Tónlist

Sólin skein skært í Borgarleikhúsinu

Helgi Björnsson var í miklu stuði á tónleikum Síðan skein sól og lifði sig vel inn í hlutverk sitt.
Fréttablaðið/Daníel
Helgi Björnsson var í miklu stuði á tónleikum Síðan skein sól og lifði sig vel inn í hlutverk sitt. Fréttablaðið/Daníel

Afmælistónleikar hljómsveitarinnar Síðan skein sól í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöld heppnuðust frábærlega. Helgi Björnsson og félagar voru í miklu stuði og áhorfendur nutu stundarinnar vel.

Það var ekki að sjá á tónleikum Síðan skein sól í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöld að þar færi hljómsveit sem sjaldan kæmi fram.

Helgi Björnsson og félagar fögnuðu þetta kvöld 20 ára afmæli sveitarinnar og léku á tvennum mögnuðum tónleikum. Björn Jörundur Friðbjörnsson, KK og Silvía Nótt komu auk þess fram með sveitinni og heppnaðist innkoma þeirra ágætlega.

Góðir gestir Helgi Björns fékk aðstoð frá KK, Silvíu Nótt og Birni Jörundi.

.

Ánægð Trausti Bjarnason, lagahöfundur úr Eurovision, var mættur á tónleikana.


.
Glaðir í salnum Félagarnir Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi og Karl Pétur Jónsson, starfsmaður Askar Capital.


.
Fullt hús Það var þétt setinn bekkurinn í Borgarleikhúsinu.


.
Hressir Þeir Valur úr Buttercup og Gummi Gísla umboðsmaður mættu á tónleikana ásamt Ellerti og öðrum félaga.


.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×