlendis. Munu tónleikarnir fara fram í kvikmynda- og fjármálaborginni Mumbai.

Hafdís Huld á kvennarokkhátíð í Frakklandi
Hafdís Huld Þrastardóttir söngkona hefur verið valin í hóp þeirra listamanna sem koma fram á frönsku tónlistar hátíðinni Les Femmes S´en Melent í vor. Hátíðin miðast að því að kynna fólki það áhuga verðasta sem er að gerast meðal kvenna í heimi tónlistarinnar ár hvert.

Lay Low spilar á blúskvöldi
Tónlistarkonan Lay Low treður upp í fyrsta sinn undir formerkjum blússins á Classic Rock í kvöld. Samtökin Blues Iceland Promotion standa fyrir tónleikunum.
Ræbbblar gera við reiðhjól
Hópur pönkara hefur stofnað reiðhjólagengið Ræbbblarnir sem ætlar að setja á fót verkstæði í sumar þar sem fólk getur búið til hjól og lagað gömul með aðstoð gengisins. Ætlar gengið að sækja um skapandi sumarstarf hjá Hinu húsinu í von um að fá styrk til verkefnisins. Einnig stendur til að halda nokkra styrktartónleika til að koma þessari athyglisverðu hugmynd á koppinn.